Mannlíf

Árið 2021: „Verbúðin byrjar einstaklega vel!“

Feykir náði í skottið á Blönduósingnum Auði Húnfjörð sem starfar nú sem sölumaður hjá Fréttablaðinu, er bogmaður og býr í Hafnarfirði. Hún var beðin um að gera upp árið í stuttu máli en fyrst að skýra tengslin norður. „Föðurættin mín er frá Blönduósi, Húni afi minn og Óskar pabbi minn áttu bakaríið Krútt. Ég flutti frá Blönduósi um aldamótin og er nýlega farin að koma aftur í heimsókn í bæinn þar sem sonur minn og tengdadóttir búa í sveitinni með börnum sínum tveimur,“ segir Auður.
Meira

Árið 2021: Lífið er hverfult og morgundagurinn allt annað en sjálfsagður!

Hugrún Sif Hallgrímsdóttir á Ránarbrautinni á Skagaströnd gerir nú upp árið. Hún er skólastjóri, organisti, tónlistarkona, starfsmaður útfararþjónustu o.s.frv. Hún er bogmaður og lýsir árinu sem skrítnu, skemmtilegu og erfiðu.
Meira

Árið 2021: Á heimsvísu stendur Jurgen Klopp upp úr!

Áskell Heiðar Ásgeirsson svarar í dag ársuppgjörinu í Feyki. Kappinn býr í Túnahverfinu á Króknum og er framkvæmdastjóri 1238 : Baráttan um Ísland auk þess sem hann er stundakennari við Háskólann á Hólum og Bræðslustjóri og þá er nú sennilega ekki allt upp talið. Hann notar þessi þrjú orð til að lýsa árinu 2021: „Skin og skúrir.“
Meira

Árið 2021: „Við bændur munum ekki sakna þurrkanna“

Nyrst á Skaga, út við ysta haf, býr Karen Helga Rabølle Steinsdóttir ásamt Jóni Helga manni sínum og tveimur ungum herramönnum. Þau búa nánar tiltekið í Víkum þar sem þau reka sauðfjárbú en Karen vinnur að auki á leikskólanum Barnabóli á Skagaströnd. Auk þess er hún sporðdreki. Feykir plataði hana til að gera upp árið 2021 sem hún lýsir svona í þremur orðum: „ Leið of fljótt.“
Meira

Jólahúnar láta gott af sér leiða

Jólahúnar héldu nú fyrir jólin tónleika á Blönduósi og Hvammstanga sem tókust vel en með kjörorð Skúla heitins á Tannstaðabakka, Samstaða og kærleikur, að leiðarljósi, rann allur ágóði af tónleikunum til góðgerðarmála.
Meira

Árið 2021: Vill skella andlitsgrímunni á brennuna

Króksarinn Halldór Þormar Halldórsson hefur búið á Siglufirði um drjúglangan tíma en hann starfar sem lögfræðingur hjá íslenska ríkinu. Hann gerir nú upp árið fyrir lesendur Feykis. Hann segist hafa hætt að telja skó sína við 25 pör en notar skónúmer 43/44. Þegar hann er spurðu hver helsta lexía ársins 2021 hafi verið svarar hann: „Hvert ár sem líður færir manni einhverja lexíu en sú sem kannski stendur eftir þetta ár er að telja aldrei hænsnin fyrr en þau eru komin inn í kofann, eins og dagljóst er orðið.“
Meira

Árið 2021: Þvottaefni í púðum fyrir þvottavélar – ætti ekki að nota í uppþvottavélar

Nú skýst Feykir með lesendur sína í uppgjörsleiðangur yfir snjóþakta Öxnadalsheiði og nemur staðar á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit hvar fyrrum prófarkalesari blaðsins, Karl Jónsson, unir hag sínum í góðum félagsskap. Kalli, sem er uppalinn á Hólaveginum á Króknum, starfar nú sem verkefnastjóri á Akureyri, hefur góðan smekk á íþróttum og er í nautsmerkinu. Árið í þremur orðum? Allt á uppleið.
Meira

Árið 2021: Lífið á Smáragrundinni spennusögu líkast

Það er komið að Álfhildi Leifsdóttur að gera upp árið á netsíðu Feykis. Hún býr á Smáragrundinni á Króknum, í hjarta bæjarins, en er að sjálfsögðu uppalin í Keldudal í Hegranesi. Álfhildur er kennari og sveitarstjórnarfulltrúi og auk þess fiskur. Til að lýsa árinu notar hún þrjú orð sem öll byrja á eff; Fjölskyldusamvera, fjarfundir, fordæmalaust!
Meira

Árið 2021: Saknar viknanna tveggja

Nú er það Sveinbjörg Rut Pétursdóttir sem leiðir okkur í allan sannleikann um árið sem er að líða. Hún býr í Grundartúninu á Hvammstanga, starfar sem atvinnuráðgjafi hjá SSNV og er sporðdreki. Sveinjörg segir ást, samveru og ferðalög lýsa árinu hennar best.
Meira

Árið 2021: Á ekki eftir að sakna þess að standa í flutningum

Kristín Sigurrós Einarsdóttir sprettur upp að morgni annars dags jóla til að svara ársuppgjörinu. Eða þannig. Stína hefur víða komið við síðan hún flutti í Skagafjörðinn fyrir einhverjum árum, meira að segja unnið á Feyki. Nú býr hún á Hofsósi en á ættir að reka í Lundarreykjadalinn í Borgarfirði. Árinu lýsir hún með eftirfarandi b-orðum: „Breytingar, bjartsýni og bugun.“
Meira