Fréttir

Afurðaverð endurspeglar ekki væntingar bænda

Í frétt á Húnahorninu er sagt frá því að bændur hafi orðið fyrir vonbrigðum með afurðaverð sem kynnt hafa verið fyrir komandi sauðfjársláturtíð. „Í verðskrám Kjarnafæðis Norðlenska, Kaupfélags Skagfirðinga og Sláturhúss KVH á Hvammstanga er vegin hækkun frá síðasta árið 1,6%, samkvæmt útreikningi Bændasamtaka Íslands. Í grein á vef Bændablaðsins segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður stjórnar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökunum að verðin endurspegli ekki þær væntingar sem uppi hafi verið um áframhaldandi bætta afkomu og rekstraröryggi til framtíðar,“ segir í fréttinni.
Meira

Silla borgarar til styrktar Stólastúlkum – koma svo!

Feykir var búinn að nefna það í byrjun vikunnar að hinn margverðlaunaði Silli kokkur mætir á Krókinn í dag og selur hamborgara til styrktar kvennaliði Tindastóls í Bestu deildinni. Það kostar nokkra aura að halda úti liði í efstu deild og sannarlega stórmagnað framtak hjá Silla að standa þétt við bakið á liðinu okkar.
Meira

Frumkvöðlar á landsbyggðinni fá sviðsljósið: Startup Landið fer af stað

Hugmynd sem fæddist við eldhúsborðið gæti orðið næsta stóra fyrirtæki. En hvernig fer maður af stað? Það er spurning sem margir sem ganga með hugmynd í maganum hafa líklega spurt sig – og svarið gæti nú leynst í nýju verkefni sem fer af stað í haust: Startup Landið, viðskiptahraðall sérstaklega ætlaður frumkvöðlum utan höfuðborgarsvæðisins.
Meira

Byggðarráð vill að ráðherra taki togveiðar á Skagafirði til skoðunar

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 23. júlí sl. að hvetja atvinnuvegaráðherra til að taka togveiðar á Skagafirði til skoðunar og opna fyrir faglega og gagnsæja umræðu um framtíðarskipulag veiða með dragnót við Íslandsstrendur, með áherslu á verndun vistkerfa og sjálfbæra nýtingu.
Meira

Hólahátíð verður helgina 16.-17. ágúst 2025

Hin árlega Hólahátíð verður um næstu helgi en nú er bryddað upp á þeirri nýbreytni að hátíðin hefst á laugardeginum með Hólahátíð barnanna. Þar verður dagskrá fyrir börn og fjölskyldur frá kl. 14.00. Skátafélagið Eilífsbúar sér um dagskrána og verður farið í ýmsa leiki og þrautir úti, auk skógargöngu.
Meira

Arnar setti niður átta þrista gegn Póllandi

Það styttist óðum í að Evrópumótið í körfubolta skelli á og eflaust eru einhverjir hér á svæðinu sem ætla að skella sér til Póllands. Íslenska landsliðið er á fullu í undirbúningi fyrir mótið og þar stefna menn á fyrsta sigurinn á stórmóti. Fyrir nokkrum dögum lék landsliðið æfingaleik gegn Pólverjum og tapaðist leikurinn með tveimur stigum, 92-90. Þar fór Tindastólsmaðurinn Arnar Björnsson á kostum og var stigahæstur íslensku leikmannanna. Tölfræði hans í þeim leik var til fyrirmyndar.
Meira

Sigla strandsiglingar í strand?

Feykir sagði frá því um miðjan júlí að Eimskip hefði í hyggju að hætta strandsiglingum til Sauðárkróks, auk Ísafjarðar, Akureyrar og Húsavíkur, í ljósi lokunar kísilverksmiðjunnar á Bakka við Húsavík. Í kjölfar þessarar ákvörðunar Eimskips ákvað Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra á setja á laggirnar starfshóp vegna málsins. Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar þann 23. júlí sl. var síðan samþykkt að skora á iðnaðarráðherra að „...hraða vinnu hópsins sem leiði samtal við hagaðila um möguleika strandsiglinga og geri tillögur til úrbóta.“
Meira

Gæðingar nutu sín í Sviss

Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Sviss lauk á sunnudaginn. Er mál manna að vel hafi tekist til og Svisslendingar staðið fagmannlega að mótshaldinu. Heimsmeistaramótum er skipt í tvo hluta, íþróttakeppni og kynbótasýningar.
Meira

Bekkur tileinkaður minningu Gísla Þórs

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur á undanförnum misserum komið upp fjölmörgum bekkjum víðsvegar í Sauðárhlíð og í Litla Skógi á Sauðárkróki. „Einn slíkur bekkur er frábrugðinn öðrum, en hann er skreyttur ljóði og lagi eftir Gísla Þór Ólafsson (1979–2025), sem starfaði undir skáldanafninu Gillon,“ segir í tilkynningu á heimasíðu Skagafjarðar en bekkinn má finna á milli Raftahlíðar og Eskihlíðar, við upphaf göngustígsins upp á Sauðárháls.
Meira

Silli kokkur styður kvennalið Tindastóls

Silli kokkur og hans lið er vel kunnugt á Sauðárkróki en þar kemur hann reglulega með matarvagninn sinn og býður upp á gómsætan götumat.
Meira