Mannlíf

Alexandra Chernyshova hlaut menningarverðlaun Reykjanesbæjar

Afhending Súlunnar, menningarverðlauna Reykjanesbæjar fyrir árið 2020 fór fram fimmtudaginn 12. nóvember, með fremur óhefðbundnu sniði, en afhending fór fram á Facebook síðu Reykjanesbæjar. Að þessu sinni hlaut sópransöngkonan, tónskáldið og Hofsósingurinn Alexandra Chernyshova, verðlaunin fyrir framlag sitt til eflingar tónlistarlífs í Reykjanesbæ.
Meira

Það hefur sýnt sig að við getum sýnt mikla samstöðu

Sigfús Ingi Sigfússon í Syðri-Gröf er sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, fjölmennasta sveitarfélaginu á Norðurlandi vestra. Auk þess að gegna starfi sveitarstjóra stundar Sigfús Ingi einnig búskap með nokkrar ær, naut og hross.„Það sem er erfiðast við faraldurinn er auðvitað þessi miklu áhrif sem hann hefur haft á daglegt líf fólks og langvinn áhrif á sum þeirra sem hafa veikst, svo ekki sé talað um að of margir hafa látið lífið af hans völdum,“ segir Sigfús Ingi meðal annars.
Meira

„Alrausn­ar­leg­asta út­hlut­un sem við höf­um nokk­urn tím­ann séð“

Nú í vikunni munu um 700 heimili í Reykjavík og Reykjanesbæ fá matarúthlutun hjá Fjölskylduhjálp Íslands en maturinn er gjöf frá Kaupfélagi Skagfirðinga og dótturfyrirtækja KS. „Þetta er mjög stór send­ing mat­væla sem verður dreift í Reykja­vík á mánu­dag og þriðju­dag og í Reykja­nes­bæ á miðviku­dag og fimmtu­dag. Þetta verður alrausn­ar­leg­asta út­hlut­un sem við höf­um nokk­urn tím­ann séð,“ seg­ir Ásgerður Jóna Flosa­dótt­ir, formaður Fjöl­skyldu­hjálp­ar.
Meira

Vill sjá aukin framlög inn í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

Sveitarstjóri Blönduósbæjar er Valdimar O Hermannsson og hann svaraði góðfúslega spurningum Feykis um stöðu og horfur sveitarfélagsins á tíma heimsfaraldurs. Valdimar tók við stöðu sveitarstjóra á Blönduósi að loknum kosningum sumarið 2018. Líkt og aðrir sveitarstjórar og oddvitar sem svöruðu Feyki þá segir Valdimar að besta almenna aðgerð ríkisins gagnvart sveitarfélögunum væru aukin framlög inní Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Meira

Sendibíll fullur af góðgæti

Það hafa eflaust margir, sem fylgjast með Vörusmiðju BioPol á Facebook, orðið varir við smáframleiðendur á Norðurlandi vestra þar sem þeir hafa verið áberandi síðustu vikurnar eftir að sérútbúinn sendibíll fór á flakk með vörurnar þeirra í þeim tilgangi að selja þær. Þetta flotta verkefni sem kallast Smáframleiðendur á ferðinni virkar þannig að sá aðili sem er að framleiða afurð getur boðið upp á hana í þessum bíl sem staðsettur er í tiltekinn tíma á nýjum og nýjum stað (nokkra daga í röð) á Norðurlandi vestra. Áhugasamir geta svo komið og keypt vörur frá smáframleiðendum á þessum fyrirfram ákveðnu stöðum eða til að sækja það sem pantað var í gegnum netverslunina hjá vorusmidja.is
Meira

Það mun reynast erfitt að fjármagna lögbundin verkefni

Oddviti Akrahrepps er Hrefna Jóhannesdóttir sem auk þess er skipulagsfulltrúi hjá Skógrækt ríkisins, skógfræðingur og skógarbóndi á Silfrastöðum. Hún svaraði spurningum Feykis um stöðu Akrahrepps og framtíðarhorfur á tímum COVID-19. Hrefna segir að það muni reynast mörgum sveitarfélögum erfitt að fjármagna lögbundin verkefni og kallar eftir auknum fjármunum í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Meira

Útsvarstekjur lækkuðu um 15,5% fyrstu sex mánuði ársins

Feykir sendi sveitarstjórum og oddvitum sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra nokkrar spurningar tengdar stöðu þeirra og horfum á þessum sérstöku tímum sem við lifum. Fyrst til að svara var Dagný Rósa Úlfarsdóttir í Skagabyggð en auk þess að gegna starfi oddvita Skagabyggðar er Dagný Rósa kennari í Höfðaskóla á Skagaströnd.
Meira

„Ég veit að við getum náð árangri og hlakka til áskorunarinnar“

Feykir sagði frá því fyrr í vikunni að Murielle Tiernan skrifaði undir nýjan samning við Tindastóls sem og Jackie Altschuld og Amber Michel. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Mur sem hefur þegar spilað þrjú sumur með liði Tindastóls, fyrst í 2. deild, svo tvö sumur í 1. deildinni og á næsta ári í efstu deild. Hún á stóran þátt í velgengni liðsins og hefur til dæmis skorað 77 mörk í þeim 53 leikjum sem hún hefur spilað með Stólastúlkum.
Meira

Kristín ráðin í starf menningar-, íþrótta og tómstundafulltrúa á Blönduósi

Krístín Ingibjörg Lárusdóttir hefur verið ráðin í nýtt starf hjá Blönduósbæ sem auglýst hefur verið að undanförnu en það er starf Menningar-, íþrótta og tómstundafulltrúa Blönduósbæjar. Hún starfar nú sem launafulltrúi á skrifstofu Blönduósbæjar og mun sinna því starfi þar til nýr launafulltrúi hefur verið ráðinn en hún mun formlega taka við hinu nýja starfi um næstu áramót.
Meira

Þrír nýir doktorar tengdir Háskólanum á Hólum

Nýlega fóru fram þrjár doktorsvarnir við Háskóla Íslands sem áttu það sammerkt að doktorsefnin tengdust Háskólanum á Hólum. Þetta voru þær Ragnhildur Guðmundsdóttir, Hildur Magnúsdóttir og Agnes-Katharina Kreiling en þær eiga þaðsameiginlegt að rannsóknir þeirra snúa að mikilvægum áður ókönnuðum þáttum í lífríki og vistkerfi Íslands og niðurstöður þeirra leggja grunn að áframhaldandi rannsóknum til upplýstrar ákvarðanatöku.
Meira