Íþróttir

Krækjur unnu sig upp í aðra deild

Síðasta keppnishelgi Íslandsmótsins í Blaki fór fram um síðustu helgi. Krækjur frá Sauðárkróki spiluðu sína síðustu fimm leiki í 3. deild á Neskaupstað og náðu að knýja fram fjóra sigra en einn leikur tapaðist. Birnur Bombur frá Hvammstanga léku á Ísafirði og Birnur A í Kópavogi.
Meira

Þrjú frá Tindastól í landsliðshópi í frjálsum

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur birt landsliðshóp sinn fyrir 2018 en í honum eru þrír Skagfirðingar, Ísak Óli Traustason í grindahlaupi og fjölþraut, Jóhann Björn Sigurbjörnsson í spretthlaupum og Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir í hástökki.
Meira

Rúnar Már sjóðheitur í svissneska boltanum og settann í sammarann

Króksarinn Rúnar Már Sigurjónsson var á dögunum ekki valinn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni nú í landsliðsglugganum. Hann minnti þó á sig í kjölfarið því um helgina gerði hann glæsimark og lagði upp sigurmark í leik St. Gallen gegn fyrrverandi félögum hans í Grasshoppers í efstu deildinni í Sviss.
Meira

Ekki þörf á framlengingu í Mustad-höllinni í Grindavík

Það voru nú flestir sem reiknuðu með að önnur viðureign Tindastóls og Grindavíkur, sem fram fór í gærkvöldi, yrði mikill baráttuleikur og jafnvel æsispennandi. Stólarnir mættu hinsvegar vel stemmdir í leikinn og baráttan var að mestu þeirra því leikurinn var ekki verulega spennandi þegar á leið þar sem heimamenn í Grindavík voru hreinlega ekki á sömu blaðsíðu og Stólarnir. Þegar upp var staðið höfðu okkar menn sigrað með 31 stigs mun. Lokatölur 83-114.
Meira

Magnaður sigur í Grindavík í kvöld

Tindastólsmenn gerðu sér lítið fyrir í kvöld og unnu stórsigur á liði Grindavíkur suður með sjó en lokatölur voru 114-83. Staðan í einvígi liðanna er því 2-0 fyrir Tindastól en þriðji leikur liðanna verður í Síkinu á föstudaginn og þá gefst Stólunum færi á að klára rimmuna.
Meira

Thelma ráðin verkefnastjóri Landsmótsins

Thelma Knútsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Landsmótsins sem fram fer á Sauðárkróki í sumar. Á heimasíðu UMFÍ kemur fram að Thelma sé með meistaragráðu í verkefnastjórnun frá Marymount University í Virginíu í Bandaríkjunum. Einnig er hún á heimavelli þar sem hún býr á Sauðárkróki.
Meira

Stólarnir sýndu alvöru karakter í Síkinu

Fyrsti leikurinn í einvígi Tindastóls og Grindavíkur fór fram í Síkinu í gærkvöldi og reyndist æsispennandi. Stemningin var mögnuð frá fyrstu mínútu og jókst með hverri mínútunni sem leið. Stólunum tókst að jafna skömmu fyrir lok venjulegs leiktíma með ótrúlegri blakkörfu Arnars og í framlengingu reyndust heimamenn sterkari og sigruðu að lokum 96–92 og náðu því yfirhöndinni í rimmu liðanna.
Meira

Pétur í úrvalsliði seinni umferðar Dominos-deildarinnar

Síðasta umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta var leikin sl. fimmtudagskvöld og luku Tindastólsmenn keppni með góðum sigri gegn Stjörnunni. Líkt og oft áður í vetur átti landsliðskappinn og leikstjórnandi Tindastóls, Pétur Rúnar Birgisson, góðan leik líkt og var í hinum ágæta skemmtiþætti, Dominos-kvöldi á Stöð2Sport, valinn í úrvalslið Dominos-deildarinnar í seinni umferð deildarkeppninnar.
Meira

Formannslaus knattspyrnudeild

Framhaldsaðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls var haldinn sl. miðvikudag í Árskóla að viðstöddu fjölmenni. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundastörf deildarinnar, þar sem ársreikningur deildarinnar var m.a. kynntur en ekki tókst að mynda stjórn. Eftir að formaður deildarinnar sagði af sér fyrir skömmu hefur ekki fundist neinn aðili sem tilbúinn er að fylla það skarð. Sama má segja um stjórnina, enginn gaf sig fram og fer því framkvæmdastjóri deildarinnar, Jón Stefán Jónsson, með umboð hennar og formanns.
Meira

Þriðja sætið staðreynd eftir stórsigur á Stjörnunni

Tindastóll og Stjarnan mættust í lokaumferð Dominos-deildarinnar í Síkinu í kvöld. Stólarnir höfðu tapað í tvíframlengdum steinbít í Njarðvík á mánudagskvöldið en í sömu umferð höfðu Garðbæingar kjöldregið Keflvíkinga. Það var því mikilvægt fyrir Stólana að eiga góðan leik í kvöld og komast á sigurbraut fyrir úrslitakeppnina. Það gerðu þeir svo sannarlega eftir flotta frammistöðu í síðari hálfleik og niðurstaðan tuttugu stiga sigur. Lokatölur 87-67.
Meira