Fréttir

Rökkurganga og notaleg samvera í Glaumbæ

Það stendur mikið til í Glaumbæ sunnudaginn 30. nóvember en þá bryddar starfsfólk Byggðasafns Skagfirðinga upp á Rökkurgöngu og notalegri samveru í gamla bænum. Félagar úr Kvæðamannafélaginu Gefjunni og þjóðháttafélaginu Handraðanum taka þátt í að skapa jólastemningu.
Meira

Stóllinn borinn í hús á Króknum

Nýju kynningarblaði körfuknattleiksdeildar Tindastóls, Stólnum, var dreift í hús á Sauðárkróki í gær. Blaðið er í hefðbundnu A5 broti og hlaðið myndum, viðtölum og umfjöllunum eins og vanalega en Stóllinn hefur komið út reglulega síðan árið 2018.
Meira

Nes listamiðstöð leitar að nýjum forstöðumanni

Nes listamiðstöð á Skagaströnd hefur auglýsir starf forstöðumanns laust til umsóknar. Forstöðumaður ber ábyrgð á daglegum rekstri listamiðstöðvarinnar, þar á meðal markaðs- og kynningarstarfi, fjármálum, gerð styrkumsókna og skipulagningu viðburða. Forstöðumaður starfar náið með verkefnastjóra, sem sér um dagleg samskipti við listamennina sem dvelja í Nesi, og vinnur jafnframt með stjórn félagsins að stefnumótun og áframhaldandi uppbyggingu starfseminnar.
Meira

Edda Björg fær ljóð sitt á mjólkurfernurnar

Það segir frá því á heimasíðu Varmahlíðarskóla að á haustdögum efndi Mjólkursamsalan (MS) til ljóðasamkeppni meðal nemenda 8.-10.bekkja grunnskóla landsins. „Álitleg ljóð voru valin til prentunar á mjólkurfernum, eftir að jólamjólkurfernurnar fjara út. Nemendur Varmahlíðarskóla voru hvattir til þátttöku - og niðurstaða þess varð sú að Edda Björg Einarsdóttir frá Syðra-Skörðugili var valin ásamt 47 öðrum nemendum víðs vegar af landinu til að fá ljóð sitt birt á mjólkurfernu,“ segir í fréttinni.
Meira

Langt var róið og þungur sjór

Út var að koma bókin Langt var róið og þungur sjór: líkön Njarðar S. Jóhannssonar af norðlenskum fiski- og hákarlaskipum og frásagnir af afdrifum þeirra. Hún er gefin út í tilefni af 80 ára afmæli Njarðar, sem var 4. apríl síðastliðinn og fjallar um 24 hákarlaskip á 19. öld og tvö þorskveiðiskip, sem flest voru smíðuð og gerð út í Fljótum í Skagafirði, en sviðið nær þó að hluta einnig að austanverðum Eyjafirði, og vestar, að Skagaströnd. Höfundur er Sigurður Ægisson.
Meira

Jólahlaðborð og jólaljós

Fyrsta aðventuhelgin er framundan og dagarnir fram að jólum hafa oft tilhneygingu til að vera ansi annasamir. Komandi helgi er engin undantekning á því og nóg um að vera, fyrst ber að nefna árlegt jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks nk. laugardag 29. nóvember.
Meira

Fyrsti Björnis huggunarbangsinn afhentur á Íslandi

Brunavarnir Skagafjarðar afhentu Kolbeini Ara Gíslasyni fyrsta Björnis huggunarbangsann á Íslandi í vikunni sem leið.
Meira

Nýr leikskóli í Varmahlíð opnaður

Það voru glöð börn sem mættu í nýja leikskólann í Varmahlíð í morgun sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu í ansi mörg ár. Leikskólinn er 540 fermetrar að stærð með tengibyggingu og lóðin er um 20.000 fermetrar. 
Meira

Heldur hvessir fram að helgi

Það er gert ráð fyrir stilltu veðri í dag á Norðurlandi vestra, hita um eða rétt undir frostmarki og vindur frá 1-4 m/sek. Á morgun, fimmtudag, hvessir talsvert af norðaustan á landinu en síst þó hér Norðanlands. Talsverður norðanstrekkingur verður á svæðinu á föstudag en dregur úr þegar líður á daginn. Um helgina er spáð rólegu veðri en allt að 15 stiga frosti á laugardaginn og því vissara að fara að grafa upp þær síðu.
Meira

Breytt þjónusta – lækkað verð | Frá Landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar

Landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar hefur oft á liðnum mánuðum fjallað um rekstur og stöðu sorpmála í Skagafirði. Bæði vegna þess að málaflokkurinn er stór, en einnig vegna mikilla breytinga sem gerðar voru á sorpsöfnunarkerfinu í Skagafirði, eftir að Alþingi breytti lögum um meðhöndlun úrgangs. Í kjölfar leiðbeinandi könnunar meðal íbúa í dreifbýli í júlí 2022, var ákveðið af sveitarstjórn að sorp skyldi sótt á öll heimili í Skagafirði frá og með áramótum 2023.
Meira