Mannlíf

Bókin um heiðursborgarann Eyþór Stefánsson komin út

Í dag fór fram útgáfuhátíð á KK Restaurant á Sauðárkróki í tilefni af útkomu bókarinnar Eyþór Stefánsson tónskáld – Ævisaga sem Sölvi Sveinsson ritaði. Eins og áður hefur komið fram hér á Feyki þá kemur bókin út í tilefni 120 ára fæðingarafmælis Eyþórs sem einnig ber upp á 150 ára byggðarafmæli Sauðárkróks. Eyþór fæddist árið 1901 og var kjörinn heiðursborgari Sauðárkróks á sjötugasta aldursári sínu.
Meira

„Mjög ánægð með að nú sé aðgengi fyrir alla bæði að kirkju og safnaðarheimili“

Feykir setti sig í samband við Sigríði Gunnarsdóttur, sóknarprest á Sauðárkróki, og forvitnaðist um smíði hjólastólaramps við safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju. Í máli Sigríðar kom fram að nýi inngangurinn hafi verið tilbúinn um síðustu áramót en þeir sem notast við hann fara á milli kirkju og safnaðarheimilis og inn að vestan eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Smiðirnir Ólafur Þorbergsson og Ómar Helgi Svavarsson sáu um verkið.
Meira

Lipur og hressileg þjónusta og gómsætt í gogginn

Það eru ekki nýjar fréttir að ferðaþjónustan er nú einn mikilvægasti þátturinn í íslensku efnahagslífi. Fjölgun ferðamanna kallar á fjölbreyttari afþreyingu og fjölbreytni hvað varðar gistingu og veitingar. Síðustu árin hafa sprottið upp veitingastaðir víðs vegar um land og það er gleðilegt að Norðurland vestra er enginn eftirbátur í þeirri lensku. Blaðamaður Feykis kíkti óvænt í heimsókn á Harbour restaurant & bar á Skagaströnd nú um helgina.
Meira

Systir Gitzy með gull í Tokyo

Ekki náðu Íslendingar í verðlaun á Ólympíuleikunum í Tokyo og voru ekki nálægt því að þessu sinni. Margir hafa notið þess að fylgjast með fjölbreyttum greinum sem keppt hefur verið í og öllu því ljúfsára drama og þeirri botnlausu gleði sem fylgir þessum stórkostlegu leikum. Með góðum vilja getur Tindastólsfólk samglaðst stúlku frá Dyflinni, Kellie Harrington og fjölskyldu hennar, en Kellie gerði sér lítið fyrir í nótt og nældi í gull í boxi fyrir Íra.
Meira

Húnavökugestir í bongóblíðu um helgina

Húnavökunni lauk í gær eftir fjögurra daga skrall. Rigning setti strik í reikninginn fimmtudag og föstudag en þá þurfti að færa hluta af dagskránni inn. Blíðuveður var laugardag og sunnudag og heimamenn og gestir með sól í sinni. Blaðamaður Feykis mætti í fjörið við félagsheimilið á Blönduósi um miðjan dag á laugardag og þar var margt um manninn og mikið um að vera eins og sjá má á myndunum sem hér fylgja.
Meira

Útgáfuhóf í dag vegna útkomu Á Króknum 1971

Líkt og Feykir sagði frá í síðustu viku hefur Ágúst Guðmundsson, sögugrúskari, skrifað og gefið út bók er nefnist Á Króknum 1971 í tilefni af 150 ára afmæli byggðar á Sauðárkróki. Bókin er þegar farin í sölu og hefur margur maðurinn þegar krækt sér í eintak – jafnvel eintök – af bókinni. Útgáfuhóf verður haldið á KK restaurant, Aðalgötu 16 (gengið inn að sunnan), kl. 16 í dag og er áhugasömum boðið upp á kaffi og kleinur. Bókin verður kynnt og lesnir valdir kaflar.
Meira

Skagafjörður – góður staður til að horfa á tennis og fótbolta

Einhverjum er sennilega enn í fersku minni heimsókn HMS Northumberland sem kastaði ankerum norður af Lundey í Skagafirði um síðustu helgi. Feykir sagði frá heimsókninni á laugardag og var líkum leitt að því í gamni að Bretarnir væru sennilega komnir til að skoða lunda eða horfa á fótboltaleik Tindastóls og KFS í 3. deildinni í rjómablíðunni. Samkvæmt frétt um frétt Feykis á heimasíðu breska sjóhersins var seinni tilgátan ekki fjarri sannleikanum.
Meira

Sumardagur og allir í fíling

Í dag, 09.07.21, er mikið blíðviðri á Sauðárkróki og ábyggilega víðar. Í Grænuklauf var föstudagsfjör í Sumartím og búið var að koma upp vatnsrennibraut þar. Blaðamaður Feykis skellti sér í bæinn í góða veðrinu og myndaði stemninguna.
Meira

„Síðari umferðin leggst vel í okkur“

Nú þegar Pepsi Max deild kvenna er hálfnuð, fyrri umferðin að baki, eru nýliðar Tindastóls í neðsta sæti með átta stig en eftir ágæta byrjun á mótinu fylgdu fimm tapleikir í röð. Liðið hefur hins vegar haldið markinu hreinu í síðustu tveimur leikjum og hirt í þeim fjögur stig af liðunum í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Það gefur góða von um framhaldið og vonandi að liðið sé búið að finna taktinn í efstu deild. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir þjálfara liðsins, þá Guðna Þór Einarsson og Óskar Smára Haraldsson.
Meira

Bryggjugerð í Drangey

Síðustu daga hefur verið unnið við að endurgera steypta bryggju við Drangey en í dag var varðskip Landhelgisgæslunnar, Þór, mætt til að aðstoða, enda veður hið hagstæðasta á Skagafirði og sumarið líklega loksins komið. Í vetur fengu Drangeyjarferðir, sem sigla einmitt með ferðalanga út í Drangey, 20 milljón króna styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að koma upp bryggju á ný í eynni en sú gamla eyðilagðist í veðurofsum veturinn 2019-2020.
Meira