Ævintýrabókin slær í gegn
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
10.10.2018
kl. 09.39
Þriðja sýning Leikfélags Sauðárkróks á Ævintýrabókinni fer fram í kvöld en óhætt er að segja að áhorfendur hafi skemmt sér vel á fyrri sýningum. Uppselt var á frumsýningu og mikil stemning í salnum og sama má segja í gær. Leikarar og áhorfendur vel stemmdir en fleiri gestir hefðu mátt láta sjá sig. Nú hefur foreldrafélag Árskóla og Ársala á Sauðárkróki ákveðið að niðurgreiða miðaverð fyrir sína félagsmenn sem og foreldrafélag Varmahlíðaskóla. Foreldrar eru hvattir til að nýta sér það.
Meira