Fréttir

Allir að róa í sömu átt

Í gærkvöldi varð ljóst hverjir andstæðingar Tindastóls verða í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfunni. Þá áttust Stjarnan og Grindavík við í oddaleik en leikir liðanna höfðu verið æsispennandi og það varð engin breyting á því í gær. Það var lið Stjörnunnar sem hafði betur eftir dramatík í lokin. Fyrsti leikurinn í einvígi Tindastóls og Stjörnunnar verður í Síkinu á fimmtudaginn.
Meira

Háholt er ekki heldur inni í myndinni hjá Guðmundi Inga

Ráðherra barnamála, Guðmundur Ingi Kristinsson, er á sömu skoðun og fyrrverandi barnamálaráðherra, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, varðandi vistun barna í Háholti í Skagafirði og telur Háholt ekki koma til greina sem meðferðarheimili fyrir börn. Í frétt á vef RÚV segir að neyðarvistun, afplánun og gæsluvarðhald verði áfram á Stuðlum.
Meira

Söngskemmtun á Löngumýri

Sönghópur félags eldri borgara í Skagafirði heldur söngskemmtun á Löngumýri í Skagafirði sunnudaginn 11. maí 2025 kl. 15:00. Aðgangur kr. 3.000,- enginn posi. Verið velkomin. Stjórnin
Meira

Grunnskóli Húnaþings vestra í úrslit

Það má segja að mjótt hafi verið á munum þegar Grunnskóli Húnaþings vestra sigraði í sínum riðli í Skólahreysti í síðustu viku. Lið skólans hlaut 42 stig og komst áfram í úrslit Skólahreystis.
Meira

Umhverfisdagur á Skagaströnd 8. maí

Fimmtudaginn 8. maí kl. 16:00 - 18:00 ætla Skagstrendiingar að taka saman höndum og týna rusl í bænum sínum. „Við ætlum að hittast í áhaldahúsinu þar sem skipað verður í leitir (ruslaleitir) og afhentir pokar. Allir sem vettlingi geta valdið, fullorðnir sem börn, eru hvattir til að koma og taka þátt,“ segir í skilaboðum frá Helenu Mara, Sigríði Björk og Gígju Heiðrúnu á vef Skagastrandar.
Meira

Nýtt upplýsingaskilti við kirkjugarðinn á Blönduósi

Húnahornið segir frá því að nýtt upplýsingaskilti er komið upp við kirkjugarðinn á Blönduósi. Á skiltinu má finna nöfn þeirra sem hvíla í garðinum, fæðingarár og dánardag auk númer legstaða. Gert er ráð fyrir að skiltið verði uppfært reglulega á fimm ára fresti.
Meira

Friðrik Henrý sigraði U14 í DARTUNG sl. helgi

Laugardaginn 2. maí fór fram önnur umferð af fjórum í DARTUNG 2025 og var það haldið í aðstöðu Pílufélags Reykjavíkur að Tangarhöfða 2 í Reykjavík. Pílukastfélag Skagafjarðar átti þar sjö flotta fulltrúa, tvær stelpur og fimm stráka, og voru það þau Arnór Tryggvi, Birna Guðrún, Daníel Smári, Friðrik Elmar, Friðrik Henrý, Gerður Júlía og Sigurbjörn Darri. Þau voru öll félagi sínu til mikillar fyrirmyndar á mótinu.
Meira

Kvikmyndin Sinners í Króksbíói í kvöld kl. 20:00

SINNERS verður sýnd í kvöld, mánudaginn 5. maí kl. 20:00. Þeir sem vilja panta miða á myndina er bent á að senda skilaboð á Facebook-síðu Króksbíós eða hringja í síma 855-5216 tveimur tímum fyrir sýningu. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. Myndin fjallar um tvíburabræður í leit að betra lífi sem snúa aftur í gamla heimabæinn. Þar býður þeirra meiri illska en þeir hafa áður kynnst.
Meira

Vegið ómaklega að lögreglunni | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fullyrðingar Kristins Hrafnssonar hjá Wikileaks um að auðmenn ráði öllu sem þeir vilji á Íslandi og að lögreglan hér á landi þjóni þeim standast enga skoðun. Nægir í því sambandi að benda á þann fjölda auðmanna sem rannsakaðir hafa verið af lögreglunni, sóttir til saka og sakfelldir frá bankahruninu haustið 2008. Enn eru slík mál í gangi í dómskerfinu meira en 16 árum síðar og verið árum saman. Vægast sagt ómaklega er vegið að lögreglunni í þessum efnum.
Meira

Vísnakeppni Sæluviku 2025

Við setningu Sæluviku Skagfirðinga er venja að birta úrslit í árlegri vísnasamkeppni, vonandi verður hún á Sæluvikudagskránni næstu hálfa öldina amk. Markmiðið er að fá fólk til að rifja upp kynni við skáldagyðjuna, botna fyrirfram gefna fyrriparta og yrkja vísu eða vísur um ákveðið efni. Í ár er það eftirtektarverður og ógnvekjandi stjórnunarstíll forseta nokkurs vestanhafs sem er yrkisefnið. Aukning þátttöku í prósentum talið er að nálgast efri tollamörk Trömps. Bárust okkur svör frá 21 hagyrðingi undir alls 26 dulnefnum. Sumir botnuðu alla fyrriparta ásamt því að senda inn eina eða fleiri vísur, einhverjir sendu aðeins eina stöku og allt þar á milli. Hver hafði sína hentisemi með það. Úr nógu var því að moða og erfitt verk beið dómnefndar.
Meira