Ekki þörf á framlengingu í Mustad-höllinni í Grindavík
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
21.03.2018
kl. 09.31
Það voru nú flestir sem reiknuðu með að önnur viðureign Tindastóls og Grindavíkur, sem fram fór í gærkvöldi, yrði mikill baráttuleikur og jafnvel æsispennandi. Stólarnir mættu hinsvegar vel stemmdir í leikinn og baráttan var að mestu þeirra því leikurinn var ekki verulega spennandi þegar á leið þar sem heimamenn í Grindavík voru hreinlega ekki á sömu blaðsíðu og Stólarnir. Þegar upp var staðið höfðu okkar menn sigrað með 31 stigs mun. Lokatölur 83-114.
Meira