Fréttir

Stiklað á stóru í sögu FNV - Fjörtíu ára fjölbrautaskóli

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra fagnaði þann 21. september sl. 40 ára afmæli sínu með hátíðardagskrá á sal Bóknámshússins að viðstöddum góðum gestum. Fluttar voru ræður og saga skólans rifjuð upp í máli og myndum. Í tilefni tímamótanna mun Feykir birta nokkra pistla um skólann og að þessu sinni stikla á stóru í sögu skólans. Stuðst er við upprifjun þá sem Ingileif Oddsdóttir, skólameistari og Jón F. Hjartarson, fv. skólameistari, flutti á fyrrnefndum afmælisfagnaði.
Meira

Snjalltæki og skólastarf :: Áskorandinn Sólveig Zophoníasdóttir brottfluttur Blönduósingur

Síðastliðinn vetur sótti ég námskeið í orðræðugreiningu. Markmið orðræðugreiningar er, líkt og annarra rannsóknaaðferða, að varpa ljósi á og/eða skapa nýja þekkingu, auka og dýpka og jafnvel breyta skilningi fólks á fyrirbærum. Mig langar í þessum pistli að segja stuttlega frá æfingu í orðræðugreiningu sem ég gerði á námskeiðinu og helstu niðurstöðum.
Meira

Baráttusigur Stólastúlkna í framlengingu gegn Keflavík b

Stólastúlkur spiluðu áttunda leik sinn í 1. deild kvenna í dag þegar b-lið Keflavíkur kom í heimsókn í Síkið. Úr varð hörkuleikur sem var æsispennandi fram á síðustu mínútu en leikurinn var framlengdur. Bæði lið spiluðu öflugan varnarleik og það fór svo í framlengingunni að úrslitin réðust á vítalínunni og lokatölur 73-70.
Meira

Miðstöð endurhæfingar við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki

Það eru gleðitíðindi að heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir hafi ákveðið að komið verði á fót frekari aðstöðu til almennrar endurhæfingar við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki, með allt að fjórum nýjum rýmum. Þannig er komið á móts við óskir stofnunarinnar, en ekki síður heimamanna.
Meira

Vísindin efla alla dáð og mennt er máttur - Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember 2019

Jónas Hallgrímsson var snillingur á marga vegu. Hann var fjölhæfur, listrænn, athugull og framsýnn. Hann var mikill vísindamaður og ólst upp í náinni snertingu við náttúruna í sínum heimahögum. Eftir fyrsta árið við nám í Kaupmannahöfn fann hann sína réttu hillu, náttúruvísindin. Hann helgaði líf sitt skrifum um náttúruvísindi og rannsóknum á náttúru Íslands en einhvern veginn hefur það hlutverk hans fallið í skugga skáldsins, þjóðskáldsins.
Meira

Forvitnileg folaldasteik og fleira gott

Matgæðingar vikunnar í 44. tbl. árið 2017 voru þuau Zanny Lind Hjaltadóttir og Jóhann Hólmar Ragnarsson, bændur á Syðri-Brekku í Húnavatnshreppi. Við skulum gefa þeim orðið: „Sæl öll. Við heitum Zanny og Jói og búum á Syðri-Brekku ásamt börnum okkar þremur. Við rekum þar lítið sauðfjárbú ásamt því að vera að fikra okkur áfram í hrossarækt. Hér á eftir koma nokkrar af uppáhalds uppskriftum fjölskyldunnar, við vonum að þið prófið og líkið vel,“ segja matgæðingarnir okkar.
Meira

Stólastelpur mæta Keflavík B í Síkinu á morgun, laugardaginn 16. nóv. kl. 16:30

Það er skyldumæting í Síkið á morgun, laugardaginn 16. nóvember, þegar Stólastelpur mæta stelpunum í Keflavík B. Stólaselpur eru að keppa sinn áttunda leik í 1. deildinni. Þessi tvö lið mættust í Keflavík þann 12. október og unnu stelpurnar í Keflavík 82:72 í þeim leik. Stólastelpur eru, eins og stendur, í öðru sæti í deildinni á eftir Keflavík B en þær eiga leik til góða. Þetta verður því æsispennandi leikur á morgun og hvetjum við alla sem geta að mæta í Síkið á morgun kl. 16:30 og styðja stelpurnar okkar til sigurs. Áfram Tindastóll.
Meira

Ekkert óráð á „óráðstefnu"

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra var haldinn á Laugarbakka í Miðfirði sl. þriðjudag, 12. nóvember. Þetta er í fjórða sinn sem ferðamálafélögin á Norðurlandi vestra, í samvinnu við SSNV, efna til sameiginlegs fundar þar sem fulltrúar þeirra hittast og bera saman bækur sínar ásamt því að hlýða á innlegg frá gestafyrirlesurum.
Meira

Leitað að fólki til að manna stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls

Enginn bauð sig fram til stjórnarsetu á aðalfundi knattspyrnudeildar Tindastóls sem fram fór í Húsi frítímans í gærkvöldi og var því boðað til framhaldsaðalfundar síðar eftir að aðrir dagskrárliðir höfðu verið afgreiddir. Mikill viðsnúningur í rekstri deildarinnar.
Meira

Gærurnar gefa fortjöld til Félagsheimilisins

Gærurnar, hópur kvenna sem heldur úti nytjamarkaði á Hvammstanga og lætur ágóðann jafnan renna til þarfra máli í samfélaginu, gáfu á dögunum ný fortjöld til Félagsheimilisins á Hvammstanga. Eru þau sérframleidd í Bretlandi samkvæmt ströngustu kröfum um eldvarnir og hljóðvist, endingu og ljósmengunarútilokun.
Meira