Fréttir

Tindastóll mætir toppliðinu FH í kvöld

Í kvöld fer fram leikur FH og Tindastóls í Inkasso deild kvenna. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður spilað á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði.
Meira

Áskorendapenninn/Þórdís Ágústsdóttir/Sumar í kassalandi

Áskorendapenninn úr síðasta tölublaði Feykis.
Meira

Sameiginlegt lið UMSS/KFA í Bikarkeppni FRÍ.

53. Bikarkeppni FRÍ í frjálsíþróttum utanhúss fór fram á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði laugardaginn 27. júlí í umsjón FH.
Meira

Mikilvægur sigur hjá K/H

Á laugardaginn fengu Kormákur/Hvöt (K/H) lið Snæfells í heimsókn á Hvammstangavelli. Fyrir leikinn var K/H í þriðja sæti með 23. stig fimm stigum á eftir Snæfelli og Hvíta riddaranum. Heimamenn skoruðu eina mark leiksins og var það úr vítaspyrnu.
Meira

„Ég elska fótbolta og hann er mjög stór partur af lífi mínu“/Erlendir leikmenn í boltanum

Ástralski markvörðinn Jonathan Mark Faerber er næstur í röðinni í Erlendir leikmenn í boltanum. Jonathan er 31 árs gamall og kom hingað til Íslands fyrst árið 2017 og spilaði með Reyni Sandgerði. Árið eftir spilaði hann með Keflavík en nú er hann mættur á Krókinn.
Meira

Jafntefli gegn liði Fjarðabyggðar

Tindastóll og Fjarðabyggð mættust í gær í 13. umferð 2. deildar karla og var leikið á lifandi grasi á Króknum. Lið Tindastóls þurfti nauðsynlega á þremur stigum að halda til að koma sér á ról í baráttunni fyrir áframhaldandi sæti í deildinni. Því miður hafðist það ekki þar sem liðin skildu jöfn en engu að síður var margt jákvætt í leik Stólanna og vonandi heldur liðið áfram að stíga upp. Lokatölur voru 2-2 eftir fjöruga viðureign.
Meira

Félagslífið blómstrar í Fljótum um verslunarmannahelgina

Það verður óvenju mikið um að vera í Fljótunum um verslunarmannahelgina en þá verða Félagsleikar Fljótamanna haldnir í fyrsta sinn. Dagskráin hefst síðdegis á föstudag og lýkur á sunnudagskvöldi og verður vettvangur hennar vítt og breitt um sveitina. Í auglýsingu um leikana segir að hér sé á ferðinni samveru—og sveitahátíð af gamla skólanum þar sem meginþemað sé félags- og samtakamáttur hvers samfélags. Feykir hafði samband við Sjöfn Guðmundsdóttur sem er formaður Íbúa- og átthagafélags Fljótamanna og spurði hana fyrst að því hvaðan hugmyndin að leikunum væri sprottin.
Meira

Svekkelsistap á teppinu

Tindastóll tók á móti Haukum í Inkasso-deild kvenna á gervigrasinu á Króknum í hörkuleik í gærkvöldi. Með sigri hefðu Stólastúlkur komið sér vel fyrir í toppbaráttu deildarinnar en niðurstaðan reyndist 0-1 tap og lið Tindastóls enn í þriðja sæti en miðjupakkinn í Inkasso er orðinn ansi þéttur. Leikurinn var jafn og jafntefli hefði sennilega verið sanngjörn úrslit en lukkan var ekki í liði Tindastóls í gær.
Meira

Héraðið - ný íslensk kvikmynd

Héraðið, ný íslensk kvikmynd eftir leikstjórann Grím Hákonarson, verður frumsýnd miðvikudaginn 14. ágúst í bíóhúsum um allt land. Grímur leikstýrði m.a. hinni margverðlaunuðu kvikmynd Hrútar og heimildamyndunum Hvelli og Litlu Moskvu.
Meira

Beitukóngur, sveigjanleg glás og rabarbarakaka

Í 28. tbl. ársins 2017 var skyggnst í pottana hjá Erlu Björk Örnólfsdóttur, sjávarlíffræðingi og rektor Háskólans á Hólum. Erla hefur búið á Hólum frá því í maí 2012 og var þá að hefja sitt sjötta starfsár við háskólann. „Ég nýt búsetu á Hólum, umlukin tignarlegum fjöllum og fádæma veðursæld,“ sagði Erla. „Uppskriftir þær sem ég deili eru mínar uppáhalds, en uppruni dálætisins er af nokkuð ólíkum toga. Aðalrétturinn, sem er orkuríkt vetrarfóður, og kakan eiga það sammerkt að vera árstíðabundin í matargerð og aðgengilegt hráefni á meðan erfiðara er að nálgast beitukóng til matreiðslu en hann er afar skemmtilegt hráefni. Beitukóngur er sæsnigill, sem finnst víða á grunnsævi, t.d. í Húnaflóa og Skagafirði, þó eingöngu hafi hann verið veiddur í Breiðafirði og þá til útflutnings. Verði þessi uppskrift einhverjum hvatning til að skella niður gildru og safna beitukóngi, þá væri það frábært. Það er dálítið maus að hreinsa beitukónginn, en vel þess virði,“ segir Erla.
Meira