Lemon opnar á Sauðárkróki – Sólskin í glasi og sælkerasamlokur
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
30.10.2020
kl. 17.44
Sjötti Lemon staðurinn mun opna í byrjun árs 2021 á Sauðárkróki. Um er að ræða sérleyfisstað sem rekinn verður af hjónunum Stefáni Jónssyni og Hasna Boucham. Mikil eftirspurn er eftir slíkum veitingastað á Sauðárkróki. „Fólkið hér hugsar um heilsuna og vill hollan og góða skyndibita,“ segir Stefán. Veitingastaðurinn verður að Aðalgötu 20b en einnig verður í húsnæðinu að finna Escape room sem og Sport bar.
Meira