Fréttir

Njarðvíkingar unnu öruggan sigur

Stólastúlkur léku við Njarðvík í Njarðvík í gærkvöldi og lutu í lægra haldi gegn sterkum andstæðing. Enn vantaði Alejöndru og Rannveigu í lið Tindastóls og Martín mætti því á ný til leiks með átta leikmenn á skýrslu. Heimaliðið náði forystunni strax í byrjun og lét hana aldrei af hendi og hafði í raun betur í öllum fjórum leikhlutunum. Lokatölur 92-70.
Meira

363 nemendur Árskóla sprettu úr spori

Í gær tóku nemendur Árskóla þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Á heimasíðu Árskóla segir af því að yngsta stigið hljóp 2,5 km, unglingastigið 4,5 km og miðstigið valdi á milli vegalengdanna, flest fóru 4,5 km. Hlaupið tókst vel í góðu veðri og tóku allir bekkir þátt.
Meira

Skora á atvinnuvegaráðherra að draga til baka fyrirhugaðar breytingar á búvörulögum

Á fundi sínum í gær harmaði byggðarráð Skagafjarðar að búið sé að leggja fram frumvarp á Alþingi um breytingar á búvörulögum sem augljóslega munu veikja samkeppnisstöðu bænda og koma í veg fyrir að þeir geti hagrætt í meðal annars rekstri afurðastöðva fyrir kjöt- og mjólkurafurðir. „Það segir sig sjálft að sífellt aukin tækni- og vélvæðing í rekstri afurðastöðva í bæði mjólkur- og kjötiðnaði kallar á stærri einingar sem geta afkastað meira magni með minni mannaflsþörf og þannig lækkað kostnað við vinnsluna í viðkomandi afurðastöð, bændum og neytendum til góða,“ segir m.a. í fundargerð byggðarráðsins. Skorað er á atvinnuvegaráðherra að draga umræddar breytingar á búvörulögum tafarlaust til baka.
Meira

Svanhidur Páls stýrir Prjónagleðinni

Prjónagleði er prjónahátíð sem árlega er haldin á Blönduósi og það er með þessa hátíð eins og jólin, það styttist alltaf í næstu. Húnabyggð hefur samið við Skagfirðinginn Svanhildi Pálsdóttur um að sjá um Prjónagleði 2026 en hún verður haldin dagana 5.-7. júní.
Meira

„Maður lærir ekki að yrkja hjá neinum nema sjálfum sér”

Þessi innihaldsríku orð eru höfð eftir höfuðskáldi Skagfirðinga, Hannesi Péturssyni, en málþing honum til heiðurs var haldið í Miðgarði sunnudaginn 12. október undir yfirskriftinni „Við skulum ganga suður með sjá.” Tilefnið var að nú eru liðin 70 ár frá útgáfu Kvæðabókar sem var fyrsta ljóðabók höfundar.
Meira

Íbúafundur um mögulega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar

Í dag, miðvikudaginn 15. október, kl. 17 verður haldinn íbúafundur um mögulega sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra. Kynningin í upphafi verður send út á Teams og hægt er að senda inn spurningar í spjallinu.
Meira

12 nýsköpunarteymi hefja þátttöku í Startup Landinu

Viðskiptahraðall landsbyggðarinnar var settur af stað og hófst formlega 18. september sl.Tólf nýsköpunarteymi hvaðanæva af landinu taka nú þátt í viðskiptahraðlinum Startup Landið. Þetta er í fyrsta sinn sem öll landshlutasamtök utan höfuðborgarsvæðisins sameinast um að standa að sameiginlegum hraðli. Hingað til hafa landshlutasamtökin haldið hraðla í sitthvoru lagi, en nú er kraftur þeirra sameinaður til að skapa metnaðarfullan og öflugan vettvang fyrir nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni.
Meira

Opin fræðsla Píeta á Sauðárkróki

Opinn fræðslufundur um starfsemi, þjónustu og forvarnarstarf Píeta verður á Sauðárkróki þriðjudaginn 21.október nk. klukkan 14:00-15:00 í Húsi Frítímans - efri hæð
Meira

Fimmtán kúluhús að rísa í Víðidalnum

Í Víðidalnum hefur fyrirtækið Aurora Igloo hafist handa við uppbyggingu fimmtán gegnsærra kúluhúsa sem eiga eftir að auka fjölbreytnina og framboð í gistiþjónustu á Norðurlandi vestra og væntanlega styrkja ferðaþjónustuna á svæðinu um leið. Þetta er ekki fyrsta svæðið sem fyrirtækið byggir upp álíka þjónustu á en það er einnig með starfsemi á Hellu.
Meira

„Stemningin í gær var algjörlega stórkostleg“

Fyrsti Evrópuleikurinn var spilaður í Síkinu í gær þegar Tindastóll mætti liði Gimle frá Bergen. Það kom á daginn að talsverður getumunur var á liðunum og vann Tindastóll einn glæstasta sigur í sögu klúbbsins þegar Norðmennirnir fengu á baukinn en lokatölur voru 125-88. „Það var margt jákvætt í okkar leik en eins og alltaf margt sem má betur fara,“ sagði Arnar þjálfari Guðjónsson þegar Feykir spurði hann í morgun hvort hann hafi verið ánægður með frammistöðu sinna manna.
Meira