Fréttir

Samningur um byggingu nýs verknámshúss FNV undirritaður

Nú í dag var undirritaður samningur um byggingu nýs verknámshúss við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Undirritunin fór fram í verknámshúsi Fjölbrautaskólans að viðstöddu margmenni þ.á.m. nemendum, starfsfólki skólans og fulltrúum úr atvinnulífinu. Samningurinn gerir ráð fyrir stækkun verknámshúss um allt að 1.400 fermetra.
Meira

Nemendur tóku snið og saumuðu sér náttbuxur

Í þessari viku hafa nemendur í 8.-10. bekk Höfðaskóla á Skagaströnd verið í list- og verkgreinaviku þar sem áherslan hefur verið á textíl. Fram kemur í föstudagspistli á heimasíðu skólans að nemendur hafi staðið sig mjög vel en þau hafa lært listasögu, farið í Textílmiðstöðina í Húnabyggð og tekið snið og saumað sér náttbuxur.
Meira

Aftur er veðrið að stríða áhugafólki um forystufé

Aftur er veðrið að stríða áhugafólki um forystufé. Fresta þarf aftur skemmti- og fræðslufundinum sem átti að vera næstkomandi sunnudag 7. apríl- og nú til að útiloka stórhríð, hefur verið ákveðið að halda viðburðinn sunnudaginn 9. júní í staðinn.
Meira

Gott að eldast í Húnaþingi vestra

Húnaþing vestra og Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga eru þátttakendur í þróunarverkefni sem gengur út á að samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum. Fram kemur í frétt á heimasíðu Húnaþings vestra að opinn kynningarfundur um verkefnið verði haldinn mánudaginn 15. apríl kl. 16:15-17:00 í Félagsheimilinu Hvammstanga.
Meira

Skólastjórinn hljóp í skarðið

Árshátíð yngsta- og miðstigs Varmahlíðarskóla var haldin í Menningarhúsinu Miðgarði fimmtudaginn 21. mars síðastliðinn þar sem börnin sýndu fyrir fullum sal og stóðu sig öll með stakri prýði. Það hefur svo sannarlega sýnt sig og sannað hvað það er mikils virði að byrja strax að þjálfa börn í að koma fram í sýningum sem þessum. Sem skilar sér svo í glæsilegum sýningum í eldri bekkjunum og jafnvel alla leið í framhaldsskólann.
Meira

Endurbætur í fullum gangi við Sauðárkrókshöfn

Miklar framkvæmdir eru við Sauðárkrókshöfn þessa dagana. Verktakafyrirtækið Árni Helgason ehf. vinnur nú fyrri hluta á endurnýjun á efri-garði Sauðárkrókshafnar. Áætluð verklok eru 1. júlí 2024 en seinni hlutinn af verkinu verður boðinn út síðar. Heildarkostnaður er 142 milljónir með vsk. en ríkið greiðir 75% af verkinu.
Meira

Stólarnir mæta liði Grindavíkur í úrslitakeppninni

Það voru margir með böggum hildar í dag og í kvöld á meðan beðið var eftir úrslitum í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta. Lið Tindastóls og Stjörnunnar börðust um að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og reikna mátti með að bæði lið sigruðu í sínum viðureignum gegn neðstu tveimur liðum deildarinnar. Öllu máli skipti því hvernig leikur Álftaness og Hattar færi því ljóst var að ynni Höttur færu Stólarnir í sumarfrí en ef Álftanes hefði sigur þá yrði lið Tindastóls í sjöunda sæti og fengi tækifæri til að sýna sparihliðarnar í úrslitakeppninni.
Meira

„Algjör árshátíð okkar vinanna“

Skagfirðingar stimpla sig rækilega inn í menningarlíf Reykvíkinga þessa komandi helgi. Geirmundur Valtýsson heldur upp á 80 ára afmælið með tvennum tónleikum í Hörpu á laugardag en kvöldið áður verða félagarnir Arnar Freyr Frostason og Helgi Sæmundur Guðmundsson, Úlfur Úlfur, með útgáfutónleika í Gamla bíói en það er víst löngu uppselt á þá. Fyrsta viðtalið við þá félaga var í Feyki 25. ágúst 2011 og það ár kom út platan Föstudagurinn langi sem innihélt smelli á borð við Ég er farinn og Á meðan ég er ungur. Þeir slógu síðan algjörlega í gegn með plötunni Tvær plánetur þar sem mátti finna Brennum allt og 100.000. Restin er saga. Feykir sendi nokkrar spurningar á Helga Sæmund í tilefni af tónleikunum nú rétt fyrir páska.
Meira

Heima í stofu á Sauðárkróki

Viðburðarséni okkar Skagfirðinga, Áskell Heiðar Ásgeirsson, stendur nú, ekki í fyrsta skipti, fyrir nýung í tónleikahaldi á Sauðárkróki í komandi Sæluviku. Um er að ræða svokallaða heimatónleika.
Meira

Leikirnir sem öllu ráða eru í kvöld!

Oft var þörf en nú er nauðsyn- að mæta í Síkið, spurning hvort þeir sem eru sunnan heiða skelli sér og hvetji Álftanes til sigurs í kvöld því ekki dugar fyrir Tindastól að vinna Hamar í kvöld til þess að komast í úrslitakeppnina í þessari síðustu umferð í deildarkeppni vetrarins.
Meira