feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Í matinn er þetta helst
03.03.2018
kl. 12.02
„Okkur finnst mjög gaman að fá gesti í mat en skipuleggjum það sjaldnast með löngum fyrirvara og gerum mjög lítið af því að halda veislur eða fín matarboð. Þegar við fáum matargesti er yfirleitt minni hlutinn af þeim fullorðinn og stundum töluvert margir í einu. Þess vegna eldum við mjög oft lasanja.
Úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Laugardalshöllinni í kvöld og kemur þá í ljós hverjir verða fulltrúar Íslands í Júróvisjón í Lissabon í Portúgal. Þar munu Íslendingar keppa í undankeppninni þann 8. maí en aðalkvöld Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva verður svo laugardaginn 12. maí nk.
Stórleikur 20. umferðar Dominos-deildarinnar fór fram í Síkinu í kvöld. Óhætt er að segja að mikil eftirvænting hafi ríkt hjá stuðningsmönnum Tindastóls fyrir leikinn og stemningin í Síkinu sjóðheit og hressandi. Leikurinn reyndist hin besta skemmtun fyrir heimamenn sem fóru á kostum í vörn og sókn og sigruðu Íslandsmeistara KR af fádæma öryggi. Lokatölur 105–80 og allir með!
Ef einhvern vantar lesefni yfir helgina (eða í framtíðinni) þá tilkynnist það hér með að búið er að fylla á Feykistankinn dágóðum skammti af Rabb-a-babbi og Tón-lyst. Um er að ræða efni sem birst hefur í pappírsútgáfu Feykis síðasta eitt og hálfa árið eða svo og gæti mögulega glatt einhverjar leitandi sálir.
Ísmót hestamanna á Svínavatni verður haldið laugardaginn 3. mars og hefst stundvíslega klukkan 12 á B-flokki, síðan kemur A-flokkur og endað er á tölti. Úrslit verða riðin strax á eftir hverri grein. Ráslistar, aðrar upplýsingar og úrslit þegar þar að kemur eru birtar á heimasíðu mótsins is-landsmot.is
Það má búast við hörkuleik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld er erkifjendurnir í Domino´s deildinni, Tindastóll og KR eigast við. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið sem keppast um að komast á toppinn í deildinni. Eins og staðan er nú sitja Haukar í efsta sætinu með 32 stig en ÍR í því öðru með 28 stig, jafnmörg og Tindastóll sem situr í því þriðja með verri stöðu í innbyrðis viðureignum við Haukana. Þriðja sætið verma svo KR-ingar sem gætu jafnað Stólana að stigum með sigri í kvöld.
Í kvöld, föstudaginn 2. mars nk. klukkan 20:00, ætlar Hellisbúinn að stíga á stokk í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð en um er að ræða einn vinsælasta einleik sem sýndur hefur verið í veröldinni. Hefur Hellisbúinn þegar verið sýndur í 52 löndum, í yfir 1000 borgum og frá upphafi hafa tugir milljóna um allan heim séð sýninguna, í túlkun ýmissa leikara.
Á fundi byggðaráðs Skagafjarðar í síðustu viku var lögð fram og samþykkt tillaga þess efnis að hleypt skuli af stað atvinnuþróunarátaki á Hofsósi til að fjölga þar atvinnutækifærum og efla byggð. Í tillögunni er einnig lagt til að sveitarfélagið beiti sér fyrir að sérstökum byggðakvóta verði úthlutað til Hofsóss til að leitast við að tryggja áframhaldandi smábátaútgerð á staðnum.
Fyrir þingkosningarnar fyrir rétt rúmu ári sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í Spursmálum á mbl.is að þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort sótzt yrði á nýjan leik eftir inngöngu í Evrópusambandið væri mikil málamiðlun af hálfu flokksins. „Það er ekki farið beint í aðildarviðræður. Við förum alltaf í þjóðaratkvæðagreiðslu á undan. Og það er mikil málamiðlun af okkar hálfu,“ sagði hún í þættinum. Hins vegar hefur Þorgerður, líkt og aðrir fulltrúar Viðreisnar, ítrekað haldið því fram að hún treysti þjóðinni fyrir málinu. Nú síðast á Alþingi á föstudaginn.
Nú er liðið eitt ár frá því að ríkisstjórnin var mynduð og við hæfi að hugsa til baka og velta fyrir sér hvað hefur áunnist. Eitt af stóru málunum fyrir kosningarnar í fyrra voru efnahagsmálin. Eðlilega. Verðbólga hafði verið í hæstu hæðum og stýrivextir óbærilegir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Verðbólgan fór yfir 10% í tíð fyrri ríkisstjórnar. Staðan í dag er allt önnur. Verðbólga hefur ekki mælst minni síðan 2020 og tiltrú á ríkisfjármálin hefur aukist.
Nú er hálfur mánuður til jóla og enginn skilur neitt í því hvað varð um árið sem er að líða. Kannski er maður bara orðinn svona gamall og ruglaður en ég man varla eftir að það hafi verið vont veður á árinu. Auðvitað hefur veðrið ekki alltaf verið gott en verulega vont... nei, hringir ekki bjöllum.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Að þessu sinni vill svo skemmtilega til að það er spekingur í lögum sem svarar Tón-lystinni. Um er að ræða Skagstrendinginn Guðmund Egil Erlendsson (1975) sem víða hefur látið að sér kveða við strengjaslátt.