„Stemningin í gær var algjörlega stórkostleg“
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
15.10.2025
kl. 10.42
Fyrsti Evrópuleikurinn var spilaður í Síkinu í gær þegar Tindastóll mætti liði Gimle frá Bergen. Það kom á daginn að talsverður getumunur var á liðunum og vann Tindastóll einn glæstasta sigur í sögu klúbbsins þegar Norðmennirnir fengu á baukinn en lokatölur voru 125-88. „Það var margt jákvætt í okkar leik en eins og alltaf margt sem má betur fara,“ sagði Arnar þjálfari Guðjónsson þegar Feykir spurði hann í morgun hvort hann hafi verið ánægður með frammistöðu sinna manna.
Meira
