Mannlíf

Feikna fjör á Hofsós heim um helgina

Hofsósingar og nærsveitungar halda bæjarhátíð sína nú um helgina undir yfirskriftinni Hofsós heim. Hátíðin er arftaki Jónsmessuhátíðar á Hofsósi sem haldin var árlega um margra ára skeið, síðast árið 2017. Dagskráin er þéttskipuð skemmtilegum viðburðum og ættu allar kynslóðir að geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi.
Meira

Stuð og stemning framundan á Lummudögum

Á Sauðárkróki mun lummuilmur væntanlega svífa yfir götum um helgina en þá verða Lummudagar haldnir í ellefta skipti. Feykir hafði samband við Steinunni Gunnsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Lummudaga og bað hana að segja lesendum eilítið frá Lummudögum.
Meira

Harmonikuunnendur skemmta sér á Steinsstöðum

Félag harmonikuunnenda í Skagafirði stendur fyrir fjölskylduhátíð að Steinsstöðum nú um helgina, 21.-23. júní. Dagskráin hefst með dansleik klukkan 21:00 í kvöld þar sem sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson ásamt Jóa Færeyingi og Aðalsteini Ísfjörð sjá um fjörið.
Meira

Dansað í Sæluviku

Margir sakna þess að ekki skuli vera haldnir dansleikir í Sæluviku eins og tíðkaðist hér áður fyrr þegar dansinn dunaði alla vikuna. Að þessu sinni var þó haldið eitt ball, harmóníkuball sem félagsskapurinn Pilsaþytur stóð fyrir og bauð til sín góðum gestum í danshópnum Vefaranum. Hópurinn sýndi þjóðdansa og á eftir var stiginn dans við undirleik Aðalsteins Ísfjörð.
Meira

Sumarkomunni fagnað með sama hætti í meira en 60 ár

Sjálfsagt eru þau ekki mörg bæjarfélögin á landinu sem státa af hátíðahöldum með jafn hefðbundnu sniði og tíðkast á Hvammstanga á sumardaginn fyrsta.
Meira

Vetur konungur afhendir Sumardísinni völdin á Hvammstanga á morgun

Á morgun, sumardaginn fyrsta, er boðað til hátíðahalda á Hvammstanga svo sem venjan er á þessum degi. Hefjast þau með skrúðgöngu sem leggur af stað frá Félagsheimilinu á Hvammstanga kl. 14:00 með viðkomu við sjúkrahúsið en að henni lokinni hefst hefðbundin dagskrá í Félagsheimilinu. Þar mun Vetur konungur afhenda Sumardísinni völdin og þá hefur sumarið innreið sína inn í hjörtun með söng og gleði. Að því loknu verða spilaðar nokkrar umferðir í bingó í boði fyrirtækja í Húnaþingi vestra.
Meira

Opið hús í Kakalaskála

Næstu þrjá laugardaga, 30. mars, 6. og 13. apríl verður opið hús í Kakalaskála í Skagafirði þar sem áhugasömum er boðið að fylgjast með 14 alþjóðlegum listamönnum að störfum við að túlka sögu Þórðar kakala fyrir sýningu sem stendur til að opna í Kakalaskála í sumar.
Meira

Vel heppnuð söngferð Heimis suður yfir heiðar

Karlakórinn Heimir brá sér í söngtúr um helgina og stóð fyrir þrennum tónleikum sunnan heiða. Á föstudagskvöldinu söng kórinn í Langholtskirkju í Reykjavík en daginn eftir skálmaði hann í Skálholtskirkju og hóf upp raust sína og síðar sama dag í Selfosskirkju. Tenórsöngvarinn Elmar Gilbertsson var gestur Heimis á tónleikunum í Langholtskirkju og heillaði tónleikagesti með sinni miklu og fallegu rödd.
Meira

„Það gefur á bátinn" í Árgarði

Rökkurkórinn í Skagafirði heldur tónleika í Árgarði sunnudaginn 10. febrúar klukkan 15:00. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Það gefur á bátinn“ og samanstendur dagskráin af gömlu góðu sjómannalögunum sem stjórnandi kórsins, Thomas Higgerson, hefur útsett fyrir kórinn.
Meira

Leikhópurinn Lotta sýnir Rauðhettu

Leikhópurinn Lotta er nú á ferð um Norðurland með söngleikinn Rauðhettu sem frumsýndur var í Tjarnarbíói í byrjun janúar. Þetta er annar veturinn í röð sem Leikhópurinn Lotta, sem hefur sérhæft sig í sýningum utandyra, setur upp sýningar í Tjarnarbíói og ferðast í framhaldi af því með sýninguna vítt og breitt um landið.
Meira