Fréttir

HEITASTA GJÖFIN - „Kaldsvitnaði yfir að muna ekki trúarjátninguna“

Þórður Karl Gunnarsson fæddist á Siglufirði á því herrans ári 1985 en flutti svo á Krókinn árið 1990. Þórður, sem býr í Eyrartúninu á Sauðárkróki, er giftur Arneyju Sindradóttur og eiga þau saman þrjú börn, þau Gunnar Atla, Ólaf Bjarna og Eldeyju Sif. Foreldrar Þórðar eru Auður Haraldsdóttir og Gunnar Björn Rögnvaldsson. Þórður vinnur á Stoð verkfræðistofu ehf.
Meira

AÐSENT - Jón Stefán Gíslason: Hrakfallabálkur af hálendinu, febrúar 1973

Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð var stofnuð 17. október árið 1971. Hún byggði á hugsjón heimamanna, fyrirmynd úr Reykjavík og að miklu leiti vegna áhuga Brynleifs Tobíassonar á flugi. Með aukinni umferð lítilla flugvéla blasti við að slys eða óhöpp gætu orðið tíðari og ekki alltaf á aðgengilegum stöðum. Mannkraftur var nógur og í góðu formi en tækjakostur enginn. Við fengum aðstöðu í Gamla Lundi sem þá stóð auður og var í eigu Sigurpáls Árnasonar.
Meira

Sigríður Hrund lagði land undir fót

Fyrsta legg hringferðar Sigríðar Hrundar um landsbyggðina er nú lokið. Sigríður Hrund lagði land undir fót og heimsótti fjóra staði á Norðurlandi; Sauðárkrók, Siglufjörð, Dalvík og Akureyri og voru viðtökur góðar. Markmiðið var að eiga beint og milliliðalaust spjall við þjóðina á heimavelli og heppnaðist það vel. Mæting var góð og sköpuðust innihaldsríkar umræður. Sigríður kom líka í hádegisspjall á Hvammstanga og heimsótti Dalamenn.
Meira

,,Færið eins og að skíða í sykri"

Guðrún Hildur Magnúsdóttir er 45 ára, frá sveitabænum Stað á Ströndum. Hennar maður, stoð og stytta, er Magnús Thorlacius og eiga þau saman einn strák, Víking Tý. Guðrún vinnur á Bílaverkstæði KS sem lager- og þjónustustjóri. Þegar Feykir hafði samband við Guðrúnu var hún að lenda frá Svíþjóð eftir að hafa farið þangað til að taka þátt í lengstu gönguskíðakeppni í heimi.
Meira

„Í hæsta máta óeðlileg vinnubrögð“

Kröfur fjármálaráðuneytisins um eignarhald á eyjum og skerjum, sem byggðar eru á vinnu óbyggðanefndar, hafa komið mörgum spánskt fyrir sjónir og hafa síður en svo slegið í gegn. Hér á Norðurlandi vestra slær óbyggðanefnd til að mynda eign ríkisins á 105 eyjar, hólma, björg og sker og þar á meðal Drangey, Þórðarhöfða og Hrútey í Blöndu svo eitthvað sé talið til. Það fellur síðan í hlut réttmætra eigenda að sanna eignarhald sitt.
Meira

Forsvarsfólk helstu fiskeldisfyrirtækja landsins heimsótti Hóla

Forsvarsfólk helstu fiskeldisfyrirtækja landsins heimsótti Hóla á dögunum til þess að taka þátt í vinnustofu um verknám í fiskeldi. Sagt er frá því á heimasíðu Háskólans á Hólum að vinnustofan var liður í norræna samstarfsverkefninu BRIDGES sem hefur það meðal annars að markmiði að efla samstarf skóla og iðnaðar.
Meira

„Þetta getur enginn gert nema þjóðkirkjan“ - Elínborg Sturludóttir skrifar

...Þjóðkirkjan er stór og sterk stofnun. Ég fullyrði að engin hreyfing í landinu býr að eins stórum og virkum hópi fólks í sínum röðum nema ef vera skyldi björgunarsveitirnar, sem við eigum svo margt að þakka. Því þarf að hlúa að söfnuðunum sjálfum, sem eru grunneining þjóðkirkjunnar, í sveit og í borg. Biskup á að fara fyrir því að efla söfnuðina, styðja þá og styrkja með öllum ráðum...
Meira

Sveitarstjórn vill kanna áhuga íbúa á samvinnu við merkjalýsingu

Sveitarstjórn Skagabyggðar vill kanna áhuga íbúa á að sameinast um átak í merkjalýsingu (hnitsetningu) lögbýla sinna með aðkomu sveitarfélagsins að verkinu. Sveitarstjórn telur að með því að íbúar sameinist í þessu verkefni með aðkomu sveitarfélagsins sé hægt að gera merkjalýsingar mun hagkvæmar fyrir íbúa.
Meira

Jón Oddur stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins

Fjórða mótið í Kaffi Króks mótaröð Pílukastfélags Skagafjarðar fór fram í gærkvöldi. Alls voru það 16 keppendur sem tóku þátt að þessu sinni og var keppt í tveimur deildum. Fyrstu deildina sigraði Jón Oddur Hjálmtýsson en í öðru sæti varð Arnar Már Elíasson.
Meira

Veisluís í páskabúningi með makkarónubotni og karamellusósu að hætti GRGS

Veisluísinn er kominn aftur í verslanir! Hafðu páskadesertinn einfaldan og bragðgóðan – Páskarnir eru til að njóta, þetta þarf ekki að vera flókið.
Meira