feykir.is
Skagafjörður, Lokað efni
20.12.2025
kl. 09.00
gunnhildur@feykir.is
Blaðamaður setti sig í samband við nokkrar alvöru jólakúlur og forvitnaðist um jólin og jólatréið á heimilinu. Allir hafa sínar jóla „trés“sérviskur og áhugavert að heyra misjafnar hefðir á heimilum fólks þegar kemur að jólatrénu. Sumir eru alltaf með lifandi tré á meðan aðrir eru með gervi. Hjá sumum eru það helgispjöll að skreyta tréið fyrr en á Þorláksmessu, bannað að kveikja fyrr en klukkan sex á aðfangadag á meðan sum heimili setja tréið í fullan skrúða í upphafi aðventu. Gervitré eru ekki jólatré, það vantar allan ilminn, segja sumir á meðan aðrir segja; ekkert lifandi tré á mitt heimili með öllu því dýralífi sem því getur fylgt. Þetta eru allt saman örfá dæmi um jólatréssérviskur fólks.
Meira