Mannlíf

Það er eins og almáttugur eigi endalausar birgðir þokuskýja

Um liðna helgi voru víða aðal smölunar og réttardagar haustsins. Skaginn austanverður skiptist í nokkur gangasvæði og var Hafragilsfjallið og Sandfellið smalað í blíðviðri á föstudaginn, en þar er féð rekið framfyrir Þverárfjallsveginn og í veg fyrir Enghlíðinga enda að lang mestu leiti kindur þaðan. Almennur gangnadagur var síðan áætlaður á laugardaginn en þann dag varð tæplega sauðljóst vegna þoku og hreifði sig ekki nokkur maður nema flokkur mikill sem gekk Tindastólinn undir styrkri stjórn Friðriks Steinssonar.
Meira

Friðrik Þór temur og kennir við Wiesenhof-búgarðinn í Þýskalandi

Síðast var Dagur í lífi í heimsókn hjá Björk Óla og Sossu á bráðadeildinni í Sacramento í Bandaríkjunum en þaðan einhendumst við hálfan hnöttinn og lendum í Þýskalandi. Þar snögghemlum við í þorpinu Marxzell-Burbach nyrðst í Svartaskógi, skógi vöxnum fjallgarði í suðvesturhorni Þýskalands. Við bönkum upp á hjá Friðriki Þór Stefánssyni, 27 ára gömlum skagfirskum tamningamanni og reiðkennara við einn stærsta Íslandshesta-búgarð landsins.
Meira

Líf atvinnumanns í fótbolta er bæði skrítið og mikið ævintýri

Nú í leikmannaglugganum í júlí var ákveðið að styrkja lið Stólastúlkna fyrir lokaátökin í Lengjudeildinni. Rakel Sjöfn Stefánsson kom frá liði Hamranna á Akureyri en hún hafði spilað með liði Tindastóls sumarið 2020 og tvær stúlkur komu alla leið frá Ástralíu; hin 18 ára ástralska/maltneska Claudia Jamie Valetta og hin þrítuga Melissa Alison Garcia. Hún er bandarísk að uppruna, frá San Diego í Kaliforníu, en er einnig með lúxemborgskt vegabréf. Hún spilar ýmist á miðjunni eða frammi og er kraftmikill reynslubolti en hún er þegar búin að skora tvö mörk í fimm leikjum með Stólastúlkum.
Meira

Svipmyndir frá vel heppnaðri Dylanhátíð á Skagaströnd

Bob Dylan er án efa einn merkasti listamaður samtímans. Hann er búinn að vera lengi að. Gefið út plötur í 60 ár og verið skrýddur flestum verðlaunum og enn er í fersku minni þegar hann var of upptekinn að mæta til að taka á móti nóbelsverðlaununum. Árið 2021 náði hann þeim merka áfanga að verða áttræður. Þá stóð til að halda hátíð honum til heiðurs á Skagaströnd en það þurfti að fresta henni þegar enn ein bylgja veirunnar lét á sér kræla.
Meira

180 ára afmæli aldarinnar í Miðgarði

Það var heljarins húllumhæ í Miðgarði um síðustu helgi en þá héldu sex æskuvinir upp á 180 ára afmæli sitt – samanlagt. Þeir urðu allir þrítugir á síðasta ári en þá mátti auðvitað ekki halda neinar stórveislur. Nú voru kapparnir klárir í slaginn og var öllum boðið í menningarhúsið góða en þar var boðið upp á skemmtun og sveitaball að hætti hússins. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir eitt afmælisbarnið, Birgi Þór Guðmundsson frá Stóru-Seylu, og fékk myndir til birtingar frá Jóndísi Ingu Hinriksdóttur sem sá um að fanga viðburðinn og gesti á myndir.
Meira

Umhverfisviðurkenningar í Húnaþingi vestra

Það gleður ætíð augað að sjá vel hirtar lóðir og hús. Nefnd um veitingu umhverfisviðurkenninga í Húnaþingi vestra auglýsir nú eftir ábendingum um garða og svæði sem eiga slíka viðurkenningu skilið.
Meira

Níutíu skagfirskir kylfingar fóru örugglega á kostum í Borgarnesi

Það voru örugglega ekki slegin mörg vindhögg í Borgarnesi um liðna helgi þegar skagfirska sveiflan var tekin til kostanna á Skagfirðingamóti – golfmóti burtfluttra Skagfirðinga, sem þar fór fram á Hamarsvellinum góðal. Níutíu keppendur nutu sín í sól og blíðu en auk þeirra fékk á annan tug innfluttra danskra golfara að taka þátt í þessu eðalmóti.
Meira

Kom ekki upp einu orði – segir Reynir Snær

„Ég var að útskrifast úr BA námi í músik við Liverpool Institute for Performing Art sem ég kláraði 2020. Heimsfaraldur gerði það að verkum að ekki var hægt að halda útskrift fyrr en núna í sumar. Skólinn nýtur styrkja frá McCartney,“ tjáði gítarséníið Reynir Snær Magnússon Feyki þegar forvitnast var um hvernig það kom til að hann greip í spaðann á aðal spaðanum í Liverpool, Paul McCartney, en sjá mátti mynd af atvikinu á Facebook-síðu Reynis Snæs.
Meira

Þúsund manns í heimsókn með Azamara Pursuit

Það eru sviptingar við höfnina á Sauðárkróki í dag en á vef Skagafjarðarhafna segir að Lagarfoss hafi komið til hafnar klukkan fimm í nótt og spænt úr höfn þremur tímum síðar svo Azamara Pursuit kæmist í höfn klukkan tíu. Það er þriðja skemmtiferðaskipið sem heimsækir Sauðárkrók í sumar og það stærsta en með eru um 600 farþegar en í áhöfn eru 388.
Meira

„Vatnsnesvegur er bara ófær á löngum kafla“

Íbúar á Vatnsnesi hafa í langan tíma talað fyrir daufum eyrum þegar kemur að vegaframkvæmdum á nesinu fallega. Fyrir Vatnsnes liggur 70 kílómetra malarvegur sem er markaður óteljandi holum og fólki hreinlega vorkunn að fara þar um. „Vegurinn er bara ófær á löngum kafla ef maður getur orðað það þannig. Bílarnir svosem skrölta þetta og fólk þarf að nota veginn til að komast frá A til B en hann er bara hræðilegur,“ hefur RÚV eftir Guðrúnu Ósk Steinþórsdóttur, grunnskólakennara, sem fer veginn daglega.
Meira