Þorrinn hefst í dag
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
25.01.2019
kl. 16.05
Þorrinn hefst í dag en samkvæmt gamla íslenska tímatalinu er hann fjórði mánuður vetrar. Hefst hann því á tímabilinu frá 19.-25. janúar, alltaf á föstudegi og er sá dagur nefndur bóndadagur. Þorrinn er því eins seint á ferðinni að þessu sinni og hann mögulega getur orðið. Eins og áður hefur komið fram í frétt á Feyki.is gætti þess misskilnings á mörgum dagatölum þetta árið að bóndadagur væri þann 18. janúar og því er eitthvað um að tímasetningar á þorrablótum landsmanna hafi skolast til en vonandi kemur það ekki að mikilli sök.
Meira