Fréttir

Látlaust veður í kortunum

Ekki er annað að sjá í veðurspám en að skaplegt veður verðir ríkjandi á Norðurlandi vestra næstu vikuna. Alla jafna verður tíðindalítið veður en framan af viku er spáð norðaustanátt en þar sem hún lætur til sín taka má reikna með nokkrum vindi. Hiti verður í kringum frostmark.
Meira

Laufléttur leikur í Laugardalshöll

Það reyndist leikur kattarins að músinni þegar Tindastólsmenn mættu nýliðum Ármanns í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Ármenningar voru án stiga í Bónus deildinni fyrir leik og þeir virtust ekki hafa neina trú á að því að þeir gætu gert Króksurunum skráveifu. Gestirnir tóku rækilega völdin í fyrsta leikhluta og leiddu með 18 stigum að honum loknum. Þrátt fyrir eitt eða tvö áhlaup voru heimamenn aldrei nálægt því að ógna forystu Stólanna sem gáfu svo í á endasprettinum og unnu örugglega. Lokatölur 77-110.
Meira

Lækkun á gjaldskrá sorphirðu og sorpeyðingar fyrir árið 2026

Á fundi landbúnaðar- og innviðanefndar Skagafjarðar sem haldinn var 24. október sl. var samþykkt að lækka gjaldskrá sorphirðu heimila um 4%. Að sögn Einars E. Einarssonar formanns nefndarinnar er lækkunin í raun meiri því inn í þetta kemur líka samningsbundin hækkun til Íslenska Gámafélagsins (ÍG), sem er áætluð um 5% á árinu 2026. Einnig hækkar urðunarkostnaður hjá Norðurá bs. um 4,3% á næsta ári. Raunlækkun sorphirðugjalda er því um 9% að sögn Einars.
Meira

Samdi lagið á gítarinn hans pabba

Emelía Íris Benediktsdóttir oftast kölluð Íris er 15 ára nemandi í tíunda bekk Grunnskóla Húnaþings vestra. Hún er dóttir Sigrúnar Birnu Gunnarsdóttur og Benedikts Guðna Benediktssonar en hann spilar einmitt á gítar og hefur líka mikinn áhuga á tónlist og lítur Íris mikið upp til hans fyrir það að eigin sögn. Eldri systur Írisar eru Rakel Jana og Arnheiður Diljá, þær æfðu m.a. á píanó og Diljá er einnig í söngnámi núna og er sjálf að prófa sig áfram í því að semja tónlist. Eldri bróðir hennar, Ástvaldur Máni, spilar á trommur og yngri fósturbróðir hennar æfir á trommur líka, Darius Gunnar, svo það er óhætt að segja að það sé mikið um tónlist í kringum Írisi.
Meira

Heimtur virðast vera góðar

Þessa bráðskemmtilegu drónamynd hér að ofan tók Halldór Gunnar Hálfdansson bóndi á Molastöðum í Fljótum í síðustu viku þegar veturinn lét á sér kræla. Feykir nýtti tækifærið og spurði bóndann út í veður og heimtur.
Meira

„Með gleðina og keppnisskapið að vopni getur leikurinn unnist“

Húnvetningar eru duglegir að stunda blak og hefur Feykir áður sagt frá liði Hvatar á Blönduósi. Birnur í Húnaþingi vestra eiga sér lengri sögu í blakinu en þær eru nú með lið í 5. deild Íslandsmótsins. Feykir dembdi nokkrum spurningum á S. Kristínu Eggertsdóttur formann blakfélagsins Birna og hjúkrunarfræðing hjá HSV á Hvammstanga. Hún segir að iðkendur séu að jafnaði 12-14 talsins á æfingum, þeir yngstu eru í 9. bekk grunnskóla og svo upp úr, konur og karlar æfa saman og eru æfingar tvisvar í viku, á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum.
Meira

Háskólinn á Hólum tekur þátt í ArcticKnows verkefninu

Þann 1. október síðastliðinn var ýtt úr vör þverfaglegu rannsóknarverkefni sem beinir sjónum að mótun sameiginlegra leiða til sjálfbærra atvinnuhátta á Norðurslóðum með því að byggja brýr milli vísindalegrar og staðbundinnar þekkingar. Verkefnið nefnist ArcticKnows og er styrkt af Horizon Europe áætlun Evrópusambandsins (Innovation Action).
Meira

Kynning hafin á fyrirkomulagi sameiningarkosninga

Kynningarbæklingur vegna íbúakosninga um sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar hefur verið settur í dreifingu og ætti nú væntanlega að hafa borist inn á heimili í báðum sveitarfélögum. Heimili sem hafa afþakkað fjölpóst og fríblöð hafa væntanlega ekki fengið bæklinginn en hægt er að nálgast hann á rafrænu formi fyrir þá sem vilja kynna sér innihald hans á kynningarsíðunni dalhus.is.
Meira

Elín Jónsdóttir ráðin aðalbókari hjá Skagafirði

Elín Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf aðalbókara hjá Skagafirði. Í tilkynningu á vef sveitarfélagsins segir að aðalbókari beri ábyrgð á að bókhald sveitarfélagsins og stofnana þess sé fært í samræmi við lög og reglur og fjárhagsáætlanir hverju sinni. Aðalbókari tryggir réttmæti fjárhagsupplýsinga og tekur þátt í greiningu þeirra ásamt undirbúningi upplýsinga fyrir stjórnendur sveitarfélagsins, nefndir þess og ráð.
Meira

Haustfyrirlestur Heimilisiðnaðarsafnsins

Jón Björnsson frá Húnsstöðum, sálfræðingur og rithöfundur mun halda fyrirlestur í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi sunnudaginn 9. nóvember kl. 14:00. Fyrirlesturinn nefnir hann: Um engla.
Meira