Íþróttir

Komnir í mark

Félagarnir í Team Drangey, eða Hjólreiðafélaginu Drangey, eru nú komnir í mark í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon eftir að hafa hjólað 1358 km kringum landið. Liðið varð það 47. í röðinni hjá 10 manna liðum á tímanum 44:12:28.
Meira

Nýprent Open, barna- og unglingamótið í golfi

Barna- og unglingamót Golfklúbbs Sauðárkróks, Nýprent Open, verður haldið sunnudaginn 25. júní nk. og er það fyrsta mót sumarsins í Norðurlandsmótaröðinni.
Meira

Stefnir í fjölmennt Landsbankamót

Landsbankamót Tindastóls fer fram á Sauðárkróki dagana 24. og 25. júní næstkomandi og stefnir allt í að mótið verði hið fjölmennasta hingað til. Á mótinu keppa stelpur í 6.flokki og fjölgar keppnisliðum ár frá ári. Nú eru rúmlega 100 lið skráð til leiks frá um 20 félögum. Liðin mæta á staðinn á föstudagskvöld en keppni hefst á laugardagsmorgun og lýkur á sunnudag með úrslitaleikjum og afhendingu verðlauna. Á laugardagskvöld verður haldin kvöldvaka þar sem Salka Sól kemur og skemmtir áhorfendum.
Meira

Þekktur golfkennari í heimsókn

Hinn þekkti golfkennari, John R. Garner, mun verða í heimsókn hjá golfklúbbunum á Sauðárkróki og á Blönduósi af og til í sumar, fyrst nú í vikunni, og sinna þar kennslu.
Meira

Team Drangey tekur þátt í WOW Cyclothon 2017

WOW Cyclothon, sem er stærsta götuhjólreiðakeppni á íslandi, fer fram dagana 20.-23. júní næstkomandi. Hjólað er hringinn í kringum Ísland með boðsveitarformi þar sem liðsfélagar skipta á milli sín kílómetrunum 1358. Team Drangey, sem Skagfirðingar skipa, tekur þátt í ár. Að sögn Péturs Inga Björnssonar eins úr Drangeyjarhópnum er grunnur liðsins úr því liði sem tók þátt 2015 en hét þá Team Tengill. „Við erum fimm úr því liði að fara að keppa aftur og fimm bætast við. Við tókum ákvörðun um að halda þessu á Króknum og menn héðan eru í liðinu fyrir utan staðarhaldarann á Hólum.“
Meira

Fyrsta stigið lætur bíða eftir sér

Ekki náðu stelpurnar í Tindastóli að krækja í sín fyrstu stig í 1. deildinni í fótbolta á Sauðárkróksvelli í gær þegar Víkingur Ólafsvík kom í heimsókn. Þrátt fyrir færi á báða bóga kom aðeins eitt mark í leiknum sem gestirnir skoruðu. Það var snemma í leiknum, eða á 11. mínútu, sem Fehima Líf Purisevic í liði Víkings skoraði snyrtilegt mark utarlega í vítateig eftir ágætan samleik. Færið virtist ekki ýkja hættulegt en boltanum kom Fehima yfir Didu í markinu og í vinstra hornið.
Meira

Smábæjarleikarnir á Blönduósi um helgina

Smábæjarleikar Arionbanka verða haldnir á Blönduósi helgina 17.-18. júní. Smábæjarleikarnir eru knattspyrnumót sem hugsað er fyrir félagslið minni bæjarfélaga úti á landi, bæði stelpur og stráka í 5., 6., 7. og 8. flokki og er þetta í 14. sinn sem leikarnir eru haldnir. Spilað er í riðlakeppni á laugardag og sunnudag en tekið er á móti liðum á föstudag.
Meira

Arnar Geir sigraði í opna Friðriksmótinu

Opna minningarmót Friðriks J. Friðrikssonar læknis á Sauðárkróki var haldið á Hlíðarendavelli laugardaginn 10.júní sl. Keppnisfyrirkomulagið var höggleikur með forgjöf í einum opnum flokki og komu keppendur víðsvegar að af landinu.
Meira

Ísak Óli með silfur

Skagfirðingurinn Ísak Óli Traustason vann til silfurverðlauna í tugþraut á Norðurlandamóti unglinga U23 í fjölþrautum sem fram fer í Kuortane í Finnlandi nú um helgina. Fimm íslenskir keppendur eru þátttakendur í mótinu. Að loknum fyrri deginum voru tveir Íslendingar í tveimur efstu sætunum í tugþraut, þeir Tristan Freyr Jónsson úr ÍR sem var á toppnum og Ísak Óli sem fylgdi fast á eftir honum.
Meira

Ragnar Þór með þrennu í fyrsta sigri Stólunna

Tindastólsmenn gerðu góða ferð á Egilsstaði í gær þar sem þeir mættu liði Hattar í sjöttu umferð 2. deildar. Stólarnir höfðu enn ekki unnið leik í deildinni, reyndar verið fjári óheppnir, en lið Hattar hafði unnið einn leik, gert þrjú jafntefli og tapað einum áður en Stólarnir komu í heimsókn. Gestirnir gerðu sér lítið fyrir og stungu af með öllu stigin en Ragnar Þór Gunnarsson gerði öll mörk Tindastóls í 1-3 sigri.
Meira