Mannlíf

Þorrinn hefst í dag

Þorrinn hefst í dag en samkvæmt gamla íslenska tímatalinu er hann fjórði mánuður vetrar. Hefst hann því á tímabilinu frá 19.-25. janúar, alltaf á föstudegi og er sá dagur nefndur bóndadagur. Þorrinn er því eins seint á ferðinni að þessu sinni og hann mögulega getur orðið. Eins og áður hefur komið fram í frétt á Feyki.is gætti þess misskilnings á mörgum dagatölum þetta árið að bóndadagur væri þann 18. janúar og því er eitthvað um að tímasetningar á þorrablótum landsmanna hafi skolast til en vonandi kemur það ekki að mikilli sök.
Meira

Kristmundur á Sjávarborg 100 ára

Í dag, 10. janúar, eru 100 ár liðin frá fæðingu Kristmundar Bjarnasonar rithöfundar og fræðimanns á Sjávarborg. Hann dvelur nú, og hefur gert síðustu árin, á Dvalaheimilinu á Sauðárkróki. Kristmundur er heiðursfélagi Sögufélags Skagfirðinga og í tilefni tímamótanna gefur félagið úr bernskuminningar hans frá Mælifelli, þar sem hann ólst upp.
Meira

Skemmtikvöld í sveitinni - leiðrétt dagsetning

Athygli lesenda Sjónhornsins er vakin á því að dagsetning misritaðist í auglýsingu frá Búminjasafninu í Lindabæ í nýjasta tölublaði Sjónhornsins sem kom út í dag. Pantanir fyrir skemmtikvöldið þurfa að berast fyrir 16. janúar en ekki febrúar eins og misritaðist í blaðinu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Meira

Flugeldasýningar og áramótabrennur

Áramótin eru framundan með öllum sínum gleðskap, brennum og skoteldum. Feyki telst svo til að auglýstar flugeldasýningar og brennur verði haldnar á sjö stöðum á Norðurlandi vestra að þessu sinni, á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd, í Varmahlíð, á Sauðárkróki, Hólum og á Hofsósi.
Meira

Áramótatónleikar Karlakórsins Heimis

Karlakórinn Heimir heldur sína árlegu áramótatónleika í Miðgarði annað kvöld, laugardag 29. desember, klukkan 20:30 og bera tónleikarnir yfirskriftina Hátíð um áramót.
Meira

Krókurinn í denn – Danirnir á Króknum í tali og tónum

Krókurinn í denn – Rósir á mölinni - er yfirskrift sýningar sem sett er upp á Sauðárkróki í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands og er eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk til uppsetningar frá fullveldisnefnd. Eins og nafnið bendir til mun sýningin hverfa með áhorfendum aftur í tímann og bregða upp myndum sem sýna hin miklu áhrif sem Danir höfðu á uppbyggingu og mannlíf staðarins um aldamót 19. og 20. aldar.
Meira

Miðasala á Snædrottninguna í fullum gangi

Á nýmáluðu kolsvörtu sviði og með nýjum sviðsbúnaði, sem hvort tveggja gefur leikhúsgestinum tækifæri á frábærri leikhúsupplifun, í Félagsheimili Hvammstanga setur Leikhópur Húnaþings vestra upp ævintýrið um Snædrottninguna. Hópur ólíkra vina leggja upp í svaðilför til að bjarga Kára frá Snædrottningunni en Kári er besti vinur Gerðu.
Meira

Hver á sér fegra föðurland á laugardaginn?

Þann 1. desember verður öld liðin frá því að Ísland fékk fullveldi frá Danakonungi og verður þess minnst í tali og tónum í Menningarhúsinu Miðgarði nk. laugardagskvöld kl. 20 undir yfirskriftinni: „Hver á sér fegra föðurland“.
Meira

Jólatónleikar í Hvammstangakirkju

Kór eldri borgara í Húnaþingi vestra heldur jólatónleika í Hvammstangakirkju þriðjudaginn 27. nóvember kl. 20:00. Stjórnandi er Ólafur Rúnarsson og Elinborg Sigurgeirsdóttir sér um undirleik.
Meira

Hlakka til að gleðja Skagfirðinga með söng

Karlakór Hreppamanna, undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar, heldur tónleika í Menningarhúsinu Miðgarði á föstudaginn kemur 9. nóv. kl 20.00. Með kórnum kemur fram söngkonan Kristjana Stefánsdóttir auk þriggja manna hljómsveitar sem skipuð er einvalaliði hljóðfæraleikara, þeim Vigni Þór Stefánssyni píanóleikara, Jóni Rafnssyni bassaleikara og Erik Qvick trommuleikara.
Meira