Fréttir

Breytt starfsemi í Ráðhúsinu á Sauðárkróki vegna Covid

„Samkvæmt aðgerðaáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar um órofna starfsemi og þjónustu vegna COVID-19 smithættu verða breytingar á starfsemi og aðgengi að Ráðhúsinu á Sauðárkróki nú í upphafi árs 2022 og þar til rýmkanir verða á gildandi takmörkunum skv. reglugerð stjórnvalda,“ segir í fréttatilkynningu á heimasíðu Svf. Skagafjarðar frá því 3. janúar sl.
Meira

Hugleiðingar um sameiningu sveitarfélaga :: Áskorandinn Jón Árni Magnússon, bóndi í Steinnesi og sveitarstjórnarmaður í Húnavatnshreppi

Að mörgu er að hyggja þegar að sameina á sveitarfélög til að þau standi sterkari saman. Oft hefur það reynst erfitt fyrir íbúana að sætta sig við breytingar og í mörgum tilfellum skiptist fólk upp í hópa líkt og var fyrir sameiningu. Það þýðir ekki að sitja fastur í fortíðinni heldur að taka þessu með opnum huga og hugsa dæmið upp á nýtt.
Meira

Sextán fótboltakappar skrifa undir tveggja ára samning við lið Tindastóls

Á heimasíðu Tindastóls segir frá því að í gær skrifuðu 16 leikmenn undir tveggja ára samning við Knattspyrnudeild Tindastóls. Undirritunin fór fram í vallarhúsinu áður en leikmenn héldu á æfingu en þeir hafa flestir æft með liðinu frá því í október. „Þetta er frábær blanda af ungum leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokksfótbolta í bland við leikmenn sem hafa spilað í mörg ár og eru aðeins eldri og reynslumeiri,” segir Halldór Jón Sigurðsson (Donni), aðalþjálfari meistaraflokka Tindastóls og yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu.
Meira

Árið 2021: „Manni leggst alltaf eitthvað til“

Feykir plataði söngvaskáldið góða, Svavar Knút, til að henda í eitt ársuppgjör. Pilturinn er að handan, eða austan Vatna, en býr í Bogahlíð borgar óttans. Svavar Knútur hefur verið duglegur við alls kyns tónleikahald um allar trissur á Covid-tímum og þá ekki hvað síst skellt í netútsendingar í tíma og ótíma, enda happdrætti að plana meiriháttar tónleikaferðir síðustu misserin. Hann er vatnsberi í skónúmeri 45 og þegar hann er beðinn um að lýsa árinu í þremur orðum segir hann: „Tími með börnunum.“
Meira

Alþjóðadagur punktaleturs er í dag

Alþjóðadagur punktaleturs (Alþjóðlegur dagur blindraletursins) er viðburðardagur haldinn 4. janúar ár hvert til að auka vitund um mikilvægi blindraletur sem samskiptatækis til að auka mannréttindi blindra og sjónskertra fólks.
Meira

Aco Pandurevic þjálfar Kormák Hvöt

Meistaraflokksráð Kormáks Hvatar hefur ráðið Aco Pandurevic sem aðalþjálfara fyrir sumarið 2022. Samkvæmt tilkynningu frá ráðinu býr Aco yfir leikmannareynslu úr heimalandi sínu Serbíu, Slóvakíu og Færeyjum, en á Íslandi hefur hann spilað með Ægi frá Þorlákshöfn síðastliðinn áratug.
Meira

Árni Björn er maður ársins á Norðurlandi vestra

Árni Björn Björnsson á Sauðárkróki er Maður ársins 2021 á Norðurlandi vestra að mati lesenda Feykis og Feykir.is. Árni Björn er eigandi veitingastaðarins Hard Wok Cafe á Aðalgötunni á Sauðárkróki, ásamt Ragnheiði Ástu Jóhannsdóttur konu sinni.
Meira

Starfshópur um merablóðtöku hefur störf

Skipaður hefur verið starfshópur, að frumkvæði Svandísar Svavarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem hefur það hlutverk að fjalla um blóðtöku á fylfullum hryssum. Hópnum er ætlað að skoða starfsemina, regluverkið og eftirlitið í kring um hana.
Meira

Agent MoMo meistarar Draugamóts Molduxa

Dregið var í Draugamóti Molduxa á milli jóla og nýárs en um fjáröflunarleik var að ræða sem kom í stað körfuboltamóts sem haldið hefur verið fyrir almenning annan dag jóla í rúman aldarfjórðung. Ekki er hægt að segja að stemningin hafi verið mikil að þessu sinni þar sem einungis þrír aðilar tóku þátt í liðakeppninni en fjórir í einstaklingsflokki.
Meira

Árið 2021: „Verbúðin byrjar einstaklega vel!“

Feykir náði í skottið á Blönduósingnum Auði Húnfjörð sem starfar nú sem sölumaður hjá Fréttablaðinu, er bogmaður og býr í Hafnarfirði. Hún var beðin um að gera upp árið í stuttu máli en fyrst að skýra tengslin norður. „Föðurættin mín er frá Blönduósi, Húni afi minn og Óskar pabbi minn áttu bakaríið Krútt. Ég flutti frá Blönduósi um aldamótin og er nýlega farin að koma aftur í heimsókn í bæinn þar sem sonur minn og tengdadóttir búa í sveitinni með börnum sínum tveimur,“ segir Auður.
Meira