Fréttir

Handverkshátíð með óhefðbundnu sniði og í samstarfi við Matarstíg Helga magra

Stjórn og aðstandendur Handverkshátíðar, sem fram fer á Hrafnagili i Eyjafjarðarsveit, hefur tekið ákvörðun um að hátíðin muni fara fram með óhefðbundnu sniði í ár vegna óvissu um áhrif heimsfaraldurs. Handverkshátíð og Matarstígur Helga magra hafa tekið höndum saman fyrir sumarið 2021 og munu vera með reglulega bændamarkaði þar sem lögð verður áhersla á mat og handverk úr Eyjafjarðarsveit.
Meira

Engar sóttvarnatakmarkanir í lok júní

Heilbrigðisráðuneytið kynnti í gær áætlun um afléttingu innanlandstakmarkana vegna COVID-19 í áföngum með hliðsjón af framgangi bólusetningar. Áætlað er að aflétta megi öllum innanlandstakmörkunum síðari hlutann í júní þegar um 75% þjóðarinnar hafi fengið a.m.k. einn bóluefnaskammt.
Meira

Markaðsstofa Norðurlands semur við SSNV og SSNE um rekstur Áfangastaðastofu

Í dag var undirritaður samningur Markaðsstofu Norðurlands og landshlutasamtakanna SSNV og SSNE um rekstur Áfangastaðastofu. Þar með lýkur ferli sem hefur staðið yfir formlega allt frá árinu 2017 þegar hafinn var undirbúningur að gerð fyrstu áfangastaðaáætlana svæðanna. Þó má segja að ferli hafi í raun hafist árið 2015 þegar Markaðsstofur landshlutanna settu fram stefnu um að fá skýrari tengingu við stjórnvöld ferðamála, skilgreind hlutverk og öfluga fjármögnun til lengri tíma.
Meira

Höldum áfram að fara varlega

Covid-19 hefur enn klærnar í samfélaginu þó vel gangi að bólusetja landsmenn. Nokkur hópsmit hafa að undanförnu verið mikið í fréttum og nú síðast hefur athyglin beinst að Þorlákshöfn. Lið Tindastóls og Þórs frá Þorlákshöfn mættust í Síkinu sl. sunnudag og eflaust hafa einhverjir í ljósi síðustu frétta velt fyrir sér hvort smit hafi mögulega borist norður yfir heiðar. Stefán Vagn Stefánsson, formaður Almannavarnateymis Norðurlands vestra, segir ekki vitað um neina tengingu á milli hópsmitsins og leikmannahóps Þórs og því ekki ástæða til ótta. „Hinsvegar er alltaf möguleiki á smiti burtséð frá þessu og því mikilvægt að fara varlega og fylgja fyrirmælum almannavarna um sóttvarnir,“ sagði Stefán Vagn í samtali við Feyki.
Meira

Íbishóll lið kvöldsins í slaktaumatölti

Keppni í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild KS í hestaíþróttum fór fram í reiðhöllinni Svaðastöðum þann 21. apríl sl. Guðmar Freyr Magnússon og Glymjandi frá Íbishóli sigruðu með einkunnina 7.71 og fleiri fjaðrir fóru í hatta Íbishólsliðsins sem sigraði liðakeppnina eftir keppni kvöldsins.
Meira

Landbúnaður á Íslandi eykur framleiðni og minnkar losun til muna

Umhverfisstofnun skilaði skýrslu sinni til Loftslagssamnings Sameinuðu Þjóðanna (UNFCCC) á dögunum. Heildarlosun sem telst á beinni ábyrgð Íslands dregst saman um 2,1% ef landnotkun er skilin frá og 1% ef að landnotkun er tekin með. Losun á beinni ábyrgð Íslands er sú losun sem íslensk stjórnvöld munu þurfa að gera upp gagnvart skuldbindingatímabili Parísarsamkomulagsins.
Meira

Feykissýning í tilefni 40 ára afmælis hefur opnað í Safnahúsinu

Í apríl varð héraðsfréttablaðið Feykir 40 ára og var til dæmis haldið upp á tímamótin með útgáfu afmælisblaðs. Nú hefur verið opnuð dálítil afmælissýning í Safnahúsi Skagfirðinga og er sýnt á báðum hæðum. Um er að ræða upprifjanir á minnisstæðum fréttum nokkurra þeirra aðila sem að blaðinu hafa komið í gegnum tíðina. Sýningin er hluti af dagskrá Sæluviku Skagfirðinga sem nú stendur yfir.
Meira

Vel heppnað Snocross-mót í Tindastólnum

Snocross-mót fóru fram á skíðasvæðinu í Tindastóli nú um helgina og var keppt bæði laugardag og sunnudag. Mótshald tókst vel en aðstæður voru fínar á laugardag en þoka setti strik í reikninginn á sunnudegi. Það var Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar sem hélt mótið með góðri aðstoð frá sleðaköppum frá Akureyri.
Meira

Aukatónleikar á Skagfirska tóna

Nú er nánast uppselt á tónleikana Skagfirskir tónar sem Hulda Jónasdóttir stendur fyrir næsta laugardagskvöld á Gránu Bistro á Sauðárkróki en þar verða flutt lög eftir skagfirskar tónlistarkonur. Því hefur verið ákveðið að blása til aukatónleika sama dag kl 17. Hulda segir fólk hafa tekið vel í smá upplyftingu í lok Sæluviku og aðeins séu örfáir miðar eftir. Segir hún að félagar í Félagi eldri borgara í Skagafirði fái 50 % afslátt af miðaverðinu á þá tónleika svo það er um að gera að bregðast skjótt við og tryggja sér miða.
Meira

Stál í stál í Síkinu en sigurinn var Stólanna

Eitt af toppliðum Dominos-deildarinnar í körfubolta, Þór Þorlákshöfn, mætti í Síkið í gærkvöldi og spilaði við lið Tindastóls sem hefur verið að rétta úr kútnum eftir strembinn vetur. Vanalega eru viðureignir þessara liða fyrir spennufíkla og það varð engin breytinig á því í gær því úrslitin réðust þegar 0,2 sekúndur voru eftir af leiknum. Þá tók Flenard Whitfield einu vítaskot sín í leiknum og tryggði Tindastólsmönnum sigurinn eins og að drekka vatn. Lokatölur 92-91.
Meira