BIFRÖST 100 ÁRA | „Það var góð mynd og aldeilis barist“
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning, Lokað efni
01.01.2026
kl. 15.41
„Bifröst er fyrir mér kennileiti í Skagafirði, bara eins og Drangey og Mælifellshnjúkur. Ég var í Gagnfræðaskólanum á Króknum veturinn 1970 til 1971 og síðan þá tengi ég Bifröst mjög sterkt við Sæluvikuna. Ég hef greinilega ekki lært mikið meðan Sæluvikan stóð yfir þarna árið 1971 því ég sé í gömlum bréfum sem ég skrifaði frænda mínum að ég hef farið á öll böllin (nema tvö), séð þrjár bíómyndir ogtvær leiksýningar þá vikuna,“ segir Blöndhlíðingurinn Eyþór Árnason, ljóðskáld og fyrrverandi sviðsstjóri.
Meira
