Fréttir

Níu í einangrun á Norðurlandi vestra

Níu einstaklingar eru í einangrun á Norðurlandi vestra, samkvæmt tölum aðgerðastjórnar svæðisins. Eitt nýtt smit greindist frá því í gær en viðkomandi var í sóttkví en alls sæta 17 aðilar nú sóttkví sem er mikil fækkun milli daga þar sem áður voru 39 manns í því úrræði, og í fyrsta sinn í þessari bylgju faraldursins í öllum póstnúmerum á Norðurlandi vestra.
Meira

Sigló hótel lánar Grunnskólanum húsnæði fyrir kennslu

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða sem tók gildi þann 3. nóvember kemur misjafnlega niður á skólastarfi. Samkvæmt henni mega grunnskólanemendur í 1. til 4. bekk mest vera 50 í rými en í 5.–10. bekk að hámarki 25 í hverju. Um þá gilda einnig tveggja metra nálægðartakmörk og ef ekki er hægt að uppfylla þau skulu nemendurnir nota grímu. Á Siglufirði var vandinn leystur á Hótel Sigló.
Meira

Mjólkursamsölunni skipt í innlenda og erlenda starfsemi

Eigendur og stjórn Mjólkursamsölunnar hafa ákveðið að skipta starfsemi sinni upp í sjálfstæð félög í sömu eigu, sem sinni annars vegar innlendri og hins vegar erlendri starfsemi. Er þessi breyting nú rökrétt framhald á þeirri vegferð sem hófst um mitt ár 2018, þegar stofnað var sérstakt dótturfélag um erlenda starfsemi Mjólkursamsölunnar, Ísey útflutningur ehf.
Meira

Sýnum hvort öðru virðingu og tillitssemi

Á þessum erfiðu tímum viljum við biðla til almennings um samvinnu, viðskiptavina verslana og annarra þjónustuaðila til að sýna starfsfólki kurteisi og virðingu. Reynum frekar að vera jákvæð og þakklát og þá gengur allt miklu betur. Starfsfólk í verslun og þjónustu er mikilvægur hluti framvarðarsveitar til að halda samfélaginu gangandi ef við eigum að geta verslað okkar nauðsynjar dags daglega. Kurteisi og þakklæti kostar ekkert til þeirra sem leggja sjálfa sig í hættu fyrir okkur hin.
Meira

Jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks fellur niður

Rótarýklúbbur Sauðárkróks hefur ákveðið að árlegt jólahlaðborð klúbbsins, sem verið hefur í íþróttahúsinu á Sauðárkróki og notið mikilla vinsælda, verði ekki haldið á þessu ári. Ástæðan kemur fáum á óvart þar sem kórónuveiran hefur verið að gera usla í samfélaginu og staðan grafalvarleg.
Meira

Fólk í sóttkví í öllum póstnúmerum Norðurlands vestra

Fátt hefur breyst í samantekt aðgerðastjórn almannavarnadeildar Norðurlands vestra frá því fyrir helgi þar sem sami fjöldi er nú í einangrun á svæðinu eða átta alls en í sóttkví fjölgaði um einn og eru því alls 39 einstaklingar sem sæta henni og í fyrsta sinn í þessari bylgju faraldursins í öllum póstnúmerum á Norðurlandi vestra.
Meira

Guðmar Freyr Magnússon valinn í U21 landsliðshóp LH

Hekla Katharína Kristinsdóttir landsliðsþjálfari hefur valið knapa í U21-landsliðshópi Landsambands hestamanna fyrir árið 2021, en framundan er Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Herning í Danmörku í byrjun ágúst. Knapar í landsliðshópum LH eru í forvali þegar kemur að landliðsverkefnum en einnig er landsliðsþjálfara heimilt að velja knapa utan hópsins þegar þurfa þykir.
Meira

Takmörkun á skólastarfi frá 3. nóvember

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi á morgun 3. nóvember. Sett er þau markmið að sem minnst röskun verði á skólastarfi og að starf á leikskólastigi og á fyrsta stigi grunnskóla verði óskert. Að ráði sóttvarnalæknis verður reglu um grímuskyldu breytt þannig að hún eigi ekki við um börn fædd 2011 og síðar.
Meira

Fótboltinn flautaður af

Fótboltakempur máttu loks lúta í gras fyrir kórónuveirufaraldrinum en Knattspyrnusamband Íslands ákvað á föstudaginn, í kjölfar hertra aðgerða í baráttunni við COVID-19, að nú væri nóg komið og augljóst að ekki væri raunhæfur möguleiki lengur á að klára knattspyrnutímabilið.
Meira

Hertar sóttvarnaráðstafanir tóku gildi í gær

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar sóttvarnaráðstafanir sem tóku gildi í gær, laugardaginn 31. október. Sömu reglur munu gilda um allt land. Meginbreytingin felst í 10 manna fjöldatakmörkum í stað 20 áður. Allt íþróttastarf verður óheimilt og sviðslistir sömuleiðis. Gert er ráð fyrir að reglur um hertar aðgerðir gildi til og með 17. nóvember. Þær verða endurmetnar eftir aðstæðum með hliðsjón af því hvort hægt verði að aflétta þeim fyrr, eða hvort framlenging sé nauðsynleg.
Meira