Fréttir

Mögulega verða sex listar í boði í Skagafirði

Það er kosningaár en kosið verður til sveitarstjórna þann 16. maí næstkomandi. Feykir hefur örlítið verið að grafast fyrir um framboðs- og listamál í Skagafirði og vonandi verður hægt að segja frá einhverju áður en langt um líður. Augljóslega eru listar ekki klárir enn sem komið er en þó rétt að kanna stöðuna, hverjir hyggjast stíga til hliðar og hvort ný framboð séu í pípunum.
Meira

Samstarfsverkefni innan Safnahúss Skagfirðinga fengu styrki

Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra var haldin á veitingastaðnum Sjávarborg á Hvammstanga síðastliðinn mánudag. Meðal þeirra sem mættu til leiks voru þær stöllur í Safnahúsi Skagfirðinga, Kristín Sigurrós Einarsdóttir héraðsbókavörður og Sólborg Una Pálsdóttir héraðsskjalavörður. Þar veittu þær viðtöku tveimur styrkjum en annars vegar sótti bókasafnið um styrk til að halda málþing í tilefni þess að 18. apríl verða liðin 100 ár frá fæðingu skagfirska rithöfundarins Indriða G. Þorsteinssonar og hins vegar sótti skjalasafnið um styrk til að halda grúsknámskeið. Hvort safn um sig er svo samstarfsaðili að verkefni hins safnsins.
Meira

Einstök heimsfrumsýning

Nemendur 8. - 10. bekkjar í Varmahlíðarskóla heimsfrumsýna verkið Ógleymanlega martröðin, föstudaginn 16. janúar í Miðgarði klukkan 20:00. Það sem gerir þetta að stórmerkilegum viðburði er að handritið er samið af nemendum 10. bekkjar í skólanum og er aðeins þessi eina sýning í boði og því um bókstaflega einstök heimsfrumsýningu að ræða. Leikstjórar eru Íris Olga Lúðvíksdóttir og Ísak Agnarsson. Varmahlíðarskóli hlaut styrk frá Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga til að styðja nemendur 10. bekkjar í að skrifa og þróa handritið, en skriftir hófust rétt eftir árshátíð skólans fyrir ári síðan
Meira

Bingói í Árskóla frestað

Bingó sem vera átti í dag í matsal Árskóla hefur verið frestað af óviðráðanlegum örsökum. 
Meira

Ásgeir í Hlíðarkaup var valinn Maður ársins 2025 á Norðurlandi vestra

Feykir stóð fyrir vali á Manni ársins á Norðurlandi vestra núna í lok árs og byrjun þess nýja og lauk kosningu að morgni mánudagsins 12. janúar sl. Valið stóð á milli níu aðila og var hægt að kjósa á feykir.is. Alls voru það 1.261 sem tóku þátt og kusu. Með 34% atkvæða þá er það Ásgeir Einarsson á Sauðárkróki, eða Ásgeir í Hlíðarkaup eins og hann er jafnan nefndur, sem er Maður ársins 2025 á Norðurlandi vestra.
Meira

Nýsköpun & ný tengsl – Hringferð um landið

Í þriðju viku janúar fara KLAK – Icelandic Startups, Íslandsstofa, Tækniþróunarsjóður og Vísindagarðar í sameiginlega hringferð um landið til að halda opna kynningarfundi ásamt staðbundnum samstarfsaðilum fyrir öll þau sem hafa áhuga á að setja af stað verkefni í nýsköpun eða þróa viðskiptahugmynd. Í þriðju viku janúar fara KLAK – Icelandic Startups, Íslandsstofa, Tækniþróunarsjóður og Vísindagarðar í sameiginlega hringferð um landið til að halda opna kynningarfundi ásamt staðbundnum samstarfsaðilum fyrir öll þau sem hafa áhuga á að setja af stað verkefni í nýsköpun eða þróa viðskiptahugmynd. Hér á Norðurlandi vestra verður viðburður á Kaffi Krók á Sauðárkróki þann 22. janúar kl. 10:00-12:00 í samstarfi við SSNV.
Meira

KR-ingar hefndu fyrir tapið í VÍS bikarnum

Stólastúlkur heimsóttu Meistaravelli KR-inga í kvöld í Bónus deildinni. Liðin mættust síðastliðinn laugardag á Króknum í VÍS bikarnum og þá hafði lið Tindastóls betur í leik þar sem þær höfðu yfirhöndina nánast allan tímann en unnu nauman sigur í lokin. Að þessu sinni voru KR-ingar mun grimmari og gáfu liði Tindastóls engin grið. Lokatölur 82-64.
Meira

Fimm heimamenn skrifa undir hjá Stólunum

 Nú í kvöld gaf knattspyrnudeild Tindastóls út yfirlýsingu þar sem segir að fimm heimamenn leikmannahópi meistaraflokks karla hafi skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Sannarlega góðar fréttir og ánægjulegt að góður kjarni heimamanna haldi tryggð við sitt uppeldisfélag sem er nú ekki gefið á þessum síðustu.
Meira

Bóndinn játaði skýlaust sök fyrir dómi

Nautgripabóndi sem hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að vanrækja dýr sín var í miklu andlegu ójafnvægi þegar brotin áttu sér stað. Eftirlitsmenn Matvælastofnunar fundu 29 dauða nautgripi í gripahúsi á bæ bóndans árið 2024. Stofnunin lét aflífa eða slátra 49 gripum til viðbótar vegna slæms ástands þeirra. Í frétt á Vísi.is segir að dómur yfir bóndanum hafi fallið í nóvember.
Meira

Tindastólsmenn sóttu sigur í Bogann

Leik var haldið áfram í Kjarnafæðimótinu í knattspyrnu um helgina en á föstudagskvöldið mættust lið Tindastóls og KA3 í B-deildinni og var spilað í Boganum. Akureyringar misstu mann af velli með rautt spjald snemma leiks og þrátt fyrir góða baráttu þeirra gulu og bláu þá tóku Stólarnir völdin og unnu að lokum góðan 6-1 sigur.
Meira