Fréttir

Anna Karen og Hákon Ingi Norðurlandsmeistarar

Síðastliðinn laugardag tók flottur hópur frá GSS þátt í lokamóti Norðurlandsmótaraðarinnar í golfi sem fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri. Það voru þau Alexander Franz Þórðarson, Anna Karen Hjartardóttir, Bjartmar Dagur Þórðarson, Bogi Sigurbjörnsson, Dagbjört Sísí Einarsdóttir, Hákon Ingi Rafnsson og Hildur Heba Einarsdóttir.
Meira

„Stórauknir skattar á búsetu fólks“

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins boðar stórfellda skattheimtu á fjarlægðir frá höfuðborginni eða næsta stórþéttbýli. Samgöngur og flutningskostnaður ráða miklu um samkeppnishæfni búsetu fólks og atvinnureksturs í landinu. Ísland er strjálbýlt land með miklum vegalengdum. Fjarlægðir á milli fólks er eini reginmunurinn á dreifbýli og þéttbýli...
Meira

Sveitarstjórn Blönduósbæjar fagnar sameiningarviðræðum

Sveitarstjórn Blönduósbæjar hefur tilnefnt þá Valgarð Hilmarsson og Hörð Ríkharðsson í samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Þær Oddný María Gunnarsdóttir og Anna Margrét Jónsdóttir voru tilnefndar til vara.
Meira

Umhverfsviðurkenningar veittar á morgun

Á morgun, fimmtudaginn 14. september, verða umhverfisviðurkenningar Skagafjarðar afhentar í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Viðurkenningarnar eru veittar í samstarfi við Soroptimistaklúbb Skagafjarðar sem hefur séð um framkvæmdina þau tólf skipti sem viðurkenningarnar hafa verið veittar. Athöfnin hefst kl. 17:30 og eru allir velkomnir.
Meira

Akrahreppur tekur ekki þátt í sameiningarviðræðum

Sveitarstjórnarfólk á Norðurlandi vestra hafa verið að kanna áhuga kollega sinna á sameiningu sveitarfélaga á svæðinu. Hafa ýmsar leiðir verið ræddar og áhugi á sameiningu verið nokkur í Austur- Húnavatnssýslu þó sitt sýnist hverjum um útfærslur. Þá er helst verið að skoða hvert Skagabyggð muni snúa sér.
Meira

Opinn fundur Framsóknar

Ungir Framsóknarmenn í Skagafirði ásamt Framsóknarfélagi Skagafjarðar boða til opins fundar þann 20. september í Framsóknarhúsinu á Sauðárkróki og byrjar fundurinn klukkan 20:00. Sérstakir gestir á fundinum verða þau Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður og Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og þingmaður.
Meira

Fisk Seafood kaupir Soffanías Cecilsson

Samkomulag hefur verið gert um kaup Fisk Seafood ehf., sem er m.a með starfsemi í Grundarfirði og á Sauðárkróki um kaup á öllum hlutabréfum í Soffaníasi Cecilssyni hf., sem er með starfsemi í Grundarfirði. Í sameiginlegri fréttatilkynningu frá fyrirtækjanna segir að samkomulagið sé með fyrirvörum, m.a. um samþykki Samkeppniseftirlitsins.
Meira

Ekki þarf að slátra því fé sem fór yfir Blöndu

Greint var frá því í upphafi vikunnar að Matvælastofnun hefði tekið ákvörðun um að á fjórða hundrað fjár sem fór yfir sjúkdómavarnarlínu Blöndu í sumar yrði slátrað í haust. Nú hefur stofnunin fallið frá þeirri kröfu. Samkvæmt skilgreiningu MAST er Blanda í flokki varnarlína vegna sauðfjársjúkdóma og er því ekki heimilt að flytja fé þar yfir. Varnir við ána eru þó litlar og eftir að áin var virkjuð er hún þurr á stórum kafla og því greiðfært fyrir fé þar yfir.
Meira

Birgðir við upphaf sláturtíðar mun minni en í fyrra

Birgðir af kindakjöti síðasta árs þann 1. september 2017 voru 1.063 tonn, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Landsambandi sauðfjárbænda. Á sama tíma í fyrra voru brigðirnar 1.262 tonn. Birgðir við upphaf sláturtíðar eru því 16,6% minni á en í fyrra. Frá þessum birgðum munu dragast 500 til 600 tonn áður en nýtt kjöt kemur að fullu á markað en sala á innanlandsmarkaði er um 560 tonn á mánuði að meðaltali. Umframbirgðir af kjöti frá sláturtíðinni haustið 2016 verða því um 500 tonn þegar upp er staðið eða rétt tæplega eins mánaðar sala. Þessar birgðir eru um 5% af heildarframleiðslunni sem eru um 10 þúsund tonn.
Meira

Öllu fé sem fór yfir Blöndu í sumar skal slátrað

Matvælastofnun hefur tekið ákvörðun um að á fjórða hundrað fjár sem fór yfir sjúkdómavarnarlínu Blöndu í sumar verði slátrað í haust. Frá þessu var greint í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins þar sem rætt var við Þorleif Ingvarsson, sauðfjárbónda og oddvita Húnavatnshrepps, en hann segir vinnubrögð Matvælastofnunar óboðleg og að líklegt sé að bændur kæri ákvörðunina.
Meira