Fréttir

Aftur og enn einu sinni...

Hver þurfti endilega að finna upp þetta KR?
Meira

Takk fyrir geggjað tímabil Tindastólsmenn!

Tindastóll og KR mættust í fjórða leiknum í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld í DHL-höllinni í Vesturbænum. Stólarnir þurftu nauðsynlega að vinna til að halda í drauminn en KR dugði sigur í kvöld. Sú varð raunin; lið KR var betra liðið og sigraði af talsverðu öryggi þrátt fyrir að Tindastólsmenn hafi aldrei gefist upp. Lokatölur voru 89-73 og óskum við KR til hamingju með fimmta titilinn í röð.
Meira

Áheitahlaup 7. og 8. bekkja Varmahlíðarskóla

Nk. mánudag, 30. apríl, ætla nemendur 7. og 8. bekkjar Varmahlíðarskóla að reima á sig hlaupaskóna og hlaupa áheitahlaup, svokallaðan Hegraneshring, til styrktar Krabbameinsfélagi Skagafjarðar. Þetta er í fjórða sinn sem nemendur þessara bekkja hlaupa slíkt hlaup en fyrst var hlaupið árið 2012.
Meira

Humarpizza með hunangssinnepssósu og súkkulaðikaka með kaffinu

Ingibjörg Margrét Valgeirsdóttir og Sigurbjörn Skarphéðinsson sáu um matarþáttinn í 18. tbl. Feykis 2016. Þau buðu upp á girnilega humarpizzu með hunangssinnepssósu og Royal brúntertu með kaffinu.
Meira

Valdís Valbjörns keppir í Söngkeppni framhaldsskólanna í kvöld

Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram í kvöld og verður haldin með glæsibrag á Akranesi. Í ár eru 24 framhaldsskólar skráðir til leiks og er markmið allra sem koma að Söngkeppninni, að þessi verði sú allra glæsilegasta. Valdís Valbjörnsdóttir frá Sauðárkróki tekur þátt fyrir hönd Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Meira

Gerir það besta úr öllu -Áskorandinn Bjarki Benediktsson Breiðavaði

Nú lét ég plata mig. Að skrifa hugleiðingar sínar á blað er ákveðin áskorun þegar maður veit ekkert hvað maður á að skrifa um. Nú myndi Zophonías vinur minn í Hnausum hnussa og segja „og þú sem ert alltaf kjaftandi“.
Meira

Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan - Myndband

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir gamanleikinn Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan nk. sunnudag klukka 20. Leikritið fjallar um glaumgosann Jónatan sem býr með þremur flugfreyjum en þær eru á stanslausum þeytingi, hver í sinni þotunni hjá sitthverju flugfélaginu. Góð skipulagning Jónatans, og liðlegheit húshjálparinnar, gerir það að verkum að þær vita ekki hver af annarri.
Meira

Litlar breytingar geta breytt miklu fyrir marga

Eftir tíu ára fjarveru og tvær háskólagráður flutti ég aftur á heimaslóðir í Skagafirði árið 2007. Ég var efins í fyrstu, hélt að hér væri lítið að gerast og ætlaði að stoppa stutt. Annað kom á daginn, hér er ég enn, horfi á börnin mín blómstra í námi, íþróttum og tómstundum og er sjálf í frábæru starfi á góðum og framsæknum vinnustað, Árskóla.
Meira

Pokahátíð Héðinsminni

Sem kunnugt er tóku svokallaðar Pokastöðvar til starfa í þremur verslunum í Skagafirði fyrir réttu ári síðan með það að markmiði að draga úr notkun innkaupapoka úr plasti með því að sauma og bjóða taupoka til láns.
Meira

Húnaþing vestra auglýsir breytingu á aðalskipulagi

Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur auglýst tillögu að breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026. Um er að ræða breytta veglínu við bæinn Tjörn á Vatnsnesi.
Meira