Fréttir

MAST í átaksverkefni vegna afnáms leyfisveitingakerfisins

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar (MAST), undirrituðu í dag samkomulag um átaksverkefni um aukið eftirlit í kjölfar afnáms leyfisveitingakerfis þann 1. janúar nk. vegna innflutnings á tilteknum landbúnaðarafurðum innan EES.
Meira

Í upphafi skyldi endinn skoða

Undirrituð lagði fram fyrirspurn til Byggðarráðs vegna kostnaðar þess hluta Byggðarsafnsins sem staðsettur er á Sauðárkróki. Í svörum meirihluta Byggðarráðs kemur m.a. fram að sveitarfélagið Skagafjörður greiðir ríflega 600.000 krónur í mánaðarlega leigu af Minjahúsinu. Leigugreiðslur eru því komnar vel yfir 10 milljónir af húsi sem áður var í eigu Sveitarfélagsins, þar til makaskipti við Aðalgötu 21 áttu sér stað. Það er því orðið ansi kostnaðarsamt að hafa ekki fundið safninu varanlegan stað áður en Minjahúsinu var ráðstafað. Í svörum kemur einnig fram að ekki er gert ráð fyrir sýningarrými fyrir varanlegar sýningar Byggðarsafnsins í komandi Menningarhúsi. Það er mikilvægt að íbúar sveitarfélagsins séu vel upplýstir um hvernig sameiginlegum fjármunum okkar er varið, því koma fyrirspurnir mínar og svör meirihluta í heild sinni hér:
Meira

Stekkjardalur hlaut umhverfisverðlaun Húnavatnshrepps

Á fjölmennri íbúahátíð Húnavatnshrepps, sem fór fram þann 8. nóvember 2019 voru veitt umhverfisverðlaun Húnavatnshrepps fyrir árið 2019. Á heimasíðu sveitarfélagsins kemur fram að það hafi verið þau Gerður Ragna Garðarsdóttir og Ægir Sigurgeirsson, ábúendur í Stekkjardal, sem hlutu umhverfisverðlaun Húnavatnshrepps fyrir árið 2019.
Meira

Margir keyrðu framhjá slösuðum manni

Lögreglan á Norðurlandi vestra vakti athygli á erfiðum akstursskilyrðum í landshlutanum í kjölfar hlýnandi veðurs á föstudaginn síðasta en mikil hálka myndaðist víða á vegum. Nokkur umferðaróhöpp höfðu þá orðið vegna þess og brýndi lögreglan fyrir ökumönnum að haga akstri í samræmi við aðstæður hverju sinni.
Meira

Kampakátir Tindastólskrakkar á Stefnumóti KA um helgina

Það voru margir spenntir og glaðir krakkar úr knattspyrnudeild Tindastóls sem fóru með foreldrum sínum á Akureyri sl. laugardaginn því í Boganum var haldið glæsilegt fótboltamót sem kallast Stefnumót KA.
Meira

Slæmur þriðji leikhluti reyndist Stólastúlkum dýrkeyptur

Stólastúlkur skelltu sér í Grafarvoginn sl. laugardag og öttu kappi við sprækt lið Fjölnis í 1. deild kvenna í körfunni. Lið Tindastóls kom ákveðið til leiks og var þrettán stigum yfir í hálfleik en heimastúlkur létu það ekki trufla sig og snéru leiknum við í þriðja leikhluta og lönduðu að lokum tíu stiga sigri, lokatölur 77-67.
Meira

Dvergarnir stóðu upp úr á Pollamóti Þórs í körfubolta

Pollamót Þórs í körfuknattleik fór fram í Íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 9. nóvember með pompi og prakt. Eitt hundrað þátttakendur í fimmtán liðum öttu kappi og sáust mörg falleg tilþrif og enn fleiri bros. Þrjú lið komu úr Skagafirðinum Molduxar, Hofsósingurinn og Dvergarnir, sem að lokum stóðu uppi sem sigurvegarar í flokki 25-39 ára.
Meira

Hey Iceland á Vísindi og graut

Lella Erludóttir, markaðsstjóri Ferðaþjónustu bænda, verður með fyrirlestur á Vísindi og grautur í Háskólanum á Hólum 20. nóvember klukkan 13: 00-14: 00 í herbergi 302. Lella mun segja frá Hey Iceland sem er margverðlaunuð ferðaskrifstofa með yfir 30 ára þekkingu á sérþekkingu í ferðalögum á landsbyggðinni.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Hringver í Viðvikursveit

Á landinu þekkjast þrír bæir með þessu nafni. Og það er dálítið skrítið, að allir skuli þeir vera í Norðlendingafjórðungi. Olavius telur Hringver í Ólafsfirði í eyðijarðaskrá sinni við Eyjafjarðarsýslu (O. Olavius: Oekonomiske Reise, bls. 328). Í rekaskrá Hólastóls frá árinu 1296 er sagt, að stóllinn eigi þrjá hluti hvals og viðar í „Hringverzreka“ á Tjörnesi (Dipl. Ísl. II. b., bls. 318). Vafalaust er þetta elzta heimild fyrir Hringversnafninu.
Meira

Heilög hæna og snúðar á eftir

„Þegar mikið er að gera er gott að geta hent í fljótlegan og góðan rétt, nú eða þegar mann langar bara í eitthvað virkilega gott. Rétturinn er fljótlegur og einfaldur og alveg einstaklega djúsí og ekkert mál að græja hann á stuttum tíma. Eftirrétturinn er svo sykurbomba sem slær alls staðar í gegn,“ segir Inga Rut Hjartardóttir sem var matgæðingur í 43. tbl. Feykis 2017. Inga er Skagfirðingur, fædd og uppalin á Sauðárkróki en flutti til Akureyrar með fjölskyldu sinni fyrir nokkrum árum þar sem hún lauk námi í sjávarútvegsfræði og starfar nú sem sjávarútvegsfræðingur hjá Wise lausnum á Akureyri.
Meira