Fréttir

Stólarnir kváðu afturgengna Fjölnismenn í kútinn

Tindastólsmenn hittu Fjölnismenn fyrir í Grafarvoginum reykvíska í kvöld í áttundu umferð Dominos-deildarinnar. Stólarnir spiluðu glimrandi góðan bolta í fyrri hálfleik og voru 22 stigum yfir í hálfleik en lið Fjölnis gekk af göflunum í þriðja leikhluta og lék gesti sína grátt. Heimamenn minnkuðu muninn í tvö stig í upphafi fjórða leikhluta en þá náðu vígreifir Stólar vopnum sínum á ný og fögnuðu að lokum næsta öruggum sigri. Lokatölur voru 88-100 fyrir piltana prúðu að norðan.
Meira

Vilja að skýrsla um örsláturhús verði birt

Félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu hefur sent áskorun til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Landssamtaka sauðfjárbænda, Bændasamtaka Íslands og Matís ohf. þar sem hvatt er til þess að niðurstöður örslátrunarverkefnis Matís, sem framkvæmt var í Birkihlíð í Skagafirði í fyrrahaust, verði birtar. Í Bændablaðinu kemur einnig fram að í fyrrgreindu bréfi væri áskorun um breytingar fyrir heimaslátrun til sölu verði rýmkaðar og einfaldaðar.
Meira

Fundað með stýrihópi Stjórnarráðsins

Fulltrúar úr stýrihópi Stjórnarráðsins um byggðamál funduðu sl. þriðjudag á Hvammstanga með stjórn og framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Hópurinn er nú á fundaferð um landið til að ræða við stjórnir landshlutasamtaka um sóknaráætlanir og framgang þeirra í héraði. og var fundurinn liður í henni.
Meira

„Góð stund og skemmtileg,“ á styrktartónleikum í Blönduósskirkju

Húsfyllir var í Blönduóskirkju síðastliðinn sunnudag þegar blásið var til tónlistarveislu í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá vígslu kirkjuorgelsins. Fjölmargir listamenn stigu á stokk og sungu og eða léku á hljóðfæri með orgelinu.
Meira

Anette Sanchez starfar hjá Sjúkraþjálfun Sigurveigar

Nú á haustdögum hóf Anette Sanchez sjúkraþjálfari störf hjá Sjúkraþjálfun Sigurveigar á Sauðárkróki. Að sögn Sigurveigar er Anette reynslubolti í sjúkraþjálfunargeiranum, dönsk í húð og hár og hefur unnið áður á Íslandi.
Meira

Veiði og skotvopn gerð upptæk

Tveir rjúpnaveiðimenn á Norðurlandi vestra þurftu að sjá á bak veiði sinni og skotvopnum er þeir komu af veiðum um síðastliðna helgi þar sem þeir höfðu ekki gild veiðikort til að framvísa til lögreglu. Lögreglan á Norðurlandi vestra heldur uppi öflugu eftirliti með rjúpnaveiðum og ræddi um síðustu helgi við marga veiðimenn og athugaði með réttindi þeirra, skotvopn o.fl. að því er segir á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Meira

Fimm mættu á íbúafund um fjárhagsáætlun Svf. Skagafjarðar

Sveitarstjórn Svf. Skagafjarðar hélt sinn fyrsta fund, í röð opinna íbúafunda, í Varmahlíð sl. mánudagskvöld. Þar voru tekin fyrir mál fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins fyrir árið 2020 en einnig var fjallað um hugmyndir íbúa um áhersluatriði þeirrar í þjónustu, framkvæmdum og ábyrgri fjarmálastefnu.
Meira

Leppalúði á leiðinni

Leppalúði er á leiðinni á Norðurlandið og ætlar að troða upp á Hvammstanga og Skagaströnd næstu daga. Það er Kómedíuleikhúsið sem sýnir jólaleikritið um þennan nafntogaða eiginmann Grýlu og segir í kynningu á verkinu að nú loksins fái karlinn að stíga fram í sviðsljósið eftir að hafa staðið í skugganum af konu sinni í árhundruð. Velt er upp spurningum eins og hver Leppalúði sé eiginlega, hvort hann tali mannamál og síðast en ekki síst – hvort hann sé í alvörunni til.
Meira

Kynningarmyndband um Sóknaráætlun

Kynningarmyndband um efni nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands vestra 2020-2024 hefur nú verið gefið út og er aðgengilegt á YouTube. Sóknaráætlunin var samþykkt á haustþingi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra þann 19. október sl. og skrifað var undir nýja samninga um sóknaráætlanir landshlutanna við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið.
Meira

Fjölmenni á kynningarfundi GSS

Fullt var út úr dyrum á kynningarfundi Golfklúbbs Sauðárkróks sem haldinn var í kennslustofu í bóknámshúsi Fjölbrautaskólans í gærkvöldi. Kynnt var stefna og starfsáætlun golfklúbbsins næstu ár. Einnig var kynnt 50 ára afmælisferð GSS sem farin verður næsta haust.
Meira