Fréttir

Álfhildur hyggst draga sig í hlé frá sveitarstjórnarmálum að loknu kjörtímabilinu

Það er kosningaár en kosið verður til sveitarstjórna þann 16. maí næstkomandi. Feykir hefur örlítið verið að grafast fyrir um framboðs- og listamál í Skagafirði og vonandi verður hægt að segja frá einhverju áður en langt um líður. Meðal annars hafði Feykir samband við Álfhildi Leifsdóttur, oddvita Vinstri grænna og óháðra, sem tjáði Feyki að hún hyggist draga sig í hlé.
Meira

Komu færandi hendi í prjónastund

Stjórnarkonur í Kvenfélaginu Björk á Hvammstanga komu aldeilis færandi hendi í prjónastund hjá Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra nú á þessum fallega miðvikudagsmorgni. Þær færðu félaginu að gjöf 300 þúsund krónur til búnaðarkaupa í nýju Samfélagsmiðstöðina.
Meira

Söguleg stund í Evrópu

„Mér fannst varnarleikurinn á stórum köflum mjög góður hjá okkur, held að það hafi verið það sem gerði gæfumuninn,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Tindastóls, þegar Feykir sendi honum nokkrar spurningar nú í morgun en Stólarnir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu lið Pristína í framlengdum leik í gærkvöldi í ENBL-deildinni í körfubolta.
Meira

Bjarkarkonur í Húnaþingi vestra styrkja björgunarsveitina

Á Þrettándanum fékk Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga góða heimsókn í Húnabúð en þá komu konur í Kvenfélaginu Björk færandi hendi og afhentu sveitinni 500 þúsund krónur sem eiga að fara í Fyrstuhjálparbúnað og annan björgunarbúnað í nýjasta bíl sveitarinnar Húna 1, en Húni 1 er Toyota Landcruiser 250 sem sveitin fékk nýlega afhenta.
Meira

Stefán Vagn býður sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins

Eftir töluverða yfirlegu og fjölmargar áskoranir hefur Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi tekið ákvörðun um að bjóða sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins á komandi flokksþingi.
Meira

Tindastólskappar komu, sáu og sigruðu í Kósóvó

Tindastólsmenn skruppu suður yfir heiðar og linntu ekki látum fyrr en þeir voru lentir í Kósóvó á skaganum kenndum við Balkan. Þá hafði reyndar fækkað örlítið í hópnum en það kom ekki að sök þegar upp var staðið því Stólarnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir, hristu af sér vonbrigði Valsleiksins og skelltu liði Pristína í framlengdum leik. Lokatölur 98-104 og lið Tindastóls er nú eitt þriggja liða sem hefur tryggt sér sæti í 16 liða úrslitum ENBL-deildarinnar.
Meira

Frostið fór í 18,9°C á Sauðárkróksflugvelli

Það var fimbulkuldi í Skagafirði nú í nótt og rúðuskafan máske víða tekin til kostanna því bílrúður voru helhélaðar í morgunsárið – í það minnsta á eldri árgerðum sem bjóða ekki upp á sjálfvirka upphitun eða hvað þetta nú kallast. Í gærkvöldi mældist mest frost á landinu á veðurmæli á Sauðárkróksflugvelli en þar tikkaði mælir í mínus 18,9°C.
Meira

Bríet leigufélag kaupir sex íbúðir af Flúðabakka ehf | Sigurður Örn Ágústsson skrifar

Briet leigufélag og Flúðabakki ehf. skrifuðu í dag undir kaupsamning um kaup Bríetar á 6 íbúðum við Flúðabakka 5 af Flúðabakka ehf. Iða Marsibil Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bríetar segir kaupin vera hluta af uppbyggingu og styrkingu leigumarkaðar og falli að markmiðum Bríetar að stuðla að nýsköpun og uppbyggingu þar sem þörf er á því á landsbyggðinni.
Meira

Þrettándabrenna á Hvammstanga í dag

Það er þrettándinn í dag, 6. janúar, og þá er víða hefð að halda þrettándabrennur og skjóta upp flugeldum. Aðeins ein þrettándabrenna verður á Norðurlandi vestra og fer hún fram við Höfða sunnan Hvammstanga klukkan 17 í dag og því vissara að fara að teygja sig eftir föðurlandinu.
Meira

Lið FNV sperrir stél í Gettu betur

Þá er nýtt ár gengið í garð með öllu því sem fylgir og þar á meðal er að sjálfsögðu hin árlega spurningakeppni framhaldsskólanna. Lið FNV í Gettu betur árið 2026 hefur keppni á morgun, miðvikudaginn 7. janúar og er mótherjinn lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Meira