Fréttir

Roðagyllum heiminn - vitundarvakning gegn kynbundnu ofbeldi

Alþjóðasamband Soroptimista hefur barist gegn kynbundnu ofbeldi í áratugi og boðar til 16 daga vitundarvakningar gegn ofbeldi 25. nóvember til 10. desember, en Sameinuðu þjóðirnar hafa valið 25. nóvember dag vitundarvakningar um útrýmingu kynbundis ofbeldis og markar hann jafnframt upphaf 16 daga átaks gegn því. Þessu sérstaka átaki lýkur á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna, 10. desember, sem jafnframt er alþjóðlegur dagur Soroptimista.
Meira

Njarðvík hafði betur í uppgjöri toppliðanna

Stólastúlkur renndu í Njarðvík í gær þar sem þær léku við lið heimastúlkna í Njarðtaks-gryfjunni. Lið Tindastóls náði frábærum 13-0 kafla í öðrum leikhluta en leiddu þó aðeins með tveimur stigum í hléi. Í lokafjórðungnum reyndust Njarðvíkingar sterkari og sigruðu að lokum með tíu stigum, lokatölur 66-56, og náðu þar með toppsæti 1. deildar af liði Tindastóls en bæði lið eru með 12 stig.
Meira

Nemendur lutu í gras fyrir starfsfólki FNV

Árleg golfkeppni nemenda og starfsfólks Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra fór fram á Hlíðarendavelli í haust. Fyrirkomulagið var Texas scramble og hafði starfsfólkið betur að þessu sinni og fékk nöfn sín á bikarinn.
Meira

Mamma Mía á fjalir Bifrastar - Falleg sýning og bráfyndin

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frumsýnir söngleikinn heimsfræga Mamma mía í Bifröst Sauðárkróki föstudaginn 22. nóvember nk. klukkan 20:00. Með hlutverk Donnu fer Rannveig Sigrún Stefánsdóttir, Helena Árnadóttir leikur Sophie og svo eru það pabbarnir, þeir Sam, Bill og Harry en með hlutverk þeirra fara Sæþór Már Hinriksson, Eysteinn Guðbrandsson og Ásbjörn Waage.
Meira

Jólagjafakassi Kiwanisklúbbsins Freyju kominn í sölu

Nú munu Freyjur fara af stað með árlega jólagjafakassann og er innihald hans gómsætt Freyju sælgæti. Allur ágóði sölunnar rennur til góðgerðastarfsemi í heimahéraði, fyrir börnin.
Meira

Jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks

Jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks verður haldið í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 30. nóvember nk. Þetta er stærsta samfélagsverkefni klúbbsins og hefur verið haldið með svipuðum hætti undanfarin ár við frábærar móttökur.
Meira

Klassísk „Sloppy Joe“ og jólaís.

Matgæðingur vikunnar í 46. tbl. Feykis árið 2017 var hinn 23 ára Andri Freyr sem þá hafði búið á Hvammstanga í fjögur ár og starfaði sem kokkur á Heilbrigðisstofnuninni þar en áður hafði hann unnið á veitingastaðnum Sjávarborg. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á matargerð og mikið unnið við hana og elska að læra einhvað nýtt frá öðrum,“ sagði Andri Freyr sem gaf lesendum uppskrift að girnilegum hakkrétti, sem er einföld og hægt að breyta að smekk, og jólalegum Toblerone-ís.
Meira

Höfum eyrun opin - Hlustum á börnin og unglingana :: Áskorendapenninn Ástrós Kristjánsdóttir Melstað Miðfirði

Sem starfsmaður í grunnskóla tel ég mjög mikilvægt að við, sem vinnum með börnum og unglingum, hlustum á þau og mætum þeim á jafningjagrundvelli. Ég vil að nemendurnir í skólanum upplifi að þau geti alltaf nálgast mig ef þau þurfa að létta á hjarta sínu sama hvað bjátar á. Hvort sem eitthvað minniháttar kemur uppá eins og er oft hjá börnunum eða eitthvað stærra og meira sem þau vilja ræða. Ef við bregðumst við strax þegar við sjáum að barni líður illa í skólanum þá er mikið auðveldara að vinna úr málum barnsins frekar en þegar gripið er inní alltof seint.
Meira

Stefnt að uppbyggingu skólamannvirkja í Varmahlíð

Á fundi sveitastjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 13. nóvember sl. var samþykkt viljayfirlýsing þar sem sveitarfélögin Skagafjörður og Akrahreppur samþykkja að stefna að uppbyggingu skólamannvirkja fyrir leik-, grunn- og tónlistarskóla á einum stað í núverandi húsnæði Varmahlíðarskóla. Áður hafði hreppsnefnd Akrahrepps samþykkt viljayfirlýsinguna fyrir sitt leiti á fundi sínum þann 30. október sl.
Meira

Tíu sáu sér fært að mæta á opinn íbúafund á Sauðárkróki

Sveitarfélagið Skagafjörðu hefur haldið tvo opna íbúafundi í vikunni og hafa samtals 15 manns talið ástæðu til að mæta og ræða við sveitarstjórnarfulltrúa um rekstur, þjónustu, framkvæmdir og ábyrga fjarmálastefnu sveitarfélagsins en fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 hefur verið í brennidepli. Fyrri fundurinn var haldinn í Varmahlíð sl. mánudagskvöld en sá síðari á Sauðárkróki á miðvikudag.
Meira