Fréttir

Eins og ein stór fjölskylda

Kvennalið Tindastóls er nú á öðru ári sínu í Bónus deildinni en Tindastóll hafði ekki átt lið í efstu deild kvennaboltans frá því um aldamót. Það var góðkunningi körfuboltans á Króknum, Israel Martín, sem var kallaður til og fenginn til að taka við þjálfun liðsins af Helga Frey Margeirssyni sem hafði náð góðum árangri með liðið tímabilið áður. Sætið í efstu deild kom þó til af því að lið Fjölnis dró lið sitt úr keppni og tækifæri gafst sem körfuknatt-leiksdeild Tindastóls ákvað að grípa. Martín þjálfari fékk fimm erlenda leikmenn til liðs við Tindastól á fyrra tíma-bilinu en skipti þeim öllum út síðastliðið sumar og fékk þá til liðsins fjóra erlenda leikmenn og þar á meðal var hin spænska Marta Hermida sem hefur verið burðarás liðsins í vetur ásamt hinni bandarísku Maddie Sutton.
Meira

Metfjöldi rauðra veðurviðvarana árið 2025

Alls voru 327 veðurviðvaranir gefnar út árið 2025. Aldrei áður hafa jafn margar rauðar viðvaranir verið gefnar út á einu ári, en þær voru alls nítján. Allar tengdust þær sunnanillviðri sem gekk yfir landið dagana 5. og 6. febrúar.
Meira

Aðsóknarmet í sundlaugum Skagafjarðar árið 2025

Sundlaugar Skagafjarðar nutu gríðarlegra vinsælda á árinu 2025 og var aðsókn með þeim allra bestu frá upphafi.
Meira

Lífið er yndislegt | Leiðari 4. tölublaðs Feykis 2026

Eins og svo oft áður í janúarmánuði þá eru Íslendingar enn eina ferðina að fara með himinskautum á einu allsherjar handboltatrippi. Það er auðvitað óvíst hversu lengi þessi víma endist en eftir svakalegan glansleik gegn Svíum síðastliðinn sunnudag má reikna með að væntingar um verðlauna-peninga hjá Íslendingum almennt séu miklar – svo ekki sé nú dýpra í árina tekið.
Meira

Frábær dansvika að baki í Grunnskólanum austan Vatna

Í síðustu viku ríkti sannkölluð dansgleði í Grunnskólanum austan Vatna í Skagafirði þegar nemendur tóku þátt í fjölbreyttri og skemmtilegri danskennslu hjá Ingunni danskennara. Á heimasíðu skólans segir að allir bekkir hafi fengið tækifæri til að hreyfa sig, læra ný spor og sumir fengu einnig tækifæri til að semja eigin dansa.
Meira

Stefán Vagn hefur áhyggjur af stöðu og þróun efnahagsmála

Í tilkynningu frá Framsóknarflokknum segir að Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, hafi óskað eftir því að fjárlaganefnd Alþingis boði fjármála- og efnahagsráðherra á sérstakan fund hið fyrsta til að ræða stöðu og þróun efnahagsmála í byrjun árs 2026.
Meira

Nú þreyjum við þorrann

Þorrinn er genginn í garð og með honum þorrablótin, sem víða eru farin að setja svip sinn á mannlífið.Blaðamanni fannst agalega flott að segja í fyrirsögn að við værum byrjuð að þreyja þorrann og fletti svo upp þýðingunni til að vera alveg viss hvað það þýddi. Það þýðir í raun að standa af sér erfiðan eða langan tíma, oft með þolinmæði og úthaldi. Þorrinn þótti harður, kaldur og erfiður og að þreyja þorrann var því bókstaflega að lifa af þennan krefjandi hluta vetrarins og þannig má segja að þorrablótin hafi orðið til. Þau voru og eru haldin til að gera þorrann bærilegri, með mat, gleði og samveru.
Meira

Penninn góði kominn á loft hjá Tindastóli

Rita Lang hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Tindastóls og mun því leika með Stólastúlkum í Lengjudeildinni í sumar. Rita er portúgalskur miðjumaður og hefur hún spilað í Bandaríkjunum, Portúgal, Írlandi og Íslandi.
Meira

Körfunni flýtt vegna handboltans

Það er eitthvað sem kallast handbolti að flækjast fyrir landanum þessa dagana og hefur lamandi áhrif á vinnuframlag, þjóðarhag og jafnvel sálarlíf flestra þegna landsins. Í kvöld leikur íslenska handboltalandsliðið í karlaflokki til undanúrslita á Evrópumótinu í téðri íþrótt og hefst leikurinn kl. 19:30. Á sama tíma áttu Tindastólsmenn að mæta Stjörnumönnum í körfu í Garðabæ en vegna handboltans hefur leiknum verið flýtt og verður boltanum kastað upp kl. 18:00 í Garðabænum.
Meira

Heimamennirnir Papa og Hlib semja við Kormák/Hvöt

Meistaraflokksráð Kormáks/Hvatar heldur áfram að festa perlur á festina sína og má kannski segja að viðkvæðið hjá þeim sé ein perla á dag kemur skapinu í lag. Feykir sagði í byrjun vikunnar frá því að Stefán og Ismael hefðu skrifað undir samning og nú hefur verið tilkynnt um tvo leikmenn til viðbótar sem mun skeiða fram út á grænar grundir undir stjórn Dom Furness í sumar. Það eru þeir Papa Diounkou og Hlib Horan.
Meira