Fréttir

Hlutfall erlendra ríkisborgara lægst á Norðurlandi vestra

Þjóðskrá Íslands hefur tekið saman fjölda erlendra ríkisborgara sem eru búsettir hér á landi eftir sveitarfélögum. Tölurnar miðast við 1. desember 2018. Í frétt á vef Þjóðskrár kemur fram að hlutfall erlendra ríkisborgara er talsvert misjafnt milli sveitarfélaga eða frá rúmum 40% niður í engan skráðan.
Meira

Sia og LP í uppáhaldi / ÁSA SVANHILDUR

Söngkonan Ása Svanhildur, fædd 1994, er dóttir Guðbjargar Bjarnadóttur, íslenskukennara við FNV, og Guðbrandar Ægis Ásbjörnssonar, listamanns og kennara við Árskóla, og hún er því alin upp á Króknum. Ása var snemma farin að troða upp á tónlistarsviðinu, eins og hún á ættir til, og núna milli jóla og nýárs vakti söngur hennar mikla lukku á tónleikunum Græni salurinn sem fram fóru í Bifröst – þannig að jafnvel hörðustu rokkarar upplifðu gæsahúð á eigin skinni.
Meira

Samtal um stefnur ríkisins í landshlutum

Formaður og starfsmenn SSNV sitja, í gær og í dag, ráðstefnu Byggðastofnunar í Hveragerði sem ber yfirskriftina Samtal um stefnur ríkisins í landshlutum. Á ráðstefnunni er fjallað um eru hinar ýmsu stefnur ríkisins og hvernig þær tengjast landshlutunum og hvernig samþætta má þær starfi í landshlutum. Frá þessu segir á vef SSNV.
Meira

Garðfuglahelgi Fuglaverndar framundan

Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar verður dagana 25. -28. janúar 2019. Samkvæmt tilkynningu félagsins er framkvæmd athugunarinnar einföld en það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í einn klukkutíma einhvern þessara daga. Athugendur velja hvaða dag þeir fylgjast með garðfuglunum eftir veðri og aðstæðum
Meira

Það vantaði miklu meira Malt í Stólana

Bikarævintýri Tindastóls er á enda í bili eftir að Stjarnan kom, sá og sigraði ríkjandi Maltbikarmeistara af miklu öryggi í Síkinu í gærkvöldi. Stjarnan náði frumkvæðinu strax í byrjun leiks og þrátt fyrir ágætan sprett í öðrum leikhluta náðu Stólarnir aldrei að jafna leikinn. Vægt til orða tekið þá komu Tindastólsmenn marflatir til leiks í þriðja leikhluta og gestirnir gengu á lagið og stungu Stólana af. Lokatölur leiksins 68-81.
Meira

Skoða heilsdagsskóla í Varmahlíð

Þann 18. september sl. barst formanni fræðslunefndar Svf Skagafjarðar og fræðslustjóra ábending frá foreldri um vöntun á vistun eftir skóla í Varmahlíð. Síðan hefur málið verið í skoðun innan fræðsluþjónustunnar, starfsmenn hafa aflað gagna, miðlað upplýsingum og skoðað ýmsar sviðsmyndir.
Meira

Stólarnir vilja í Höllina - Búist við hörku rimmu í Geysisbikarnum í kvöld

Í kvöld fer fram risaslagur í Geysisbikarnum er lið Stjörnunnar mætir ríkjandi bikarmeisturum í Síkinu á Sauðárkróki. Gestirnir, sem hafa verið á ágætum spretti í síðustu leikjum, ætla sér stóra hluti enda spáð toppsæti í deildinni í upphafi leiktíðar. „Ef við fáum troðfullt hús aukast líkurnar á því að við förum í Höllina til muna.“
Meira

Meistaradeild KS í hestaíþróttum - Hrímnir

Fyrsta liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS í hestaíþróttum 2019 er sigurlið sl. fjögurra ára, lið Hrímnis. Liðsstjóri þessa sigursæla liðs er sem fyrr Þórarinn Eymundsson, tamningamaður og reiðkennari á Hólum.
Meira

Kvennalið Tindastóls hefur samið við Jackie Altschuld

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við Jackie Altschuld um að leika með meistaraflokki kvenna næsta tímabil. Jackie er fædd 1995, fjölhæfur leikmaður sem getur spilað vörn, miðju og sókn.
Meira

Ratsjáin á Norðurlandi vestra

Eitt af markmiðum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er að hvetja til nýsköpunar og efla framgang nýrra hugmynda í íslensku atvinnulífi með virkri þátttöku í rannsóknarverkefnum og stuðningi við frumkvöðla og fyrirtæki. Ratsjáin er eitt þeirra verkefna og er ætlað stjórnendum ferðaþjónustufyrirtækja til að efla þekkingu og hæfni þeirra á sviði fyrirtækjareksturs. Því er ætlað að ná til þeirra fyrirtækja sem eru að gera góða hluti í dag en vilja efla sig enn meira í ýmsum rekstrarþáttum.
Meira