Íþróttir

Þrjár skagfirskar í æfingahóp U20 í körfuboltanum

U20 ára lið kvenna í körfubolta tekur þátt í Evrópukeppni FIBA Europe í byrjun júlí í sumar. Þrjár skagfirskar stúlkur voru valdar af Finni Jónssyni landsliðsþjálfara í 25 manna æfingahóp leikmanna sem kemur saman eftir miðjan maí til æfinga. Endanlega lið verður svo valið í kjölfarið úr þeim hópi en hópurinn er skipaður leikmönnum sem fæddir eru 1998 og 1999. Aðstoðarþjálfari liðsins verður Hörður Unnsteinsson.
Meira

Stólarnir sóttu sigur í Breiðholtið

Fyrsti leikurinn í undanúrslitaeinvígi ÍR og Tindastóls fór fram í Breiðholtinu í gærkvöldi. Það var trú flestra spekinga að þetta væri gott tækifæri fyrir Stólana að stela heimavallarréttinum af vængbrotnu liði ÍR sem leikur fyrstu tvo leikina gegn Tindastóli án Ryan Taylor sem er í leikbanni. Þetta tókst strákunum, sem unnu mikilvægan sigur gegn baráttuglöðum ÍR-ingum, en þrátt fyrir að leiða nánast allan leikinn og hafa oft náð góðu forskoti þá hengu heimamenn inni í leiknum fram á síðustu sekúndur. Lokatölur 82-89 og Stólarnir 1-0 yfir í einvíginu.
Meira

Jón Gísli lagði upp seinna mark Íslands

Jón Gísli Eyland leikmaður Tindastóls er þessa dagana erlendis með U16 ára landsliði Íslands en í gær lék liðið gegn Eistlandi. Jón Gísli var í byrjunarliðin, lék á miðjunni og lagði upp seinna mark Íslands í 2-1 sigri. Næsti leikur er gegn Litháen á morgun en leikið er í Gargzdai í Litháen.
Meira

Skráning hafin á Landsmótið

„Landsmótið er nýjung fyrir alla sem hafa gaman af því að hreyfa sig. Ég sé fyrir mér að þarna geti vinahópar komið saman og skemmt sér í íþróttum, gamlir skóla- eða íþróttafélagar fá tækifæri til að rifja upp taktana í brennibolta, skokkhópar geta sprett úr spori og prófað nýjar greinar. Þarna verður einnig hefðbundin keppni í fjölda greina og um að gera að kynna sér hvað er í boði“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands (UMFÍ). Í gær var opnað fyrir skráningu á Landsmótið sem verður dagana 12. – 15. júlí á Sauðárkróki.
Meira

Ívar Ásgríms fór á skíði í Tindastól

Það vakti athygli um helgina að Ívar Ásgrímsson, þjálfari mfl. karlaliðs Hauka í körfuboltanum, skellti sér á skíði í Tindastól en það ku veita á gott í baráttu liðsins í Domino´s deildinni. Eftir misjafnt gengi Haukana á síðasta tímabili fór hann í skíðaferð undir lok tímabils, kom til baka og liðinu fór að ganga betur, eins og segir á Karfan.is.
Meira

170 þátttakendur gengu á Skíðagöngumóti í Fljótum

Það er ekki laust við að það hafi orðið ansi hressileg fólksfjölgun í Fljótum í Skagafirði í gær þegar fram fór hið árlega skíðagöngumót Fljótamanna. Á Facebook-síðu mótsins segir að mótið hafi verið algerlega ótrúlegt en um 170 þátttakendur gengu í blíðu og gleði.
Meira

Það væsir ekki um skíðafólk í Skagafirði

Það er hið ágætasta veður á Norðurlandi vestra í dag, reyndar skýjað en vindur lítill og hiti yfir frostmarki. Það ætti því ekki að væsa um skíðakappa sem ýmist renna sér til ánægju á skíðasvæðinu í Tindastóli eða taka þátt í árlegu skíðagöngumóti í Fljótum sem hófst nú kl. 13:00.
Meira

Tindastólsmenn heimsækja Breiðholtið í fyrsta undanúrslitaleiknum þann 4. apríl

Það varð loks ljóst í gærkvöldi hverjir yrðu andstæðingar Tindastóls í undanúrslitum Dominos-deildarinnar þegar deildarmeistarar Hauka mörðu spræka Keflvíkinga í oddaleik í Hafnarfirði. Þar sem þau fjögur lið sem enduðu í efstu fjórum sætunum í deildinni eru öll komin áfram þá mæta Haukar liðinu í fjórða sæti, KR, og ÍR, sem vermdi annað sætið, fær lið Tindastóls í heimsókn.
Meira

Randsokkaðir Molduxar halda vormót sitt 12. maí

Nú er síðasti sjens að kaupa sokka til styrktar Mottumars en síðasti söludagur sokkanna er í dag, mánudaginn 26. mars. Hægt er að nálgast sokkana í mörgum verslunum landsins sem og á vefverslun Krabbameinsfélags Íslands. Körfuboltafélagið Molduxar fékk sér þessa líka æðislegu sokka og hvetur önnur félög og hópa að gera það sama.
Meira

Stólarnir bitu Grindvíkinga af sér og eru komnir í undanúrslit

Um 650 manns mættu í Síkið í kvöld til að sjá þriðju viðureign Tindastóls og Grindavíkur í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Ljóst var að með sigri næðu Stólarnir að senda Suðurnesjapiltana í snemmbúið sumarfrí en lið Tindastóls hafði unnið fyrri leiki liðanna. Það var því næsta víst að gestirnir kæmu baráttuglaðir til leiks, staðráðnir í að framlengja einvígið. Leikurinn var æsispennandi og jafn, gestirnir oftar en ekki með frumkvæðið, en þegar leið að lokum þá reyndust Stólarnir sleipari á svellinu og unnu frábæran sigur, 84-81, og eru því komnir í undanúrslitin.
Meira