Afurðaverð endurspeglar ekki væntingar bænda
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
13.08.2025
kl. 15.42
Í frétt á Húnahorninu er sagt frá því að bændur hafi orðið fyrir vonbrigðum með afurðaverð sem kynnt hafa verið fyrir komandi sauðfjársláturtíð. „Í verðskrám Kjarnafæðis Norðlenska, Kaupfélags Skagfirðinga og Sláturhúss KVH á Hvammstanga er vegin hækkun frá síðasta árið 1,6%, samkvæmt útreikningi Bændasamtaka Íslands. Í grein á vef Bændablaðsins segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður stjórnar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökunum að verðin endurspegli ekki þær væntingar sem uppi hafi verið um áframhaldandi bætta afkomu og rekstraröryggi til framtíðar,“ segir í fréttinni.
Meira