Fréttir

Húnabyggðarsólin víðfræg

Þórarinn Bjarki Benediktsson býr á Breiðavaði í Austur-Húnavatnssýslu og er giftur Stefaníu Egilsdóttur. Hann segist sjálfur vera illa grunnskólagenginn, með tæplega 600 fjár, 18 geitur, 11 Border collie hunda, kött og eina gyltu. Bjarki starfar við rúning í félagi við Þorstein vin sinn á Auðólfsstöðumog tekur stundum að sér tamningu á Border collie hundum. Þegar Bjarki er spurður hvernig gangi í sveitinni segir hann það í raun ganga aldeilis ljómandi vel, skepnur og menn hress og kát í góðri tíð.
Meira

Smjörkjúllinn hans Einars | Matgæðingur Feykis

Matgæðingurinn í tbl 5 á þessu ár var Einar Helgi Guðlaugsson en hann er fæddur og uppalinn á Króknum. Foreldrar hans eru Bryndís Aðalsteinsdóttir og Guðlaugur Elinn Einarsson og áttu þau heima í Furuhlíðinni lengi vel. Kærasta Einars er Rósbjörg Jenný Magnúsdóttir sem er Siglfirðingur og eru foreldrar hennar Hrönn Fanndal og Magnús Stefán Jónasson og ólst hún upp á Hvanneyrabrautinni.
Meira

FNV er fjölbreyttur og vinalegur skóli

Kristján Bjarni hefur verið áfangastjóri við FNV um árabil en nú lætur hann af störfum þar en fer ekki langt, bara rétt norður yfir Sauðána og tekur við starfi skólastjóra Árskóla. Þar tekur hann við af Óskari G. Björnssyni sem hefur stýrt þeim skóla síðan Gagnfræðaskóli og Barnaskóli Sauðárkróks voru sameinaðir skömmu fyrir aldamót. En hvað ætli Kristjáni hafi þótt skemmtilegast við að starfa við FNV?
Meira

Þögn og Nóa kropp í skál er best með bóklestri

Hrund Malín Þorgeirsdóttir býr á Krithóli í Skagafirði, gift þriggja barna móðir, kennari í Varmahlíðarskóla og bóndi. Hrund hefur haft í nægu að snúast, sauðburður á fullu og skólaárinu að ljúka með tilheyrandi pappírsvinnu og húllumhæi eins og hún orðar það sjálf. Hún gaf sér þó tíma til að svara Bókhaldi Feykis þessa vikuna.
Meira

Haustið 1994 afar eftirminnilegt

Rétt eins og skólameistarinn þá lætur aðstoðarskólameistarinn, Þorkell V. Þotsteinsson, af störfum að loknu skólaárinu. Keli starfaði sem skólameistari í vetur þar sem Ingileif var í leyfi. Hann hóf störf við skólann haustið 1980 eða ári eftir að Fjölbraut á Króknum hóf kennslu og kenndi þá ensku. Það verða því viðbrigði þegar starfsmenn skólans mæta til vinnu í haust og enginn Keli til staðar.
Meira

Bóndabrie og þorskhnakkar | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 4 á þessu ári var Arndís Brynja, gift Guðmundi Óla Hartmannssyni, en þau eru bæði fædd og uppalin á Króknum. Þau eiga þrjá uppkomna syni og eitt barnabarn og eru öll búsett í Reykjavík. Arndís starfar hjá Landhelgisgæslunni sem bryti á varðskipinu Þór og eldar fyrir mannskapinn.
Meira

Flest í þokkalegri rútínu

Bessi Freyr Vésteinsson í Hofsstaðaseli, nánar tiltekið í Viðvíkursveit í Skagafirði, býr þar ásamt konu sinni Sólrúnu Ingvadóttur. „Einnig búa hér sonur okkar Ingvi Þór Bessason og kona hans Fanndís Viðarsdóttir ásamt sonum þeirra Braga Frey sex ára, Bjarka Viðari fjögurra ára og Birki Þór tveggja ára.“ Öll vinna þau við reksturinn auk 4-6 starfsmanna, en það fer aðeins eftir árstíma. Feykir heyrði í Bessa til að taka stöðuna í sveitinni en viðtalið var birt í fréttablaðinu Feyki í byrjun febrúar á þessu ári. 
Meira

Stólastúlkur náðu í stig gegn liði Vals í fyrsta sinn

Í gær mættust lið Tindastóls og Vals í Bestu deild kvenna og var spilað við ágætar aðstæður á Króknum. Úr varð hörkuleikur og fór svo að lokum að liðin deildu stigunum en lokatölur voru 2-2. Þetta var í fyrsta skipti sem Stólastúlkur ná í stig gegn liði Vals og máttu eiginlega vera svekktar með að þau urðu ekki fleiri.
Meira

Taiwo beit á Krókinn á ný

Það stefnir í alvöru hvítasunnuhelgi hjá stuðningsmönnum Tindastóls í körfunni. Í gær var Arnar Guðjónsson kynntur til sögunnar sem næsti þjálfari meistaraflokks karla og í morgun laumaði körfuknattleiksdeild Tindastóls út í kosmósið myndbandi þar sem Taiwo okkar Badmus tilkynnir endurkomu sína á Krókinn.
Meira

„Ungt fólk sjálfstæðara og ákveðnara en áður“

Eins og fram hefur komið þá láta nú af störfum þrír máttarstólpar Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og þar með talinn skólameistarinn sjálfur. Ingileif Oddsdóttir tók við starfi skólameistara af Jóni F. Hjartarsyni árið 2011 en þau tvö eru ein um að hafa gegnt þessari stöðu í 46 ára sögu skólans sem er auðvitað magnað í sjálfu sér. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Ingileif.
Meira