Fréttir

Bændamarkaður, rósir og vöfflur

Það verður aldeilis hægt að fara á jólarúnt nk. laugardag 22. nóvember. Hinn árlegi jóla, bænda og handverksmarkaður verður í Hlöðunni á Stórhól í Lýdó og Rúnalist Gallerí, kaffihúsið Starrastöðum og handverks og sölubasar dagdvalar aldraðra er meðal þess sem um er að vera í firðinum. 
Meira

Tíunda bindið af Skagfirskum æviskrám 1910-1950 komið úr prentun

Út er komið tíunda bindið af Skagfirskum æviskrám frá tímabilinu 1910-1950 og er það Sögufélag Skagfirðinga sem gefur út. Í þessari bók eru 87 æviþættir um það bil 160 einstaklinga. Eru þá samtals komir 952 æviskrárþættir frá fyrrgreindu tímabili. Þeirri reglu hefur ævinlega verið haldið að birta ekki æviskrár fólks meðan það er lífs, þótt í allnokkrum tilfellum hafi einstaklingarnir sjálfir gefið upplýsingar um lífsferlil sinn, er síðar voru svo notaðar.
Meira

Bömmer á bömmer ofan í Grindavík

Það voru margir búnir að bíða spenntir eftir toppslagnum í Bónus deild karla en lið Grindavíkur og Tindastóls mættust í HS Orku-höllinni í Grindavík í gærkvöldi. Þegar á hólminn kom var það bara annað liðið sem spilaði eins og topplið og það kom því miður í hlut Tindastóls að valda sínum stuðningsmönnum miklum vonbrigðum eins og sjá mátti á gráti og gnýstran tanna á samfélagsmiðlum. Heimamenn uppskáru afar öruggan 16 stiga sigur, 91-75, en þó höfðu gestirnir náð að laga stöðuna í lokafjórðungnum.
Meira

Starfamessa á Sauðárkróki

Starfamessa fyrir ungmenni á Norðurlandi vestra var haldin í dag 20. nóvember. Starfamessa er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar landshlutans fyrir árið sem er að líða. Þetta er í þriðja sinn sem ungmennum í landshlutanum gefst kostur á að kynnast fjölmörgum starfsgreinum, sem hægt er að vinna við innan og utan landshlutans, bakgrunn þeirra og menntunarkröfum.
Meira

Erindið Jólin og sorgin á Löngumýri miðvikudaginn 26. nóvember kl. 18.

Þau leiðu mistök urðu að röng auglýsing var sett í Sjónhorn vikunnar fyrir erindi á Löngumýri miðvikudaginn 26. nóvember.
Meira

Sofnar út frá tónlist öll kvöld | Íris Lilja

Íris Lilja Magnúsdóttir er önnur tveggja sem samdi lag sem valið var að taka þátt í Málæði fyrir Grunnskóla austan Vatna, er þetta í annað skipti sem skólinn er valinn til að fullvinna lag sem nemendur semja. Íris Lilja er 15 ára og býr á Kárastígnum á Hofsósi, dóttir Magnúsar Tómasar Gíslasonar og Margrétar Berglindar Einarsdóttur. Íris er miðjubarn, elstur er Gísli Þór Magnússon og yngst Steinunn Marín Magnúsdóttir. Lagið þeirra Aftur heim er nú komið út og hægt að hlusta á lagið á streymisveitu Spotify.
Meira

Hefur spilað á fiðlu í níu ár | Bettý Lilja

Bettý Lilja Hjörvarsdóttir er 14 ára nemandi í Grunnskóla austan Vatna á Hofsósi, dóttir Hjörvars Leóssonar og Bylgju Finnsdóttur. Bettý Lilja er næst elst fimm systkina, Camilla Líf er elst, þá Bettý Lilja svo Myrra Rós, Dalía Sif og yngstur er Bernharð Leó. Fjölskyldan býr á kúabúi á Laufkoti í Hjaltadal. Bettý Lilja er önnur tveggja sem samdi lag sem var valið til að taka þátt í Málæði fyrir Grunnskóla austan Vatna en þetta er annað árið í röð sem skólinn er valinn með lag til að taka þátt. Lagið heitir Aftur heim og er nú komið út og hægt að hlusta á það á streymisveitu Spotify. 
Meira

Vínsmökkun á sérvöldum spænskum vínum á Grand-Inn

Sóley Björk Guðmundsdóttir vínfræðingur mætir galvösk á Grand-Inn á föstudaginn kl. 17:99 og býður áhugasömum að smakka sex víntegundir. Feykir sendi nokkrar spurningar á Sóleyju, sem er brottfluttur Króksari, og spurði hana örlítið út í smökkunina og hvernig hún fer fram.
Meira

Tollurinn vill aðgang að eftirlitsmyndavélum við Skagastrandarhöfn

Húnahornið segir af því að ríkisskattstjóri hafi farið þess á leit við Sveitarfélagið Skagaströnd að það veiti tollgæslunni yfirlit yfir þær eftirlitsmyndavélar sem Skagastrandarhöfn hefur yfir að ráða á tollhöfnum og öðrum svæðum þar sem ótollafgreiddar vörur eru geymdar.
Meira

„Núverandi leið er hættuleg og öryggi vegfarenda engan veginn ásættanlegt“

„Það er fagnaðarefni að Vegagerðin skuli hafa boðið út for- og verkhönnun Fljótaganga ásamt nauðsynlegri vegagerð á leiðinni á milli Stafár og að fyrirhuguðum göngum,“ sagði Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Skagafjarðar þegar Feykir innti hann eftir viðbrögðum við frétt Feykis um þessa framvindu mála sem tengjast væntanlegri gerð Fljótaganga.
Meira