Fréttir

Nýja laugarkarið í Sundlaug Sauðárkróks hefur verið tekið í notkun

Framkvæmdum við nýja laugarkarið í Sundlaug Sauðárkróks er að mestu lokið og það hefur verið tekið í notkun. Í samtali Feykis við Sigfús Inga Sigfússon sveitarstjóra í lok júní kom fram að stefnt væri að opnun nýja hluta sundlaugarinnar í fyrstu viku júlímánaðar og það stóð heima.
Meira

Níu húnvetnsk ungmenni stíga dans á Spáni

Haustið 2023 setti Menningarfélag Húnaþings vestra í gang dansskóla og fékk til liðs við sig flotta danskennara. Nú, tæpum tveimur árum síðar, eru níu ungmenni úr skólanum mætt til Spánar þar sem þau taka þátt í Heimsbikarmótinu í dansi sem fram fer í Burgos sem er um 180 þúsund manna borg á Norður-Spáni.
Meira

Lýðræðið í skötulíki! | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Mörg þjóðþrifamál bíða afgreiðslu Alþingis. Mest hefur verið rætt um frumvarp um að þjóðin fái sanngjarna auðlindarentu af sameiginlegri sjávarauðlind. Einnig bíða mál um bætt kjör aldraðra og öryrkja, eflingu strandveiða og grásleppuna úr kvóta til varnar veikum sjávarbyggðum, húsnæðisöryggi, fjármálaáætlun og fjáraukafrumvarp svo eitthvað sé nefnt.
Meira

Klara, Emma, Brynja og Rannveig áfram með liði Tindastóls

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur tilkynnt að þær Klara Sólveig Björgvinsdóttir, Emma Katrín Helgadóttir, Brynja Líf Júlíusdóttir og Rannveig Guðmundsdóttir hafa framlengt samninga sína og munu leika með liði Tindastóls í Bónus deildinni næsta tímabil. „Það er langtímaverkefni að halda úti stöðugu kvennaliði og því er afar mikilvægt að halda í og þróa áfram þennan sterka íslenska kjarna“ segir Dagur Þór, formaður.
Meira

Íslandsmeistari úr Hjaltadalnum

Þórgunnur Þórarinsdóttir er ung Skagafjarðarmær sem hefur náð mögnuðum árangri í hestaíþróttum. Þórgunnur keppir í Ungmennaflokki en hún er dóttir Þórarins Eymundssonar tamningamanns og reiðkennara og séra Sigríðar Gunnarsdóttur en þau búa á Nautabúi í Hjaltadal.
Meira

Byrðuhlaupið í Hjaltadal

Byrðuhlaupið í Hjaltadal var fyrst haldið 15. ágúst 2009 á Hólahátíð. „Hlaupið var frá Grunnskólanum að Hólum sem leið lá eftir vegum og göngustígum upp í Gvendarskál. Átta hlauparar tóku þátt og varð Guðmundur Elí Jóhannsson fyrstur í mark á tímanum 34:09 mínútum," sagði í frétt í Feyki. Að sögn Katharinu Sommermeier, formanns Umf. Hjalta, er leiðin 2,7 km löng með 430 m hækkun. Það var Rafnkell Jónsson sem átti metið til margra ára, fór leiðina á 25:22 þegar hann var að þjálfa fyrir Járnkarlinn en nú var heimsmetið hans loks slegið. Það gerði Christian Klopsch, 33 ára gamall Þjóðverji sem fór leiðina á 24:59 mínútum og bætti gamla metið um 23 sekúndur.
Meira

Húnabyggð gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð Vegagerðarinnar

Byggðarráð Húnabyggðar gerði alvarlegar athugasemdir við upplýsingagjöf Vegagerðarinnar á fundi sínum sl. þriðjudag. Í frétt Húnahornsins af málinu segir að Vegagerðin hafi ekki tilkynnti Húnabyggð formlega um frestun framkvæmda við Skagaveg þegar sú ákvörðun var tekin, heldur kom hún fram um tveimur mánuðum seinna. Þá hefur Vegagerðin ekki sett fram trúverðugar ástæður fyrir þessum töfum, að mati byggðarráðs.
Meira

Startup Landið – hraðall fyrir nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni

Nú er opið fyrir umsóknir í Startup Landið, sjö vikna viðskiptahraðal sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðunum. Á heimasíðu SSNV segir að Hraðallinn hefjist 18. september og lýkur með lokaviðburði 30. október þar sem þátttakendur kynna verkefni sín.
Meira

Lukkuklukkur klingdu á klikkuðum tónleikum

Það var heldur betur stuð og stemmari á tónleikunum Græni Salurinn sem fóru fram í Bifröst á Sauðárkróki föstudaginn 27. júní síðastliðinn. Að sögn Guðbrandar Ægis Ásbjörnssonar, sem er einn forvígismanna tónleikanna, þá var rúmlega fullt hús eða um það bil 110 gestir. Þeim var boðið upp á fjölbreytta og ferska tónlistarveislu en um 30 flytjendur stigu á stokk en alls voru atriðin ellefu talsins.
Meira

Hafnarframkvæmdir fyrirferðarmiklar á Skagaströnd

„Það eru ýmsar framkvæmdir á döfinni í sumar,“ sagði Alexandra, sveitarstjóri Skagastrandar, þegar Feykir spurðist fyrir um helstu verkefni sveitarfélagsins í sumar og til lengri tíma litið. „Stærstu verkefnin tengjast Spákonufellshöfða og Skagastrandarhöfn.“
Meira