Fréttir

Lína Langsokkur – Þvílík skemmtun maður!!

Ég og 9 ára dóttir mín örkuðum spenntar inn í Bifröst, tilbúnar í að heimsækja Sjónarhól, Línu og vini hennar. Mjög langt er síðan ég hef séð leikritið, og var ég því búin að gleyma hversu ótrúlega fyndið þetta verk er, og magavöðvarnir allskostar óundirbúnir fyrir komandi átök þar sem ég hló næstum allan tímann!
Meira

Öldungaráð Húnaþings vestra fundar í fyrsta sinn

Fyrsti fundur Öldungaráðs Húnaþings vestra var haldinn sl. þriðjudag í fundarsal Ráðhússins þar sem Guðmundur Haukur Sigurðsson var kosinn formaður og Jóna Halldóra Tryggvadóttir varaformaður. Öldungaráð starfar á fjölskyldusviði og heyrir undir sveitarstjórn Húnaþings vestra. Sviðsstjóri fjölskyldusviðs, eða fulltrúi hans starfar með ráðinu.
Meira

Húnavatnshreppur auglýsir styrki vegna viðburða og verkefna

Húnavatnshreppur ætlar að gefa félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum tækifæri til að sækja um styrki vegna viðburða eða verkefna. Þurfa verkefnin að samræmast hlutverki sveitarfélagsins eða vera í samræmi við stefnu þess og áherslur, vegna fjárhagsársins 2020, að því er segir í tilkynningu á vef sveitarfélagsins.
Meira

Sýningar frestast á Línu Langsokk

Vegna óviðráðanlegra ástæðna þarf að fella niður tvær sýningar á Línu Langsokk í næstu viku, þriðjudaginn 29. október og miðvikudag 30. október. Er fólki bent á að panta miða snemma á aðrar sýningar þar sem styttist í annan endann á sýningartímabilinu.
Meira

Skipað í verðlagsnefnd búvara

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í samræmi við ákvæði búvörulaga skipað verðlagsnefnd búvara en hún er skipuð sjö einstaklingum. Samkvæmt búvörulögum skulu tveir fulltrúar vera tilnefndir af samtökum launþega, tveir af Bændasamtökum Íslands, tveir af Samtökum afurðastöðva í mjólkurframleiðslu auk þess sem ráðherra landbúnaðarmála skipar formann nefndarinnar.
Meira

Ladies Circle á Sauðárkróki standa fyrir Jól í skókassa

Ladies Circle eru alþjóðleg góðgerðar- og vináttusamtök kvenna á aldrinum 18-45 ára og er stuðlað að því að konur kynnist hverri annarri og efli, kynnist ólíkum reynsluheimum og margvíslegri menningu. Á Íslandi eru fimmtán Ladies Circle klúbbar víðsvegar um land, og er einn þeirra, sá tólfti, starfræktur á Sauðárkróki. Í klúbbnum eru sextán konur úr Skagafirði og er Hrund Pétursdóttir formaður hans. Framundan í starfi LC12 er verkefnið Jól í skókassa sem verður í Ljósheimum á morgun, fimmtudaginn 24. október.
Meira

Húsnæðisáætlun Blönduósbæjar gefin út

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að gerð húsnæðisáætlunar fyrir Blönduósbæ sem hefur það að markmiði að skapa yfirsýn yfir húsnæðismál, meta þarfir ólíkra hópa og gera áætlun um uppbyggingu íbúða til næstu átta ára. Er hún unnin í samræmi við reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga sem tók gildi í desember á síðasta ári þar sem kveðið er á um að öll sveitarfélög skuli gera húsnæðisáætlun til fjögurra ára í senn sem skuli uppfærðar árlega með tilliti til breytinga og þróunar sem orðið hafa á forsendum hennar milli ára.
Meira

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2020. Veittir eru styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar, verkefnastyrkir til menningarstarfs og stofn- og rekstrarstyrkir til menningarstarfs. Umsóknarfrestur rennur út miðvikudaginn 20. nóvember klukkan 16:00.
Meira

Íbúar Norðurlands vestra móta framtíð landshlutans í nýrri sóknaráætlun fyrir árin 2020-2024

Ný Sóknaráætlun Norðurlands vestra fyrir árin 2020-2024 var samþykkt samhljóða á haustþingi samtakanna sem fram fór þann 18. október sl. á Sauðárkróki og hefur vinna við gerð áætlunarinnar staðið yfir frá því á vordögum. Á heimasíðu SSNV kemur fram að lögð afi verið rík áhersla á víðtækt samráð við íbúa og aðra hagaðila og mætti ætla að vel á fimmta hundrað manns hafi komið að gerð áætlunarinnar með einum eða öðrum hætti.
Meira

Fella brott 1090 reglugerðir í landbúnaði og sjávarútvegi

Íslenskt regluverk verður að vera aðgengilegt og auðskiljanlegt segja þau Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra sem í dag kynntu aðgerðaráætlun um einföldun regluverks. Kristján Þór hefur fellt brott 1090 reglugerðir á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar.
Meira