Mikil ánægja með leikskólann Barnaból á Skagaströnd
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
10.04.2022
kl. 14.25
Leikskólinn Barnaból tók þátt í foreldrakönnun Skólapúlsins og voru niðurstöður hreint út sagt frábærar. Sé árangurinn borinn saman við aðra skóla almennt á landinu er Barnaból að koma mun betur út á öllum lykilmælingum. Það sem er þó kannski enn mikilvægara er hversu miklu ánægðari foreldrar eru með skólann miðað við í síðustu mælingu, sem var gerð 2014. Almenn ánægja með leikskólann hefur aukist um 42% og ánægja með vinnubrögð um 55,6% frá því 2014.
Meira
