Ragnar Þór með þrennu í fyrsta sigri Stólunna
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
11.06.2017
kl. 14.58
Tindastólsmenn gerðu góða ferð á Egilsstaði í gær þar sem þeir mættu liði Hattar í sjöttu umferð 2. deildar. Stólarnir höfðu enn ekki unnið leik í deildinni, reyndar verið fjári óheppnir, en lið Hattar hafði unnið einn leik, gert þrjú jafntefli og tapað einum áður en Stólarnir komu í heimsókn. Gestirnir gerðu sér lítið fyrir og stungu af með öllu stigin en Ragnar Þór Gunnarsson gerði öll mörk Tindastóls í 1-3 sigri.
Meira