Mannlíf

Aragrúi hugmynda fæddist á hugmyndafundum vegna uppbyggingar í gamla bænum á Blönduósi

Síðastliðið miðvikudagskvöld var haldinn í Reykjavík hugmyndafundur vegna deiliskipulags í gamla bænum á Blönduósi. Sambærilegur fundur fór fram í Félagsheimilinu á Blönduósi á þriðjudagskvöld. Um 110 manns sóttu fundina, um 55-60 á Blönduósi og um 50 í Reykjavík. Margir tugir ef ekki hundruð tillagna komu fram á fundunum.
Meira

Viðburðarík aðventuhelgi á Norðurlandi vestra

Það er fyrsta helgi í aðventu núna og mikið um að vera á Norðurlandi vestra. Nú á hádegi hefst Jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks í íþróttahúsinu á Króknum og í kjölfarið verður hátíðarstemning þegar ljós verða tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi og hefst athöfnin kl. 15:30. Á Blönduósi verður Aðventuhátíð í Blönduóskirkju á morgun sem og afmælishátíð í Sauðárkrókskirkju. Í kvöld verður söngur, gaman og gleði í Skagafirði og víða verða verslanir opnar og markaðir af ýmsu tagi,
Meira

Góð þátttaka í Starfamessunni

Í gær var Starfamessa haldin í húsakynnum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra en það er SSNV sem stendur fyrir messuhaldinu. Að sögn Steinunnar Gunnsteinsdóttur, sem var í forsvari messunnar ásamt Freyju Rut Emilsdóttur, þá tókst Starfamessan afar vel en hana sóttu allir nemendur 8.-10.bekkja grunnskólanna á Norðurlandi vestra, um 250-300 nemendur, auk þess sem sýningin var vel sótt af nemendum FNV.
Meira

Færeyingum þykir vænt um frændur sína í norðri

Síðast þegar Feykir forvitnaðist um dag í lífi brottflutts þá skutumst við í sólina til Önnu Birnu Sæmundsdóttur á Tenerife. Nú stökkvum við beint í norður frá Tene og lendum í Miðvági á Vogey (Vágar) í Færeyjum. Þar býr nefnilega Guðrún Halldórsdóttir Nielsen, fædd 1990, ásamt eiginmanni sínum, Færeyingnum Rana Nielsen, og þremur börnum þeirra; Halldóri Kristian 9 ára, Martin Bjarka 8 ára og Daviu Sól 1 árs. Guðrún starfar sem leiðbeinandi á leikskólanum Miðgarði í Miðvági.
Meira

Ekkert net- og símasamband við Skagaströnd í sex tíma

Húnahornið segir frá því að föstudaginn 4. nóvember síðastliðinn voru íbúar, fyrirtæki og stofnanir á Skagaströnd án net- og símasambands í sex klukkustundir þar sem ljósleiðari fór í sundur vegna framkvæmda í Refasveit. Atvikið afhjúpar alvarlega veikleika í öryggisinnviðum í sveitarfélaginu og ef upp hefðu komið tilfelli er varða líf og heilsu íbúa voru engar bjargir til staðar eða möguleiki til að kalla eftir aðstoð þar sem ekki náðist í 112 símleiðis.
Meira

Kosið um nafn á grunnskóla Húnabyggðar

Kosning um nýtt byggðarmerki er ekki eina kosningin sem íbúum Húnabyggðar gefst færi á að taka þátt í þessa dagana því nú fer einnig fram kosning um nafn á grunnskóla Húnabyggðar. Auglýst var eftir nöfnum á skólann og bárust 119 tillögur.
Meira

Kosið milli fjögurra tillagna að nýju byggðarmerki Húnabyggðar

Fyrr á árinu var íbúakosning í Húnavatnshreppi og á Blönduósi þar sem kosið var um sameiningu sveitarfélaganna. Sameining var samþykkt og það var að ýmsu að hyggja í framhaldinu. Þar á meðal að finna nýju sameinuðu sveitarfélagi, Húnabyggð, nýtt byggðarmerki. Fyrr í sumar var auglýst eftir tillögum og nú nú er hafin kosning á milli þeirra fjögurra merkja sem þóttu álitlegust.
Meira

Góð mæting í lopapeysumessu í Goðdalakirkju

Í hinu ylhýra Sjónhorni mátti í síðustu viku finna auglýsingu um lopapeysumessu í Goðdalakirkju í hinum gamla Lýtingsstaðahreppi. „Komum í lopapeysum eða með þær. Hvaðan kemur munstrið? Veltum fyrir okkur munstrinu í lífinu,“ sagði í auglýsingu séra Döllu Þórðardóttur sóknarpresti. Feykir forvitnaðist örlítið um hvernig tókst til.
Meira

Unglingsstúlkur austan Vatna gróðursettu 120 plöntur

Nú á haustdögum fékk unglingastig Grunnskólans austan Vatna úthlutað 120 plöntum úr Yrkju – sjóði æskunnar til ræktunar landsis. Búið var að finna plöntunum stað og hlutverk á Neistasvæðinu (íþróttasvæðinu) á Hofsósi sem skjól fyrir norðvestanáttinni.
Meira

Gönguskíðabraut opnuð á skíðasvæðinu í Tindastólnum

Það er rjómablíða á Norðurlandi vestra í dag og það er skemmtileg tilviljun að á fyrsta vetrardegi hefur u.þ.b. tveggja kílómetra löng skíðagöngubraut verið tekin í gagnið á skíðasvæðinu í Tindastólnum. Er skíðagöngfólk boðið velkomið á svæðið en mælt er með því að göngumenn fari öfugan hring í dag.
Meira