Fréttir

Stólarnir stálu stigi á Kópavogsvelli

57 áhorfendur sáu lið Tindastóls stela nettu stigi þegar strákarnir gerðu 3-3 jafntefli gegn liði Augnabliks í 3. deildinni í dag. Kópavogspiltarnir voru lengstum betra liðið en Stólarnir sýndu hörku karakter og neituðu að lúta í gras og uppskáru jöfnunarmark í uppbótartíma. Stig sem gæti reynst dýrmætt þegar talið verður upp úr kössunum í haust – eða þannig.
Meira

Ef það er ekki gaman, þá er leiðinlegt:: Áskorandapenninn Júlíus Róbertsson, Hrútafirði

Rassmass, minn uppáhalds frændi, skoraði á mig að skrifa pistil og ber ég honum litlar þakkir fyrir. Þó yljaði það mér um minn beina haus að heyra hversu beinn honum þykir hann vera. Tel ég að hann hafi beinkast mikið eftir því sem höfuðhárunum fækkaði, aldurinn hækkaði og bumban stækkaði. Ég er ekki sammála því að hans perulaga haus sé ekki beinn. Þetta er allt spurning um hvernig maður lítur á hausana.
Meira

Kúskerpi í Blönduhlíð - Torskilin bæjarnöfn

Sú elzta heimild, sem jeg hef fundið um þetta bæjarnafn, er vitnisburðarbrjef um hundraðatal á jörðinni Kúskerpi, dagsett 24. Maí 1442 (Dipl. Ísl. IV. b., 625). Bæjarnafnið er í frumriti brjefsins, sem er til í Handritasafni Árna Magnússonar, nákvæmlega stafsett, eins þá, sem nú: Kúskerpi.
Meira

Kammersveitin Elja í Miðgarði 30. júlí

Kammersveitin Elja kemur fram í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði fimmtudaginn 30. júlí kl. 20. Miðaverð er 2500 kr., 2000 kr. fyrir námsmenn, öryrkja og eldri borgara, en frítt er fyrir 15 ára yngri. Hægt verður að kaupa miða við hurð. Þetta verða fyrstu tónleikar sveitarinnar í tónleikaferð hennar um landið, nánari upplýsingar um miðasölu og tónleikaferðina í heild má nálgast hér.
Meira

Sterkt að hafa viljayfirlýsingu við stjórnvöld - Koltrefjaverksmiðja í Skagafirði

Í endaðan maí síðastliðnum skrifuðu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu koltrefjaframleiðslu í Skagafirði. Í frétt um málið sagði að viljayfirlýsingin samræmist stefnu stjórnvalda um eflingu nýfjárfestingar í íslensku atvinnulífi og samkeppnishæfni Íslands á sviði nýfjárfestingar, sérstaklega á dreifbýlum svæðum líkt og á Norðurlandi vestra.
Meira

Drangeyjarbryggjan ónýt

Í vonda veðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku, um miðjan júlí, vildi ekki betur til en svo að flotbryggjan við Drangey losnaði og er nú gjörónýt. Er því ófært út í eyju eins og staðan er í dag og ljóst að mikið tjón hefur orðið fyrir ferðaþjónustuaðilann í eyjunni, Drangeyjarferðir.
Meira

Norðanátt og kólnandi veður næstu daga

Veðurútlitið næstu daga minnir frekar meira á haustspá en sumarspánna sem við óskum eftir. „Norðan­átt­in ger­ir sig aft­ur heim­an­komna um helg­ina og verður all­hvöss norðvest­an til og á Suðaust­ur­landi. Henni fylg­ir að venju úr­koma, nú í formi rign­ing­ar með svölu veðri á norðan- og aust­an­verðu land­inu en úr­komu­mest verður á sunnu­dag,“ seg­ir veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands í hug­leiðing­um sín­um um veðrið næstu daga.
Meira

Orðsending til sláturleyfishafa

Stjórn Félags sauðfjárbænda í Austur-Húnavatnssýslu fagnar þeim tíðindum að samruni Kjarnafæðis og Norðlenska sé í farvegi. Vonandi hefur þessi samruni í för með sér hagræðingu sem getur skilað sér í hærra afurðaverði til sauðfjárbænda. Stjórnin hvetur alla sláturleyfishafa til að borga ekki lægra verð heldur en viðmiðunarverð Landssamtaka sauðfjárbænda á komandi sláturtíð (viðmiðunarverð birt á heimasíðu LS, 16. júlí 2020).
Meira

Stuðmenn á Hvammstanga í kvöld

Áfram heldur stuðið á Eldi í Húnaþingi á Hvammstanga. Stuðmenn, ein ástsælasta hljómsveit landsins, heldur tónleika í Félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld, á þriðja degi Elds í Húnaþingi. Húsið opnar klukkan 20 en tónleikarnir sjálfir hefjast hálftíma síðar og standa til 23. Aldurstakmark er 18 ár og Eldsbarinn verður á staðnum.
Meira

Undurfagurt spilerí Ásgeirs og Júlíusar í Sauðárkrókskirkju

Vestur-Húnvetningarnir Ásgeir Trausti og Júlíus Aðalsteinn mættu í Sauðárkrókskirkju í gær og sungu og léku undurfagra tónlist sína af einstakri list. Þetta var í fyrsta skipti sem Ásgeir heldur tónleika á Króknum. Kirkjan var sneisafull og ekki var annað að sjá en kirkjugestir hafi notið frábærs flutnings á lágstemmdum lögum Ásgeirs.
Meira