Fréttir

Stólarnir sitja sem fastast í þeirri fjórðu

Nú þegar ein umferð er eftir af keppni í 4. deildinni í knattspyrnu er ljóst að fjórða sætið verður hlutskipti Tindastóls en draumurinn um sæti í 3. deild fékk frekar nöturlegan endi þegar Kópavogspiltar í KFK gerðu sex mörk á Króknum í dag. Leikurinn var reyndar ansi fjörugur í sunnanrokinu en heimamenn voru helst til of gjafmildir í varnarleiknum og lokatölur 3-6.
Meira

Hungraðir Húnvetningar hirtu stigin í toppslagnum

Það var stórleikur á Blönduósvelli í dag þegar að segja má hreinn úrslitaleikur um sæti í 2. deild fór fram. Heimamenn í Kormáki/Hvöt tóku þá á móti liði Árbæjar sem var tveimur stigum á eftir og hafði verið á mikill siglingu í deildinni, höfðu unnið í það minnsta fjóra leiki í röð og á meðan bleiki valtarinn var farinn að hiksta. Heimamenn komu lemstraðir til leiks með tvo lykilmenn í banni og urðu að planta fyrirliðanum í markið. Tvívegis náðu gestirnir forystunni í leiknum en heimamenn gáfust ekki upp frekar en fyrri daginn, jöfnuðu í tvígang og hirtu síðan öll stigin í uppbótartíma. Lokatölur því 3-2 og ævintýri Húnvetninga heldur áfram.
Meira

Aukið samstarf milli Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands mun efla báða skólana

Skólastarfsemi á Hólum í Hjaltadal er ekkert nýnæmi. Hólaskóli var á biskupssetrinu frá því 1106 til 1802 en hann var, ásamt Skálholtsskóla, helsta menntastofnun þjóðarinnar. Nú er Háskólinn á Hólum með aðsetur í Hjaltadalnum fallega og þar er Skagfirðingurinn Hólmfríður Sveinsdóttir rektor. Um miðjan ágústmánuð var ákveðið að kanna grundvöll fyrir samstarfi Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands, ákvörðun sem sumir óttast að boði ekki endilega gott fyrir háskólastarf í Skagafirði en aðrir sjá spennandi tækifæri felast í mögulegu samstarfi. Feykir sendi nokkrar spurningar á Hólmfríði til að forvitnast um þetta mál og eitt og annað tengt starfsemi skólans.
Meira

„Framtíð kórsins er björt“

Á Hólahátíð sem fram fór um miðjan ágúst stjórnaði Helga Rós Indriðadóttir Skagfirska kammerkórnum í síðasta sinni. Hún hefur verið stjórnandi kórs-ins frá árinu 2013 en lætur nú staðar numið. Helga segist í samtali við Feyki vera mjög þakklát fyrir að hafa unnið með öllu þessu góða fólki og kynnst fullt af góðri tónlist. Hún segir fjölda fólks hafa starfað í kórnum í gegnum árin, endurnýjun hafa verið töluverða en þó eru mörg af stofnfélögum kórsins enn starfandi í honum. Kórinn var stofnaður árið 2000 af Blöndhlíð-ingnum Sveini Arnari Sæmundssyni.
Meira

Frábærir danskennarar í nýjum dansskóla

Menningarfélag Húnaþings vestra er metnaðarfullt félag og fær margar flottar og skemmtilegar hugmyndir. Dansskóli er nýjasta hugmyndin sem orðið hefur að veruleika. Feykir heyrði í Sigurði Líndal formanni Menningarfélagsins og spurði hann aðeins út í tilurð dansskólans.
Meira

Þrír stórleikir í fótboltanum á Norðvesturlandi um helgina

Það verða spilaðir þrír mikilvægir leikir í boltanum hér á Norðurlandi vestra um helgina í þremur mismunandi deildum. Kormákur/Hvöt og Tindastóll spila sína leiki í 3. deild og 4. deild á sama tíma á laugardegi en leikirnir hefjast kl. 14. Á sunnudag fá Stólastúlkur lið Keflavíkur í heimsókn í fyrstu umferð úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar kvenna. Þær hefja leik korter yfir fjögur.
Meira

Ísland í kjörstöðu til að mæta vaxandi þörf á gagnahýsingu

Ísland getur verið fremst meðal jafninga þegar kemur að hýsingu gagna í heimi þar sem öryggi, persónuvernd og sjálfbærni skipta máli í sívaxandi mæli. Styrkleikar Íslands og íslenskra gagnavera voru meðal áhersluatriða á málþingi Borealis Data Center á Hilton Reykjavík Nordica í gær, fimmtudaginn 31. ágúst, í tilefni samstarfsamnings fyrirtækisins við stórfyrirtækið IBM .
Meira

Kafað í hugmyndina um heimilið

Á morgun, laugardaginn 2. september, opnar listsýningin Heima /Home í Hillebrandtshúsinu á Blönduósi og er þetta samsýning yfir 20 listamanna af öllu Norðvesturlandi. Það er Morgan Bresko sem stendur að baki sýningarhaldinu en hún flutti til landsins í september á síðasta ári ásamt fjölskyldu sinni. Þau búa á Torfalæk, fjölskyldubýli mannsins hennar, Elvars Inga Jóhannessonar, ásamt tveimur litlum börnum þeirra og gömlum ketti. Feykir spjallaði við Morgan um sýninguna og hana sjálfa.
Meira

Feðgin úr Fljótunum snillingar í hrútaþukli

Íslandsmótið í hrútaþukli var haldið á sauðfjársetrinu á Ströndum nú á dögunum. Það vakti athygli að feðginin Fanney Gunnarsdóttir og Gunnar Steingrímsson frá Stóra-Holti í Fljótum voru bæði á verðlaunapalli í keppninni.
Meira

EasyJet hefur flug til Akureyrar í lok október

Í haust og vetur verður hægt að ferðast með flugi frá Akureyri um allan heim. Í fréttatilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands segir að breska flugfélagið easyJet hefji flug til Akureyrar í lok október og Icelandair bjóði upp á beint flug á Keflavíkurflugvöll þaðan sem hægt verður að tengja við flugáætlun félagsins bæði til Bandaríkjanna og Evrópu.
Meira