Fréttir

Skóna út í glugga... | Leðari 47. tölublaðs Feykis

Nú er hálfur mánuður til jóla og enginn skilur neitt í því hvað varð um árið sem er að líða. Kannski er maður bara orðinn svona gamall og ruglaður en ég man varla eftir að það hafi verið vont veður á árinu. Auðvitað hefur veðrið ekki alltaf verið gott en verulega vont... nei, hringir ekki bjöllum.
Meira

Fjölmenni á upplestri á aðventu

Fjölmenni var við Upplestur á aðventu í Heimilisiðnaðarsafninu síðastliðinn sunnudag 7. desember. Þar mættu þau Reynir Finndal Grétarsson sem las upp og kynnti bækur sínar Fjórar árstíðir sem er ævisaga og glæpasöguna Líf.
Meira

Kosningu lýkur á morgun

Nú fer hver að verða síðastur að nýta kosningarétt sinn í íbúakosning um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra. Kjörfundur vegna íbúakosningar í Dalabyggð og Húnaþingi vestra um sameiningu sveitarfélaganna fer nú að líða undir lok en kosning hófst þanni 28. nóvember sl. og líkur nú á morgun 13. desember 2025.
Meira

Nemendur FNV heimsóttu Blönduvirkjun

Nú í byrjun desember fór fríður flokkur eldri nemenda Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, nánar tiltekið af rafvirkjabraut og vélstjórnarbraut, í heimsókn í Blöndustöð en Landsvirkjun hefur, um nokkurra ára skeið, boðið nemendum upp á skoðunarferðir um stöðvarhús virkjunarinnar með leiðsögn sérfræðinga. Í frétt á síðu FNV heimsókn sem þessi er bæði fróðleg og skemmtileg og veitir nemendum góða innsýn í þessar mikilvægu stoðir innviða landsins sem raforkuöflun er.
Meira

Bókakynning og upplestur | Prezentacja oraz czytanie fragmentów

Laugardaginn 13. desember næstkomandi fögnum við því að Sumardagur í Glaumbæ og Vetrardagur í Glaumbæ, barnabækur Byggðasafns Skagfirðinga, eru nú komnar út á pólsku! Ewelina Kacprzycka, sem snaraði bókunum á pólsku, mun lesa upp úr bókunum en upplestur hefst kl. 15:10 í baðstofunni í Glaumbæ. Í bókunum fylgjum við tveimur börnum og heimilishundinum einn dag í lífi þeirra. Þetta eru sögulegar skáldsögur sem veita börnum sem fullorðnum innsýn í líf og störf barna á Íslandi á seinni hluta 19. aldar.
Meira

Lúsíudagurinn er einmitt í dag...

Ein af jólahefðunum í Árskóla á Sauðárkróki er að Lúsíur fara um bæinn syngjandi. Þetta ku vera sænsk hefð og sannarlega mikið umstang og spenna fyrir deginum hjá nemendum 6. bekkjar sem taka að sér hlutverk Lúsiu ár hvert.
Meira

Svínvetningabraut aftast á merinni í tengivegaáætlun

Innviðaráðuneytið hefur svarað erindi Húnabyggðar um stærstu samgönguverkefni Vegagerðarinnar í sveitarfélaginu en þau eru Vatnsdalsvegur, Skagavegur og Svínvetningabraut. Í frétt í Húnahorninu segir að samkvæmt ráðuneytinu sé Svínvetningabraut öftust í röðinni í tengivegaáætlun Vegagerðarinnar á norðursvæði. Á undan í röðinni eru Svarfaðardalsvegur, Sæmundarhlíðar, Hegranesvegur og Víðidalsvegur. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að framkvæmdir við Svínvetningabraut muni hefjast innan 4-5 ára.
Meira

Skagfirðingar í yngri landsliðshópunum í körfunni

Þjálfarar yngri landsliða Íslands í körfuknattleik hafa valið sína fyrstu æfingahópa en frá þessu segir á vef KKÍ. Koma U15 og U16 liðin ásamt U18 drengja saman til æfinga rétt fyrir jól. U18 stúlkna landsliðið hefur æfingar þegar Íslandsmótinu lýkur. Tveir leikmenn Tindastóls eru í liðunum, systkinin Hallur Atli og María Hrönn Helgabörn og er rétt að óska þeim til hamingju.
Meira

Ekki gleyma hvatapeningunum

Nú þegar styttist í að árinu ljúki eru forráðamenn barna og unglinga í Skagafirði minntir á að nýta hvatapeninga ársins 2025 fyrir áramót, þar sem ónýttir hvatapeningar geymast ekki milli ára. Hvatapeningar ársins 2025 eru kr. 40.000 á barn og þá má nýta til að greiða niður gjöld í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi sem stundað er reglulega, undir handleiðslu hæfs leiðbeinenda.
Meira

Gul veðurviðvörun og hvassviðri fram eftir degi

Það er gul veðurviðvörun í kortunum og er jafnvel nú þegar skollin á hér á Norðurlandi vestra. Lægð gengur nú yfir landið og má reikna með norðaustan og austan 15-23 m/s og vindhviðum staðbundið yfir 35 m/s, hvassast í vindstrengjum við fjöll. Varasamt ferðaveður segir Veðurstofan. Ekki er búist við að vindur gangi almennt niður á svæðinu fyrr en undir kvöld.
Meira