Fréttir

Átaksverkefni til að fjölga sumarstörfum námsmanna

Félags- og barnamálaráðherra, hefur ákveðið að verja um 2,2 milljörðum króna í átaksverkefni til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar. Markmið verkefnisins er að með átakinu verði til 3.400 tímabundin störf fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, á milli anna sem skiptast á milli opinberra stofnana og sveitarfélaga. Um er að ræða 4,5 sinnum stærra átak en ráðist var í eftir hrunið árið 2008.
Meira

Hvað vakir fyrir sjávarútvegsráðherra?

Í þjóðfélagi þar sem röð og regla ríkir og félagslegt skipulag er viðurkennt dytti ekki nokkrum ráðherra í hug að sýna heilli starfsstétt viðmót eins og grásleppusjómönnum með fyrirvaralausri stöðvun veiða þann 3. maí s.l. Til þessa ráðs grípur ráðherra á krísutímum í efnahags- og atvinnulífi þegar verið er að róa lífróður á öllum sviðum í þeirri viðleitni að halda úti vinnu, afla lífsviðurværis og verðmæta fyrir þjóðfélagið. Þetta er gert við þær aðstæður þar sem grásleppuveiðar ganga vel, allt bendir til þess að stofninn sé í góðu horfi og hætta á ofveiði hverfandi.
Meira

Útfararþjónusta á Norðurlandi vestra

Fyrir skömmu tók til starfa nýtt fyrirtæki á Norðurlandi vestra þegar hjónin Jón Ólafur Sigurjónsson og Hugrún Sif Hallgrímsdóttir á Skagaströnd settu á fót útfararstofu, þá fyrstu á svæðinu. Fyrirtækið hefur hlotið nafnið Hugsjón – útfararþjónusta og er ætlunin að þjónusta allt Norðurland vestra. Feykir hafði samband við Jón og innti hann fyrst eftir því hvernig og hvers vegna hugmyndin að fyrirtækinu hafi kviknað.
Meira

Langar að gefa 11 ára sjálfum sér fimmu / HAUKUR SINDRI

Haukur Sindri Karlsson er ungur og upprennandi tónlistarmaður sem vakið hefur verðskuldaða athygli m.a. fyrir aðkomu sína að tónlistarvinnu í uppsetningum leikverka við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hann hefur verið að gefa út eigin tónlist sem hægt er að finna á Spotify, undir Haukur Karls, og fyrir skömmu gaf hann út, í samvinnu við félaga sína á Króknum Atla Dag Stefánsson og Ásgeir Braga Ægisson, nýtt lag, Let you down. Haukur Sindri stundar nú nám í Danmörku sem væntanlega leiðir til BA-prófs og heitir á ensku „Music Production“. Feykir leitaði til Hauks Sindra og fékk hann til að svara nokkrum laufléttum Tón-lystar spurningum.
Meira

Goðdalir – Nýir skagfirskir gæðaostar frá Mjólkursamlagi KS

Nú nýlega settu Mjólkursamlag KS og MS á markaðinn þrjá nýja osta undir yfirheitinu, Goðdalir – Skagfirskir gæðaostar. Um er að ræða ostana Gretti, Reyki og svo að sjálfsögðu Feyki en hann fékkst áður undir nafninu Gull Tindur. Að sögn Jóns Þórs Jósepssonar, framleiðslustjóra Mjólkursamlags KS, þá stendur til að fjölga tegundum í þessari vörulínu.
Meira

Nýr Molduxi er rafrænn á netinu

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hefur enn eina ferðina sent frá sér skólablaðið Molduxa. Að þessu sinni kemur það út á rafrænu formi en blaðið er 40 síður og stútfullt af efni og myndum.
Meira

Fiskibollur með bleikri sósu og eplakaka

Þorgerður Eva Þórhallsdóttir á Sauðárkróki var matgæðingur í 20. tbl. ársins 2018. „Ég hef alltaf haft gaman af að elda og á erfitt með að fylgja uppskrift en hér koma tvær góðar,“ sagði Þorgerður sem bauð upp á fiskibollur með bleikri sósu og íslenskum jurtum og eplaköku með vanillusósu og ís á eftir.
Meira

Búrhvalstarfur í Kálfshamarsvík á Skaga

Á heimasíðu Náttúrustofu Norðurlands vestra segir í gær frá því að búrhvalstarf hafi rekið í Kálfshamarsvík á Skaga. Er þetta annar hvalurinn sem rekið hefur á land á svæðinu á stuttum tíma en ekki er langt síðan að búrhval rak á land við ósa Blöndu. Þessi reyndist um meter lengri en sá fyrri, mældist 13,6 m langur, og virðist nokkuð síðan hann drapst.
Meira

Með landið að láni - Áskorandi Ingvar Björnsson á Hólabaki

Sem bóndi á ég allt mitt undir sól og regni og þeim gæðum sem náttúran færir mér. Bændur framtíðarinnar verða í sömu stöðu og ég en þeir munu einnig eiga sitt undir því hvernig ég og mín kynslóð mun skila landinu áfram til þeirra.
Meira

Stefnt að opnun ÓB í lok mánaðarins

Feykir sagði í vetur frá því að framkvæmdir væru hafnar við uppsetningu á nýrri sjálfsafgreiðslustöð ÓB við Borgarflöt á Sauðárkróki, um það bil á því svæði sem áramótabrenna Króksara er staðsett. Samkvæmt upplýsingum Feykis stefnir Olís að því að opna stöðina nú í lok maí.
Meira