Íþróttir

Mikið um að vera á Landsmóti

Nú er annar dagur Landsmótsins hafinn og hefur það farið vel af stað. Talsverður fjöldi fólks er mættur á Sauðárkrók til þess að taka þátt í viðburðum helgarinnar og á sá fjöldi væntanlega eftir að margfaldast þegar líður á daginn.
Meira

Hvíti riddarinn lagður að velli í Mosfellsbæ

Stelpurnar í Tindastól mættu Hvíta riddaranum á svampblautum velli Tungubakka í Mosfellsbæ sl. miðvikudagskvöld og kræktu sér í þrjú stig. Stólar voru mun betri aðilinn í leiknum en náðu ekki að skora nema þrjú mörk á móti einu heimamanna. Með sigrinum styrktu þær stöðu sína á toppnum með 18 stig, þremur fleiri en Augnablik sem á einn leik til góða.
Meira

Húsvíkingar stálu öllum stigunum í uppbótartíma

Lið Tindastóls skutlaðist til Húsavíkur í gær og spilaði þar við heimamenn í Völsungi. Eftir hörkuleik þar sem Stólarnir voru mun sterkari aðilinn voru það hinsvegar heimamenn sem potuðu inn eina marki leiksins í uppbótartíma og svekkjandi tap því staðreynd.
Meira

Landsmótið hafið á Sauðárkróki

Landsmótið á Sauðárkróki hófst í morgun með þriggja tinda göngu en þar er eiga þátttakendur að ganga á þrjá fjallstoppa, Mælifell, Tindastól og Molduxa, innan tólf klukkustunda. Klukkan 10 hefst svo pútt fyrir alla á Hlíðarendavelli en þar er ekki krafist skráningar og allir geta tekið þátt. Morgundagurinn verður svo þéttskipaður dagskrá frá morgni til kvölds.
Meira

Lamanna með fjögur mörk í sigri heimamanna

Tindastólsmenn tóku á móti Huginn, laugardaginn 7. júlí, á Sauðárkróksvelli. Stefan Antonio Lamanna skoraði fjögur mörk og Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson skoraði eitt mark.
Meira

Stólastelpur á toppinn

Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls kvenna tylltu sér á topp 2. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu með sigri á Gróttu á heimavelli í gær. Stólar lentu tvisvar undir en eftir mikla eftirfylgni náðu okkar stelpur að jafna og komast yfir og unnu verðskuldaðan sigur. Strax á 11. mínútu kom markahrókurinn Taciana Da Silva Souza gestunum yfir en Guðrún Jenný Ágústsdóttir jafnharðan skömmu síðar eða á þeirri 14. Taciana endurtók leik sinn 8 mínútum síðar og kom Gróttu yfir á ný en það sætti Murielle Tiernan sig ekki við og jafnaði leikinn á ný og þannig var staðan í hálfleik, 2-2.
Meira

Meistaramóti GSS 2018 lauk nú um helgina

Meistaramót Golfklúbbs Sauðárkróks í flokki fullorðinna var haldið dagana 4-7. júlí og var keppt í nokkrum flokkum. Þátttaka var með ágætum í flestum þeirra og veðrið ágætt alla dagana þrátt fyrir misvísandi veðurspár. Spilaðar voru 72 holur á fjórum dögum í öllum flokkum nema öldungaflokki kvenna þar sem spilaðar voru 54 holur.
Meira

Slógu met á Meistarmóti Íslands í frjálsum 11-14 ára

Meistarmót Íslands, 11-14 ára, í frjálsum íþróttum var haldið á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum helgina sl. og átti USAH þar tvo fulltrúa, þær Aðalheiði Ingvarsdóttur og Unni Borg Ólafsdóttur, sem kepptu í flokki 12 ára. Þátttakendur á mótinu voru um 150 frá 14 félögum víðsvegar að af landinu. Frá þessu er sagt á Húna.is í gær. Stúlkurnar stóðu sig báðar með prýði og bættu sín persónulegu met í flestum greinum.
Meira

Markaveisla á Sauðárkróksvelli

Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls nældu sér í þrjú örugg stig á laugardaginn með 7-2 sigri á sameiginlegu liði Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis. Murielle Tiernan skoraði fjögur mörk, Krista Sól Nielsen var með tvö mörk og Vigdís Edda Friðriksdóttir skoraði eitt mark.
Meira

Leikmaður Tindastóls valinn í æfingahóp fyrir úrtaksæfingar hjá U16 karla í knattspyrnu

Landsliðsþjálfararnir, Davíð Snorri Jónasson og Þorvaldur Örlygsson, hafa tilkynnt hópa fyrir úrtaksæfingar U16 og U18, sem fara fram helgina 6. og 7. júlí. Jón Gísli Eyland Gíslason, leikmaður Tindastóls, hefur verið valinn í æfingahóp fyrir úrtaksæfingar U16.
Meira