Stólarnir kváðu afturgengna Fjölnismenn í kútinn
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
22.11.2019
kl. 00.09
Tindastólsmenn hittu Fjölnismenn fyrir í Grafarvoginum reykvíska í kvöld í áttundu umferð Dominos-deildarinnar. Stólarnir spiluðu glimrandi góðan bolta í fyrri hálfleik og voru 22 stigum yfir í hálfleik en lið Fjölnis gekk af göflunum í þriðja leikhluta og lék gesti sína grátt. Heimamenn minnkuðu muninn í tvö stig í upphafi fjórða leikhluta en þá náðu vígreifir Stólar vopnum sínum á ný og fögnuðu að lokum næsta öruggum sigri. Lokatölur voru 88-100 fyrir piltana prúðu að norðan.
Meira