Fréttir

VÓ á ferðinni um Skagafjörð

Í gær grilluðu Vinstri græn og óháð pulsur og bulsur í anddyri reiðhallarinnar á Sauðárkróki þar sem ýmis afþreying var í boði fyrir börnin. Rútu Rúntur um Skagafjörðinn verður svo á dagskránni á morgun laugardag og sunnudag
Meira

Þórhallur miðill á Króknum um helgina

Þórhallur Guðmundsson, miðill, starfar fyrir Sálarrannsóknarfélag Skagafjarðar þessa helgina á Sauðárkróki. Þau mistök urðu í Sjónhorni að dagsetningar voru rangar eða öllu heldur mánuður. Þórhallur tekur á móti fólki í dag, föstudaginn 11. maí, laugardag 12. maí og þann 13. maí.
Meira

Kjósum til framtíðar

Það er bæði krefjandi og skemmtilegt verkefni að fara af stað með nýtt framboð til sveitastjórnarkosninga. Það er sérstaklega skemmtilegt að því leyti að maður verður mjög var við það hvað núverandi staða samfélagsins og framtíðarþróun þess er mörgum íbúum sveitarfélagsins mikið hjartans mál. Það er ýmislegt sem brennur á fólki en þar virðast leik- og grunnskólamál, skipulagsmál og fjármál sveitarfélagsins iðulega vera efst á baugi. Þessir þrír málaflokkar eru ByggðaListanum mjög hugleiknir og teljum við að þau málefni sem falla þar undir ættu að vera í algjörum forgangi.
Meira

FNV er hástökkvari ársins sem fyrirmyndarstofnun

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra komst í hóp fimm Fyrirmyndarstofnana árið 2018 í flokki stofnana með 50 starfsmenn eða fleiri. Þá fékk hann sérstaka viðurkenningu fyrir að vera hástökkvari í sínum flokki. Viðurkenninguna fær skólinn á grundvelli árlegrar könnuna á vegum SFR, sem er stéttarfélag í almannaþjónustu og er félagssvæði þess allt landið.
Meira

Hreinsunarátak á Hofsósi

Sveitarfélagið Skagafjörður og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra standa nú í sameiningu fyrir hreinsunarátaki á Hofsósi. Átakinu er ætlað að standa dagana 10. - 14. maí og hefur verið óskað eftir samvinnu við íbúa, lóðareigendur og fyrirtæki og þeir beðnir að fjarlægja ónýta og óþarfa hluti í því skyni að gera þorpið sem snyrtilegast.
Meira

Hvítasunnuhret með snjókomu og kulda

Þriðjudaginn 8. maí komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar í því skini að huga að veðurhorfum í maí mánuði. Fundurinn hófst kl. 13:55 og voru fundarmenn tíu talsins sem fóru yfir sannleiksgildi síðustu spár og voru fundarmenn að vonum sæmilega ánægðir með hvernig til hefði tekist. Að vísu hafði veður verið heldur kaldara en ráð var fyrir gert, en spáin vel innan skekkjumarka eins og gjarnan er sagt um spár af hvaða tagi sem þær svo sem eru.
Meira

Lífið er núna - Leiklistardeild Höfðaskóla setur upp leikrit í fullri lengd

Leiklistardeild Höfðaskóla á Skagaströnd frumsýnir í kvöld, miðvikudag 9. maí, klukkan 20:00 gamanleikinn Lífið er núna í Fellsborg á Skagaströnd. Leikritið heitir á frummálinu You Can’t Take It With You og var skrifað árið 1936 af þeim George S. Kaufman og Moss Hart. Það hefur verið sýnt áratugum saman í Bandaríkjunum og verið með vinsælustu verkum þar úti fyrir skólauppsetningar. Ástrós Elísdóttir þýddi verkið en að hennar sögn hefur það ekki verið sýnt oft hér á landi þó það hafi verið þýtt á íslensku fyrir 63 árum síðan og hafi orðið úr hjá leikhópnum að nýta ekki þá þýðingu heldur ráðast í nýja.
Meira

ON opnar 31. hlöðuna hjá N1 á Sauðárkróki

Orka náttúrunnar og N1 tóku í gær formlega í notkun nýja hlöðu með hraðhleðslu fyrir rafbíla við Ábæ, þjónustustöð N1 á Sauðárkróki. Hlaðan er sett upp með styrk frá Orkusjóði og í samstarfi við Vistorku, samstarfsvettvang norðlenskra sveitarfélaga og Norðurorku að ýmsum umhverfismálum. Þetta er 31. Hlaðan sem ON hefur sett upp víðsvegar um landið og sú áttunda sem er á þjónustustöð N1.
Meira

Átti alla diskana með Blink 182 / SIGFÚS ÓLAFUR

Sigfús Ólafur er maður nefndur og er Guðmundsson. Hann segist eiga mjög auðvelt með að læra á hljóðfæri, æfði lengi á trompet á yngri árum en hefur einnig lært á gítar og söng og það eru hans aðal hljóðfæri í dag. „Ég er einnig partýfær á píanó, bassa, trommur og þríhorn,“ segir Sigfús og glottir en aðspurður um helstu afrek sín á tónlistarsviðinu segir hann: „Ætli það sé ekki þegar að hljómsveit sem ég var í á yngri árum náði lagi inn á Svona er sumarið 2006. Einnig hef ég tekið þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna og svo náði ég í 35 manna úrslit í þriðju seríu af íslenska Idolinu.“ Ekki slæmt...
Meira

Tiltektardagur á Blönduósi á morgun

Á heimasíðu Blönduóssbæjar er boðað til tiltektardags á morgun, uppstigningardag, og eru bæjarbúar og fyrirtæki hvött til að yfirfara nánasta umhverfi sitt og gera bragarbót þar sem þess er þörf. Gámasvæði bæjarins verður opið af þessu tilefni milli klukkan 13 og 17.
Meira