Fréttir

Vilja standa utan þjóðgarðs

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra sem haldinn var þann 14. nóvember sl. var fjallað um fyrirhugaða stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu og tekur sveitarstjórn undir bókun byggðaráðs frá 21. október þess efnis að land innan marka Húnaþings vestra verði ekki hluti af fyrirhuguðum þjóðgarði. Á það bæði við um land í beinni eigu sveitarfélagsins og þjóðlendur í afréttareign innan marka Húnaþings vestra.
Meira

Lesið úr nýjum bókum á bókasafninu á Sauðárkróki

Í kvöld, þriðjudaginn 19. nóvember, munu nokkrir höfundar lesa úr nýútkomnum bókum sínum á bókasafninu á Sauðárkróki og hefst samkoman klukkan 20:00.
Meira

Æskulýðsnefnd Skagfirðings og HSS með uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsambands Skagfirðinga og æskulýðsnefndar Hestamannafélagsins Skagfirðings verður haldin í Ljósheimum föstudaginn 22. nóvember 2019 kl. 20. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú hæst dæmdu kynbótahrossin í hverjum aldursflokki.
Meira

Fyrsti opni íbúafundurinn um fjárhagsáætlun Sv. Skagafjarðar í kvöld

Í kvöld verður fyrsti fundur í röð opinna íbúafunda í Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem tekin verður fyrir fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2020. Einnig verður fjallað um hugmyndir íbúa um áhersluatriði þeirrar í þjónustu, framkvæmdum og ábyrgri fjarmálastefnu.
Meira

SSNV leita að verkefnisstjóra iðnaðar

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, leita eftir einstaklingi til að sinna starfi verkefnisstjóra iðnaðar. Hér er um nýtt og spennandi verkefni að ræða sem hefur það að markmiði að laða fjárfestingar í landshlutann til að fjölga þar störfum, að því er segir í auglýsingu um starfið. Ráða á í starfið til tveggja ára með möguleika á framlengingu. Umsóknarfrestur um starfið er til 2. desember nk.
Meira

Heimsfrumsýna Skógarlíf á Hvammstanga

Leikflokkur Húnaþings vestra setur upp Skógarlíf á aðventunni en þá mun frumskógurinn vakna til lífsins og hægt að fylgjast með magnaðri þroskasögu og ævintýrum Móglí, sem elst upp meðal dýra í skóginum. Skógarlíf er glæný leikgerð eftir Gretu Clough sem unnið hefur til alþjóðlegra verðlauna bæði sem leikskáld og sviðslistamaður. Leikgerðin er byggð á the Jungle Book eftir Rudyard Kipling. En auk þess að skrifa handritið leikstýrir Greta einnig verkinu.
Meira

Öll sveitarfélög á Íslandi verði barnvæn

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, undirrituðu tímamótasamstarfssamning fyrir réttindi barna á Íslandi. Undirritunin fór fram í anddyri Salarins í Kópavogi í morgun.
Meira

Óheiðarlegir hótelgestir á ferli á Norðurlandi

Ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi hafa undanfarið fengið að kenna á tveimur óprúttnum ferðalöngum sem bókað hafa gistingu í nafni breskrar konu, Juliu Hurley, og stungið af frá ógreiddum reikningum ásamt því að hafa á brott með sér verðmæti.
Meira

Einar Andri nýr byggingarfulltrúi

Einar Andri Gíslason hefur verið ráðinn í starf byggingarfulltrúa hjá Sveitarfélaginu Skagafirði til eins árs frá og með 1. desember nk. Tekur hann við af Jóni Erni Berndsen sem gegnt hefur starfi skipulags- og byggingarfulltrúa undanfarin ár. Jón Örn mun frá og með þeim tíma gegna starfi skipulagsfulltrúa þar til ráðið hefur verið í það starf.
Meira

„Á þessu aldursskeiði þarf fólk ekki að lesa annað en það sem það vill“

Það var Ásgerður Pálsdóttir á Geitaskarði í Langadal sem sagði lesendum Feykis frá eftirlætisbókunum sínum í Bók-haldinu í 48. tbl. Feykis 2018. Ásdís segist vera komin í náðarfaðm eftirlaunanna en á sumrin rekur hún ferðaþjónustu á Geitaskarði þar sem hún býr. Ásgerður er alin upp á miklu bókaheimili og segist alla tíð hafa lesið mikið og lesefnið er fjölbreytilegt. Hún er fastagestur á bókasafninu á Blönduósi en auk þess kaupir hún sér bækur reglulega.
Meira