Það er stórleikur hjá stelpunum í Síkinu klukkan sex
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
10.01.2026
kl. 12.25
Það er bikarhelgi í körfunni og bæði karla- og kvennalið Tindastóls verða í eldlínunni en um er að ræða leiki í átta llið úrslitum. Á morgun (sunnudag) mæta strákarnir liði Snæfells og fer leikurinn fram í Stykkishólmi og hefst kl. 16:00. Stólastúlkur fá hins vegar lið KR í heimsókn alla leið úr Vesturbæ Reykjavíkur og hefst leikurinn kl. 18:00 og því alveg upplagt að fjölmenna í Síkið og styðja okkar lið til sigurs.
Meira
