Vilja standa utan þjóðgarðs
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
19.11.2019
kl. 09.59
Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra sem haldinn var þann 14. nóvember sl. var fjallað um fyrirhugaða stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu og tekur sveitarstjórn undir bókun byggðaráðs frá 21. október þess efnis að land innan marka Húnaþings vestra verði ekki hluti af fyrirhuguðum þjóðgarði. Á það bæði við um land í beinni eigu sveitarfélagsins og þjóðlendur í afréttareign innan marka Húnaþings vestra.
Meira