Íþróttir

Ragnar Þór með þrennu í fyrsta sigri Stólunna

Tindastólsmenn gerðu góða ferð á Egilsstaði í gær þar sem þeir mættu liði Hattar í sjöttu umferð 2. deildar. Stólarnir höfðu enn ekki unnið leik í deildinni, reyndar verið fjári óheppnir, en lið Hattar hafði unnið einn leik, gert þrjú jafntefli og tapað einum áður en Stólarnir komu í heimsókn. Gestirnir gerðu sér lítið fyrir og stungu af með öllu stigin en Ragnar Þór Gunnarsson gerði öll mörk Tindastóls í 1-3 sigri.
Meira

Minningarmót um Friðrik J. Friðriksson

Haldið verður opið golfmót á Hlíðarendavelli á morgun til minningar um Friðrik lækni, einn af frumkvöðlum golfiðkunar á Sauðárkróki. Opið fyrir skráningu á golf.is til klukkan 20:00 í kvöld.
Meira

Skíðadeild Tindastóls fær háan styrk

Á fundi byggðarráðs Svf. Skagafjarðar í vikunni var lagt fram bréf frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, varðandi styrkumsókn Skíðadeildar Umf. Tindastóls til samtakanna að upphæð 40 milljónir króna. Var erindið tekið fyrir í stjórn SSNV þann 9. maí 2017.
Meira

Tindastóll mætir Grindavík í 8 liða úrslitum

Dregið var dregið í 8 liða úrslitum Borgunarbikars karla og kvenna í hádeginu í dag en eins og frægt var orðið komust stelpurnar í Tindastól þangað með sigri á efstudeildarliðinu Fylki fyrir stuttu. Ekki verður róðurinn auðveldur hjá stelpunum í næsta leik því þær drógust gegn Grindavík sem situr í 7. sæti Pepsídeildarinnar.
Meira

Pálmi Geir fær stórt tækifæri hjá Þór

Körfuknattleiksmaðurinn Pálmi Geir Jónsson hefur yfirgefið herbúðir Tindastóls og er gengin til liðs við Þór á Akureyri og mun leika með liðinu í Domino´sdeildinni á komandi leiktíð. Pálmi Geir er framherji og segir á heimasíðu Þórs að hann komi til með að styrkja hópinn hjá Þór verulega enda mikils vænst af honum.
Meira

María Dögg í úrtakshóp – skoraði tvö mörk á móti Haukum

María Dögg Jóhannesdóttir, leikmaður 3. flokks kvenna í Tindastól hefur verið valin í úrtakshóp 16 ára landsliðs Íslands. Jörundur Áki þjálfari liðsins valdi 29 leikmenn sem munu æfa í Reykjavík 16. og 17. júní. Í kjölfarið verður síðan valinn hópur til þess að spila á Norðurlandamóti u-16 kvenna í Finnlandi 29. júní - 7. júlí.
Meira

Feðgar unnu í Opna KS mótinu

Fyrsta opna golfmót sumarsins, Opna KS mótið, hjá Golfklúbbi Sauðárkróks var haldið á Hlíðarendavelli í gær. Rjómablíða var nánast allan tímann og völlurinn hefur aldrei verið eins góður í byrjun golfvertíðar og núna í ár. Á heimasíðu GSS segir að leikið hafi verið með Texas Scramble fyrirkomulagi og voru 18 lið skráð til leiks eða samtals 36 kylfingar.
Meira

Lukku-Láki í liði með Magna

Það er löngu ljóst að sanngirni og knattspyrna fara ekki alltaf saman. Í dag máttu Stólarnir horfast í augu við þriðja tapið í röð í 2. deildinni og að þessu sinni var um að ræða rán og það um hábjartan dag. Magnamenn áttu ekki mikið skilið á Sauðárkróksvelli en þeir fengu óvænta gjöf þegar þeir fengu boltann á silfurfati á 92. mínútu og gerðu sigurmark leiksins. Lokatölur 1-2 fyrir Grenvíkinga gegn lánlausum Tindastólsmönnum.
Meira

Stelpurnar slógu Fylki út úr bikarnum

Stelpurnar í Tindastól gerðu sér lítið fyrir og unnu Fylki í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld með tveimur mörkum gegn einu. Ragnheiður Erla Garðarsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins úr víti á 27. mínútu leiksins sem fyrrum leikmaður Tindastóls, Jesse Shugg, fiskaði. Ekki liðu margar sekúndur frá því að Fylkisstúlkur fögnuðu marki sínu að Stólarnir tóku miðju, brunuðu upp völlinn og Madison Cannon jafnaði metin í 1 – 1 en þannig var staðan í hálfleik.
Meira

Stelpurnar í hörkuslag í bikarnum

Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls taka á móti Fylki í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins klukkan 19:15 í kvöld. Ljóst er að stelpurnar munu eiga við erfiða andstæðinga þar sem Fylkisstelpur leika í Pepsideildinni deild ofar en Stólastúlkur.
Meira