Fréttir

Enn einn næstum því leikurinn hjá Stólastúlkum

Stólastúlkur heimsóttu Garðabæinn í kvöld og léku við lið Stjörnunnar í Bónus deild kvenna. Lið Tindastóls var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en það voru heimastúlkur sem reyndust sterkari þegar máli skipti, í fjórða leikhluta, og nældu í dýrmæt stig. Lokatölur 89-83.
Meira

Tvítenging ljósleiðara á Skagaströnd tryggð!

Eftir að hafa lent í því nokkrum sinnum síðustu árin að ljósleiðaratenging hafi rofnað hafa Skagstrendiingar lagt mikla áherslu á tvítengingu ljósleiðara. Í dag var á Skagaströnd undirritað samkomulag um átaksverkefni til að tryggja að á annan tug þéttbýlisstaða og byggðakjarna verði tvítengdir, þ.e. fái tvöfalda ljósleiðaratengingu en það er Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sem hefur hrundið verkefninu af stað.
Meira

Ísólfur Líndal er nýr landsliðsþjálfari Íslands í hestaíþróttum

Ísólfur Líndal Þórisson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs Íslands í hestaíþróttum. Í frétt á heimasíðu Landssambands hestamanna segir að Ísólfur sé hestamönnum víða um heim að góðu kunnur og hefur í gegnum tíðina náð góðum árangri á keppnisbrautinni í ýmsum greinum. Ísólfur er að öllum líkindum fyrstur Norðvestlendinga til að gegna þessari stöðu og óskar Feykir honum til hamingju með heiðurinn.
Meira

Ánægja með að Vatnsnesvegur sé kominn inn í samgönguáætlun

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra kynnti nýja samgönguáætlun til sögunnar í síðustu viku. Ekki voru allir hrifnir af því sem þar var sett á oddinn og þá sérstaklega var það umdeilt að setja Fljótagöng í forgang á kostnað ganga fyrir austan. Feykir spurði Unni Valborgu Hilmarsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings vestra, um áætlunin leggst í Húnvetninga.
Meira

Stólarnir með fellu í Keiluhöllinni

Lið Tindastóls spilaði nú síðdegis fimmta leik sinn í ENBL-deildinni í körfubolta en þá skutluðust strákarni til Tallin í Eistlandi ásamt fríðum hópi stuðningsmanna og -kvenna. Ekki virtist mikil stemning fyrir leiknum hjá fylgjendum Keila Coolbet því aðeins 215 manns mættu í Keilu-höllina. Lið heimamanna hefur ekki farið mikinn í deildinni og það varð engin breyting á því í dag þar sem okkar piltar unnu þægilegan sigur, 80-106.
Meira

Aðalfundur Barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Tindastóls mánudaginn 15. desember

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Tindastóls boðar til aðalfundar í Húsi frítímans mánudaginn 15. desember kl. 20. 
Meira

Roðagyllum heiminn – alþjóðlegt átak gegn stafrænu kynbundnu ofbeldi

Soroptimistar á Íslandi sameinast nú í alþjóðlegu átaki gegn stafrænu kynbundnu ofbeldi. Þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn ofbeldi gegn konum, hófst 16 daga vitundarvakning sem stendur til 10. desember, mannréttindadags Sameinuðu þjóðanna. Í brennidepli í ár er að varpa ljósi á alþjóðlegt samfélagslegt vandamál – stafrænt ofbeldi gegn konum – sem á sér stað í öllum heimshlutum og menningarheimum og hvetja til þess að aukin áhersla verði lögð á forvarnir af ýmsu tagi.
Meira

Elstu nemendur á Barnabóli aðstoðuðu við að kveikja á jólatrénu

„Kveikt var á jólaljósum á fallega jólatrénu okkar á Hnappstaðatúni í gær,“ skrifar Alexandra Jóhannesdóttir sveitarstjóri Skagastrandar á vef sveitarfélagsins nú í morgun. Hún segir mætingu hafa verið góða og að gestir á öllum aldri hafi notið samverunnar. „Elsti bekkurinn á Barnabóli aðstoðaði sveitarstjóra við að kveikja ljósin á trénu og stóðu þau sig með prýði. Sem fyrr reyndist erfitt að bíða eftir niðurtalningunni - spennan var svo mikil!“
Meira

Voru sér til mikils sóma eins og alltaf

Nú í lok nóvember tók U19 landslið kvenna í knattspyrnu þátt í riðlakeppni fyrir EM en riðillinn var spilaður í Portúgal. Þrjár stúlkur sem léku með liði Tindastóls í Bestu deildinni í sumar voru í hópnum; þær Birgitta Rún Finnbogadóttir, Elísa Bríet Björnsdóttir og Hrafnhildur Salka. Þjálfari liðsins er Halldór Jón Sigurðsson, best þekktur sem Donni þjálfari, og Feykir spurði hann í gær hvernig til hafi tekist í fyrsta stóra verkefni hans sem landsliðsþjálfari en hann tók við U19 landsliðinu í haust eftir að hafa látið af störfum sem þjálfari kvennaliðs Tindastóls.
Meira

Kosningaþátttaka sambærileg í báðum sveitarfélögum

Í fréttatilkynningu sem send var út seinni partinn í gær segir að íbúakosningar um tillögu um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafa nú staðið yfir frá 28. nóvember, en þeim lýkur laugardaginn 13. desember nk. Kosningaþátttaka er mjög áþekk í sveitarfélögunum tveimur m.v. stöðuna nú í upphafi lokaviku kosninganna eða rétt rúmlega 11%.
Meira