Fréttir

Bókakynning og upplestur | Prezentacja oraz czytanie fragmentów

Laugardaginn 13. desember næstkomandi fögnum við því að Sumardagur í Glaumbæ og Vetrardagur í Glaumbæ, barnabækur Byggðasafns Skagfirðinga, eru nú komnar út á pólsku! Ewelina Kacprzycka, sem snaraði bókunum á pólsku, mun lesa upp úr bókunum en upplestur hefst kl. 15:10 í baðstofunni í Glaumbæ. Í bókunum fylgjum við tveimur börnum og heimilishundinum einn dag í lífi þeirra. Þetta eru sögulegar skáldsögur sem veita börnum sem fullorðnum innsýn í líf og störf barna á Íslandi á seinni hluta 19. aldar.
Meira

Lúsíudagurinn er einmitt í dag...

Ein af jólahefðunum í Árskóla á Sauðárkróki er að Lúsíur fara um bæinn syngjandi. Þetta ku vera sænsk hefð og sannarlega mikið umstang og spenna fyrir deginum hjá nemendum 6. bekkjar sem taka að sér hlutverk Lúsiu ár hvert.
Meira

Svínvetningabraut aftast á merinni í tengivegaáætlun

Innviðaráðuneytið hefur svarað erindi Húnabyggðar um stærstu samgönguverkefni Vegagerðarinnar í sveitarfélaginu en þau eru Vatnsdalsvegur, Skagavegur og Svínvetningabraut. Í frétt í Húnahorninu segir að samkvæmt ráðuneytinu sé Svínvetningabraut öftust í röðinni í tengivegaáætlun Vegagerðarinnar á norðursvæði. Á undan í röðinni eru Svarfaðardalsvegur, Sæmundarhlíðar, Hegranesvegur og Víðidalsvegur. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að framkvæmdir við Svínvetningabraut muni hefjast innan 4-5 ára.
Meira

Skagfirðingar í yngri landsliðshópunum í körfunni

Þjálfarar yngri landsliða Íslands í körfuknattleik hafa valið sína fyrstu æfingahópa en frá þessu segir á vef KKÍ. Koma U15 og U16 liðin ásamt U18 drengja saman til æfinga rétt fyrir jól. U18 stúlkna landsliðið hefur æfingar þegar Íslandsmótinu lýkur. Tveir leikmenn Tindastóls eru í liðunum, systkinin Hallur Atli og María Hrönn Helgabörn og er rétt að óska þeim til hamingju.
Meira

Ekki gleyma hvatapeningunum

Nú þegar styttist í að árinu ljúki eru forráðamenn barna og unglinga í Skagafirði minntir á að nýta hvatapeninga ársins 2025 fyrir áramót, þar sem ónýttir hvatapeningar geymast ekki milli ára. Hvatapeningar ársins 2025 eru kr. 40.000 á barn og þá má nýta til að greiða niður gjöld í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi sem stundað er reglulega, undir handleiðslu hæfs leiðbeinenda.
Meira

Gul veðurviðvörun og hvassviðri fram eftir degi

Það er gul veðurviðvörun í kortunum og er jafnvel nú þegar skollin á hér á Norðurlandi vestra. Lægð gengur nú yfir landið og má reikna með norðaustan og austan 15-23 m/s og vindhviðum staðbundið yfir 35 m/s, hvassast í vindstrengjum við fjöll. Varasamt ferðaveður segir Veðurstofan. Ekki er búist við að vindur gangi almennt niður á svæðinu fyrr en undir kvöld.
Meira

Enn einn næstum því leikurinn hjá Stólastúlkum

Stólastúlkur heimsóttu Garðabæinn í kvöld og léku við lið Stjörnunnar í Bónus deild kvenna. Lið Tindastóls var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en það voru heimastúlkur sem reyndust sterkari þegar máli skipti, í fjórða leikhluta, og nældu í dýrmæt stig. Lokatölur 89-83.
Meira

Tvítenging ljósleiðara á Skagaströnd tryggð!

Eftir að hafa lent í því nokkrum sinnum síðustu árin að ljósleiðaratenging hafi rofnað hafa Skagstrendiingar lagt mikla áherslu á tvítengingu ljósleiðara. Í dag var á Skagaströnd undirritað samkomulag um átaksverkefni til að tryggja að á annan tug þéttbýlisstaða og byggðakjarna verði tvítengdir, þ.e. fái tvöfalda ljósleiðaratengingu en það er Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sem hefur hrundið verkefninu af stað.
Meira

Ísólfur Líndal er nýr landsliðsþjálfari Íslands í hestaíþróttum

Ísólfur Líndal Þórisson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs Íslands í hestaíþróttum. Í frétt á heimasíðu Landssambands hestamanna segir að Ísólfur sé hestamönnum víða um heim að góðu kunnur og hefur í gegnum tíðina náð góðum árangri á keppnisbrautinni í ýmsum greinum. Ísólfur er að öllum líkindum fyrstur Norðvestlendinga til að gegna þessari stöðu og óskar Feykir honum til hamingju með heiðurinn.
Meira

Ánægja með að Vatnsnesvegur sé kominn inn í samgönguáætlun

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra kynnti nýja samgönguáætlun til sögunnar í síðustu viku. Ekki voru allir hrifnir af því sem þar var sett á oddinn og þá sérstaklega var það umdeilt að setja Fljótagöng í forgang á kostnað ganga fyrir austan. Feykir spurði Unni Valborgu Hilmarsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings vestra, um áætlunin leggst í Húnvetninga.
Meira