Mannlíf

Sólon ríður á vaðið í Sæluviku með myndlistasýningu á morgun - Leikfélagið rekur lestina - Myndband

Samkvæmt almanakinu hefst Sæluvika Skagfirðinga nk. sunnudag en ákveðið hefur verið að engin formleg setning skuli fara fram að þessu sinni og má kenna Covid-ástandinu um. Nokkrar uppákomur hafa nú þegar verið auglýstar en ljóst má vera að Sæluvikan verður ansi mikið öðruvísi en fólk á að venjast. Sigfús Ólafur Guðmundsson, verkefnastjóri atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar hjá Sveitarfélaginu Skagafirði, segir að setningin verði með óhefðbundnu sniði eins og búast megi við. „Það verður ekki formleg setning Sæluviku heldur verður athöfn á laugardegi í lok Sæluviku með samfélagsverðlaun og úrslit vísnakeppni og svo verður Héraðsskjalasafnið með sýningu tileinkaða Feyki í tilefni 40 ára starfsafmælis. Laugardagurinn verður sem sagt aðaldagurinn og við hvetjum fólk til að taka þátt, hvort sem er rafrænt eða í mannheimum.“
Meira

Króksarar gera strandhögg á norskum grundum 1984

Á því herrans ári 1984 steig hópur glaðbeittra tuðrusparkara í 4. flokki Tindastóls upp í Benz-kálf sem renndi síðan frá sundlauginni á Króknum á fallegu júlíkvöldi. Eldri helmingur hópsins nýfermdur og fullkomlega sáttur við að vera kominn í tölu fullorðinna. Framundan var ævintýraferð á Norway Cup – stærsta fótboltamót í heimi – sem fram fór í Osló.
Meira

„Þetta kemur allt í litlum skrefum“

„Já, sko páskafríið mitt byrjaði á því að ég fékk ælupest en ég ældi samt bara einu sinni þarna í byrjun frísins. Svo dagana eftir það var ég bara drulluslöpp og hélt að það væri bara eftir þessa ælupest. En ég sé núna að þarna var þetta allt bara byrjað að magnast upp,“ segir Eva Rún Dagsdóttir, 18 ára körfuboltastúlka í liði Tindastóls og nemi við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, þegar Feykir spyr hana út í pínu óvenjulega páskahelgi. Fríið endaði þannig að flogið var með Evu Rún suður á spítala þar sem hún var sett á gjörgæslu, enda hafði komið í ljós að hún var með blóðtappa í báðum lungum og blóðtappa í fæti sem náði í raun frá maga og niður fyrir hné.
Meira

Í kaffi hér í Kjörbúðinni ég kveð ykkur í dag

Húnahornið góða segir frá því að það var með söknuði sem Rúnar Agnarsson kvaddi vinnustað sinn í dag en hann hefur staðið vaktina á Húnabraut 4 á Blönduósi síðastliðin 32 ár eða svo. Rúnar þekkja allir sem verslað hafa í Kaupfélagi Húnvetninga, Húnakaupi, Samkaupum, Samkaupum Úrvali og nú síðast Kjörbúðinni.
Meira

Sundlaugin á Hofsósi lokuð í átta vikur

Fínu sundlauginni á Hofsósi var lokað síðastliðinn mánudag, 22. mars, vegna viðhaldsframkvæmda. Fram kemur á vef Svf. Skagafjarðar að stefnt er að opnun laugarinnar aftur mánudaginn 17. maí. Laugin, sem nýtur mikilla vinsælda ferðamanna, verður því væntanlega lokuð í átta vikur.
Meira

Fimmti bekkur í nýsköpun í Skagafirði

Nýsköpunarkeppni 5. bekkjar í Skagafirði fór fram í síðustu viku. Allir nemendur í 5. bekk í Grunnskólanum austan Vatna, Árskóla og Varmahlíðarskóla fengu fræðslu um nýsköpun ásamt því að hanna og móta hugmyndir að nýjum uppfinningum. Nemendur hönnuðu sína hugmynd frá grunni, sumir einir og aðrir í hópum. Í framhaldi af hugmyndavinnnunni útbjuggu þeir myndband í Flipgrid sem þeir skiluðu svo inn til yfirferðar.
Meira

Lífið í Danmörku snýst um að njóta

Linda Þórdís B. Róbertsdóttir segir að þessu sinni frá degi í lífi brottflutts en hún stundar nú nám í arkitektúr við Arkitektaskólann í Árhúsum í Danmörku. Hún er Króksari, dóttir Róberts Óttarssonar, bakarameistara, og Selmu Barðdal Reynisdóttur, fræðslustjóra hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Lindu er margt til lista lagt en hún varð til að mynda snemma efnileg í körfunni og var valin í U15-U20 landslið Íslands og svo var hún líka flink á kontrabassann.
Meira

Besti dagur ársins er einmitt í dag og við syngjum...

Hinn frábæri öskudagur er í dag og ekki laust við að hópar misháværra krakka hafi látið ljós sín skína í arki um bæji landsins. Nefjum var stungið inn í anddyri fyrirtækja og stofnana og í skiptum fyrir söng fékkst nammi eða eitthvað annað fínt.
Meira

„Þeir hafa alltaf náð að vinna vel saman“

Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra og forseti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar með meiru, hefur haft í nógu að snúast síðasta árið. Hann er Króksari í húð og hár, fæddur 1972, yngstur þriggja systkina og alinn upp í Suðurgötunni, sonur Hrafnhildar Stefánsdóttur og Stefáns Guðmundssonar alþingismanns, eða bara Lillu Stebba og Stebba Dýllu eins og þau voru kölluð á Króknum. Knattspyrnuáhuginn var fyrirferðarmikill frá fyrstu tíð og Stefán Vagn fór vanalega um bæinn á sínum yngri árum með markmannshanskana á lofti – í Tindastólsgallanum að sjálfsögðu – og endaði sem aðalmarkvörður hjá Tindastóli.
Meira

Rennifæri í Stólnum langt fram á kvöld

Það er enginn lurkur í Skagafirði þrátt fyrir smá gadd, bara blíðan með sólgleraugum og öllu tilheyrandi. Skíðaáhugafólk ætti að geta rennt sér í paradísinni á skiðasvæði Tindastóls sem verður opið í dag frá 13-21.
Meira