Fréttir

Rocky Horror í Hofi um helgina

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hefur undanfarin ár sett upp metnaðarfullar leiksýningar og fara nú í Hof á Akureyri með Rocky Horror.
Meira

„Ég hef trú á getu okkar til að ná árangri“

„Ég er mjög bjartsýnn á þennan hóp stráka. Við erum að koma seint saman en á þeim stutta tíma sem við höfum verið saman höfum við stigið stór skref í rétta átt,“ segir Dominic Furness, þjálfari Kormáks Hvatar þegar Feykir spurði hann hvort hann teldi að hópurinn hans væri að smella saman fyrir sumarið.
Meira

Dýrbítur í Austurdal

Refur lagðist á lömb á Stekkjarflötum í Austurdal, (Austurdalur er talinn byrja við Grjótá, svo bærinn telst ekki til Kjálka) í vikunni og urðu bændur þess varir aðfaranótt þriðjudags að lömb væru farin að hverfa af túninu og ummerki um aðfarir rebba sáust.
Meira

Gjaldfrjáls garðlönd Skagafjarðar

Garðlönd sveitarfélagsins á Sauðárkróki, Varmahlíð (upp við Reykjarhólsskóg) og Hofsósi (Grafargerði) verða til reiðu á næstu dögum og gaman að segja frá því að þetta er á sömu staðsetningum og síðast.
Meira

Allir að róa í sömu átt

Í gærkvöldi varð ljóst hverjir andstæðingar Tindastóls verða í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfunni. Þá áttust Stjarnan og Grindavík við í oddaleik en leikir liðanna höfðu verið æsispennandi og það varð engin breyting á því í gær. Það var lið Stjörnunnar sem hafði betur eftir dramatík í lokin. Fyrsti leikurinn í einvígi Tindastóls og Stjörnunnar verður í Síkinu á fimmtudaginn.
Meira

Háholt er ekki heldur inni í myndinni hjá Guðmundi Inga

Ráðherra barnamála, Guðmundur Ingi Kristinsson, er á sömu skoðun og fyrrverandi barnamálaráðherra, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, varðandi vistun barna í Háholti í Skagafirði og telur Háholt ekki koma til greina sem meðferðarheimili fyrir börn. Í frétt á vef RÚV segir að neyðarvistun, afplánun og gæsluvarðhald verði áfram á Stuðlum.
Meira

Söngskemmtun á Löngumýri

Sönghópur félags eldri borgara í Skagafirði heldur söngskemmtun á Löngumýri í Skagafirði sunnudaginn 11. maí 2025 kl. 15:00. Aðgangur kr. 3.000,- enginn posi. Verið velkomin. Stjórnin
Meira

Grunnskóli Húnaþings vestra í úrslit

Það má segja að mjótt hafi verið á munum þegar Grunnskóli Húnaþings vestra sigraði í sínum riðli í Skólahreysti í síðustu viku. Lið skólans hlaut 42 stig og komst áfram í úrslit Skólahreystis.
Meira

Umhverfisdagur á Skagaströnd 8. maí

Fimmtudaginn 8. maí kl. 16:00 - 18:00 ætla Skagstrendiingar að taka saman höndum og týna rusl í bænum sínum. „Við ætlum að hittast í áhaldahúsinu þar sem skipað verður í leitir (ruslaleitir) og afhentir pokar. Allir sem vettlingi geta valdið, fullorðnir sem börn, eru hvattir til að koma og taka þátt,“ segir í skilaboðum frá Helenu Mara, Sigríði Björk og Gígju Heiðrúnu á vef Skagastrandar.
Meira

Nýtt upplýsingaskilti við kirkjugarðinn á Blönduósi

Húnahornið segir frá því að nýtt upplýsingaskilti er komið upp við kirkjugarðinn á Blönduósi. Á skiltinu má finna nöfn þeirra sem hvíla í garðinum, fæðingarár og dánardag auk númer legstaða. Gert er ráð fyrir að skiltið verði uppfært reglulega á fimm ára fresti.
Meira