Þrjár skagfirskar í æfingahóp U20 í körfuboltanum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
06.04.2018
kl. 09.05
U20 ára lið kvenna í körfubolta tekur þátt í Evrópukeppni FIBA Europe í byrjun júlí í sumar. Þrjár skagfirskar stúlkur voru valdar af Finni Jónssyni landsliðsþjálfara í 25 manna æfingahóp leikmanna sem kemur saman eftir miðjan maí til æfinga. Endanlega lið verður svo valið í kjölfarið úr þeim hópi en hópurinn er skipaður leikmönnum sem fæddir eru 1998 og 1999. Aðstoðarþjálfari liðsins verður Hörður Unnsteinsson.
Meira