Stólarnir með fellu í Keiluhöllinni
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
09.12.2025
kl. 19.44
Lið Tindastóls spilaði nú síðdegis fimmta leik sinn í ENBL-deildinni í körfubolta en þá skutluðust strákarni til Tallin í Eistlandi ásamt fríðum hópi stuðningsmanna og -kvenna. Ekki virtist mikil stemning fyrir leiknum hjá fylgjendum Keila Coolbet því aðeins 215 manns mættu í Keilu-höllina. Lið heimamanna hefur ekki farið mikinn í deildinni og það varð engin breyting á því í dag þar sem okkar piltar unnu þægilegan sigur, 80-106.
Meira
