Aðalfundur Umf. Kormáks fyrir árið 2009 verður haldinn í dag 17. des. kl. 17:00 í Félagsheimilinu Hvammstanga. Leitað er eftir áhugasömu fólki í stjórn.
Umf. Kormákur hefur auglýst eftir fólki til að sinna stjórnarstörfum hjá...
Kjötmatsreglugerðin frá 1998 hefur verið endurútgefin með breytingum sem reglugerð nr. 882/2010. Í haust lagði Matvælastofnun til við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að nokkrar breytingar yrðu gerðar á reglugerð nr. 4...
Mbl.is segir frá því að Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason, þingmenn VG, ætla ekki að styðja fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Þau lögðu fram tillögur um breytingar á frumvarpinu í þingflokki VG en...
Útflutningur hrossa hefur gengið vel í haust og hafa ríflega 1000 hross farið utan nú í byrjun desember eftir því sem fram kemur á heimasíðu Matvælastofnunar. Þar sem lítið ber á hóstaveiki nú er kröfu um heimasóttkví útfl...
Þau eru ekki falleg veðurkortin en spáin gerir ráð fyrir norðvestan 8-13 og skýjað með köflum. Frost 2 til 10 stig. Hvessir á morgun, norðan 18-23 síðdegis. Snjókoma eða él.
Í gilinu á Laugarbakka, á milli Laugarbakkaþorps og Gilsbakka, stendur nú yfir breikkun á gönguleið. Vegurinn þarna yfir er nánast í fullri breidd en nú er verið að bæta utan á vegin að austanverðu og þessi nýja breikkun er æt...
Atvinnuleitendur sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins fá eingreiðslu í desember samkvæmt tillögu Guðbjarts Hannessonar, félags- og tryggingamálaráðherra, sem ríkisstjórnin samþykkti þann 1. des. Full uppbót er 44....
Flutningskerfi raforku heldur samfélaginu gangandi. Það tryggir að heimili, fyrirtæki og stofnanir um allt land hafi öruggt aðgengi að rafmagni og þess vegna skiptir miklu máli að byggja kerfið upp og þróa áfram; það snýst um bæði orkuöryggi og öryggi þjóðarinnar. Núverandi byggðalína er komin til ára sinna og er flutningur raforku um hana háður miklum takmörkunum. Svigrúm til tengingar nýrra notenda eða framleiðslueininga er nánast ekkert.
Mér finnst einhvern veginn eins og þeir sem vilja að við göngum í Evrópusambandið ættu öðrum fremur að vera með það á hreinu hvers konar ferli fer í gang þegar ríki sækir um inngöngu í sambandið. Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, er það hins vegar greinilega ekki. Nema hann tali gegn betri vitund. Í umræðum á Alþingi 20. janúar líkti hann því þannig við einfalt atvinnuviðtal. Upplýsingar um ferlið er víða að finna. Ekki sízt á vefsíðum Evrópusambandsins. Til að mynda má benda Grími á sérstakan upplýsingabækling sem sambandið hefur gefið út í þeim tilgangi að útskýra umsóknarferlið.
Miðflokkurinn heldur opinn fund með Sigmundi Davíð, Snorra Mássyni og Ingibjörgu Davíðsdóttur sunnudaginn 25. janúar í Ljósheimum. Fundurinn hefst kl. 14:00 þar sem fundarmönnum gefst færi á að ræða lands- og sveitarstjórnarmál við þingmennina. Framundan eru sveitarstjórnarkosningar og hefur flokkurinn verið hvattur til að bjóða fram í Skagafirði.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Það er óhætt að fullyrða að loks þegar Litla hryllingsbúð Leikfélags Sauðárkróks var opnuð þá hafi Skagfirðingar og nærsveitungar átt bágt með að halda sig fjarri. Þeir voru margir flottir söngvararnir sem hófu upp raust sína á sviðinu í Bifröst, margir þeirra þekktar stærðir hér heima, en einn söngvarinn/leikarinn kom skemmtilega á óvart. Það var Alex Bjartur Konráðsson (árgangur 2002) sem söng fyrir Blómið. Geggjuð rödd.