Þann 26. nóvember síðastliðinn var dregið í happdrætti Styrktarsjóðs Húnvetninga fyrir árið 2008. Vinninga er hægt að vitja á skrifstofutíma hjá Samstöðu að Þverbraut 1. Stjórn Styrktarsjóðsins vill nota tækifærið og þ...
Í tilefni að alþjóðardegi fatlaðra ætlar starfsfólk Iðju - Hæfingu Aðalgötu 21 að hafa opið hús milli 10 og 15 í dag. Boðið verður upp á kaffi, jólate og meðlæti sem útbúið var á staðnum auk sölusýningar á verkum sta...
Nemendur og starfsfólk Árskóla á Sauðárkróki verða í jólaskapi í dag en daginn á að nota til þess að setja upp gluggaskreytingar í skólanum auk þess sem nemendur munu vinna að jólakortum sínum.
Gísli Árnason, Vinstri grænum, telur illskiljanlegt að Byggðaráð hafni tillögu hans um að sveitarfélagið Skagafjörður taki þátt í því með öðrum sveitarfélögum að leita leiða til þess að snúa við úrskurðum Póst- og f...
Í gær, 2. desember hélt Rauða kross deildin í Austur Húnavatnssýslu kynningu á starfsemi sinni fyrir nemendur 7. bekkjar í Húnavallaskóla. Hafdís Vilhjálmsdóttir og Einar Óli Fossdal komu og sögðu nemendum frá sögu og upp...
Ótrúleg saga, lygasögu líkust
Frá því um miðjan nóvember hefur orðið vart við allsnarpa kippi á jarðskjálftamælum í Mývatnssveit. Finnast kippirnir vel á næstu bæjum við upptökin, sem að sögn Freysteins Sigmundssonar hj...
Nemendur í 7. og 8.bekk Grunnskólans á Blönduósi hafa síðastliðnar tvær vikur unnið að uppsetningu ferðasýningar í smiðjutímunum (upplýsingatækni, myndmennt, heimilisfræði og textílmennt).
Verkefnið var unnið samhliða k...
Það er 12 gráðu frost samkvæmt mælinum við sundlaugina og sólin farin að skína. Það verður ekki mikið fallegra veðrið á þessum árstíma. Við minnum ykkur á að vera dugleg að senda okkur fallegar vetrar og jólamyndir til að...
Á Sauðárkróki voru um þrjátíu krakkar á aldrinum 3-5 ára útskrifuðust á dögunum af íþróttanámskeiði sem Dóra Heiða Halldórsdóttir hafði umsjón með.
Krakkarnir voru áhugasamir og duglegir í æfingunum og ófáir svitadro...
Nýlega var ég að kynna mér fiskveiðiráðgjöf í makríl og rak þá augun í að stærð stofnsins hefur verið endurmetin langt aftur í tímann. Nú er talið að stofninn hafi verið mun stærri undanfarin ár en áður var talið. Hrygningarstofn makríls var til dæmis talinn hafa verið 2,7 milljónir tonna árið 2012. Við endurmat Alþjóðahafrannsóknarráðsins er hann talinn hafa verið ríflega 11 milljónir tonna. Það er ríflega fjórfföld aukning.
Fyrir þingkosningarnar fyrir rétt rúmu ári sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í Spursmálum á mbl.is að þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort sótzt yrði á nýjan leik eftir inngöngu í Evrópusambandið væri mikil málamiðlun af hálfu flokksins. „Það er ekki farið beint í aðildarviðræður. Við förum alltaf í þjóðaratkvæðagreiðslu á undan. Og það er mikil málamiðlun af okkar hálfu,“ sagði hún í þættinum. Hins vegar hefur Þorgerður, líkt og aðrir fulltrúar Viðreisnar, ítrekað haldið því fram að hún treysti þjóðinni fyrir málinu. Nú síðast á Alþingi á föstudaginn.
Nú er liðið eitt ár frá því að ríkisstjórnin var mynduð og við hæfi að hugsa til baka og velta fyrir sér hvað hefur áunnist. Eitt af stóru málunum fyrir kosningarnar í fyrra voru efnahagsmálin. Eðlilega. Verðbólga hafði verið í hæstu hæðum og stýrivextir óbærilegir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Verðbólgan fór yfir 10% í tíð fyrri ríkisstjórnar. Staðan í dag er allt önnur. Verðbólga hefur ekki mælst minni síðan 2020 og tiltrú á ríkisfjármálin hefur aukist.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Malen Áskelsdóttir (1999) er fædd og uppalin á Sauðárkróki en með fína framlengingarsnúru í Borgarfjörð eystra. Hún er dóttir Völu Báru (Vals Ingólfs og Önnu Pálu Þorsteins) og Áskels Heiðars sem gerir um þessar mundir út á Sturlungasöguna í 1238. Malen bæði syngur og spilar á hljómborð og gítar í dag en hún lærði á fiðlu hjá Kristínu Höllu frá 5-10 ára aldurs og segir að það hafi verið æðislegur grunnur.