Einstök heimsfrumsýning
feykir.is
Skagafjörður
14.01.2026
kl. 13.00
Nemendur 8. - 10. bekkjar í Varmahlíðarskóla heimsfrumsýna verkið Ógleymanlega martröðin, föstudaginn 16. janúar í Miðgarði klukkan 20:00. Það sem gerir þetta að stórmerkilegum viðburði er að handritið er samið af nemendum 10. bekkjar í skólanum og er aðeins þessi eina sýning í boði og því um bókstaflega einstök heimsfrumsýningu að ræða. Leikstjórar eru Íris Olga Lúðvíksdóttir og Ísak Agnarsson. Varmahlíðarskóli hlaut styrk frá Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga til að styðja nemendur 10. bekkjar í að skrifa og þróa handritið, en skriftir hófust rétt eftir árshátíð skólans fyrir ári síðan
Meira
