Njarðvíkingar mæta í Síkið í kvöld
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
23.01.2026
kl. 15.04
Stólarnir spretta úr spori á ný í Bónus deild karla í kvöld þegar þeir fá lið Njarðvíkur í heimsókn í Síkið. Tindastóll er í öðru sæti deildarinnar með 20 stig að loknum þrettán leikjum en lið Stjörnunnar og Vals eru einnig með 20 stig en hafa leikið einum leik meira en Stólarnir. Grindvíkingar eru sem fyrr á toppnum, hafa aðeins tapað einum leik í deildinni í vetur. Leikurinn hefst kl. 19:00 og varningur og hamborgarar að sjálfsögðu í boði.
Meira
