Fréttir

Nes listamiðstöð óskar eftir samstarfi við sveitarstjórn um þróun listamiðstöðvarinnar

Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar í gær, 13. nóvember, var lagt fram erindi frá Nes listamiðstöð þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélgaið um þróun listamiðstöðvarinnar og hliðargreinar henni tengdar.
Meira

Ferðamenn fastir á Kili

Félagar í Björgunarfélaginu Blöndu voru í gær kallaðir út til aðstoðar ferðamönnum sem fest höfðu bíla sína á Kjalvegi. Var fólkið á tveimur bílum sem sátu fastir við Dúfunefsfell, skammt norðan Hveravalla, og var annar bílanna bilaður.
Meira

Saga Donnu Sheridan-Mamma mía á fjalir Bifrastar

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frumsýnir söngleikinn heimsfræga Mamma mía í Bifröst Sauðárkróki föstudaginn 22. nóvember nk. klukkan 20:00. Með hlutverk Donnu fer Rannveig Sigrún Stefánsdóttir, Helena Árnadóttir leikur Sophie og svo eru það pabbarnir, þeir Sam, Bill og Harry en með hlutverk þeirra fara Sæþór Már Hinriksson, Eysteinn Guðbrandsson og Ásbjörn Waage.
Meira

Stólarnir í öðru sæti eftir hörkuleik við Hauka

Lið Tindastóls og Hauka mættust í kvöld í Síkinu í 7. umferð Dominos-deildarinnar. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn og mátti reikna með miklum baráttuleik eins og jafnan þegar Hafnfirðingar mæta í Síkið. Sú varð enda raunin og var leikurinn fjörugur og hart tekist á. Heimamenn náðu þó snemma yfirhöndinni og þrátt fyrir nokkur áhlaup Haukanna þá dugði það ekki til að koma Stólunum úr jafnvægi og fór svo að lokum að lið Tindastóls sigraði með 12 stiga mun. Lokatölur 89-77.
Meira

Haukarnir mæta í Síkið í kvöld

Aldrei þessu vant verður spilaður körfubolti á Króknum á miðvikudagskvöldi en það er lið Hauka úr Hafnarfirði sem sækir lið Tindastóls heim í 7. umferð Domonos-deildar karla í kvöld og hefst leikurinn kl. 19:15. Ástæðan er sú að annað kvöld, fimmtudagskvöld, spilar íslenska kvennalandsliðið landsleik í körfubolta og að sjálfsögðu ekki leikið í Dominos-deildinni á landsleiksdegi.
Meira

Varasamir tölvupóstar frá Blönduósbæ

Tölvuhakkari hefur komist inn á tölvupóst starfamanns á skrifstofu Blönduósbæjar og hefur sent út pósta sem lítur út eins og um sé að ræða reikning frá Blönduósbæ.
Meira

Rabb-a-babb 180: Sigga Garðars

Nafn: Sigríður Sigurbjörg Garðarsdóttir. Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Foreldrar mínir voru hjónin Svanhildur Steinsdóttir bóndi og skólastjóri og Garðar Björnsson bóndi og rollusál Neðra-Ási og hjá þeim er ég alin upp, í dalnum sem Guð elskar. Hvar og hvenær sástu núverandi maka þinn fyrst? Hann var að spila á balli á Hlíðarhúsinu, sennilega 1967 eða 8. Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Sjaldan flýtir asinn.
Meira

Kynningarfundir um hrútakost

Búnaðarsambönd landsins standa á næstunni fyrir kynningarfundum í kjölfar útgáfu á nýrri hrútaskrá í samstarfi við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Aðalumfjöllunarefni fundanna er kynning á hrútakosti sæðingastöðvanna en auk þess eru fundirnir kjörinn vettvangur til að ræða ræktunarstarfið í sauðfjárræktinni að því er segir í frétt á vef Bændablaðsins, bbl.is. Haldnir verða fjórir fundir á svæði Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda og Búnaðarsambands Skagfirðinga; í Sævangi í Steingrímsfirði, í Ásbyrgi á Laugarbakka, í sal BHS á Blönduósi og í Tjarnarbæ í Skagafirði.
Meira

Er áhugi á stofnun rafíþróttadeildar?

Er barnið þitt að loka sig af inni í herbergi til að spila tölvuleiki í fleiri klukkustundir á dag? Hafa hefðbundnar íþróttir ekki vakið áhuga hjá þínu barni? Þú vilt væntanlega allt það besta fyrir þitt barn. Ég er eins og er að vinna í kynningu sem ég mun kynna fyrir stjórn Tindastóls í næsta mánuði. Kynningin snýr að stofnun rafíþróttadeildar þar sem krakkar fá tækifæri til að iðka áhugamál sitt sem íþrótt og fá að læra að spila tölvuleiki á heilbrigðan hátt með öðrum krökkum og eignast þannig fleiri vini.
Meira

Samningar um sóknaráætlanir undirritaðir í gær

Í gær voru undirritaðir nýir sóknaráætlanasamningar við átta landshlutasamtök sveitarfélaga. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúar landshlutasamtakanna, þar á meðal Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV, undirrituðu samningana við hátíðlega athöfn í Ráðherrabústaðnum. Grunnframlag ríkisins til samninganna árið 2020 nemur 716 milljónum króna en alls nema framlögin 929 milljónum króna með viðaukum og framlagi sveitarfélaga.
Meira