Fréttir

Arnar og Pétur í liði ársins

Lokahóf KKÍ var haldið í hádeginu í gær og voru veitt verðlaun til leikmanna, þjálfara og dómara fyrir sín afrek í vetur. Leikmenn Tindastóls sópuðu að sér verðlaunum eftir frábært tímabil í Dominos-deildinni en bæði Pétur Rúnar Birgisson og Sigtryggur Arnar Björnsson voru valdir í lið ársins.
Meira

Atvinnulífssýningin sett klukkan 12

Gestir eru nú teknir að flykkjast í íþróttahúsið á Sauðárkróki þar sem atvinnulífssýningin Skagafjörður - heimili norðursins opnaði klukkan 10 í morgun. Formleg setning sýningarinnar verður klukkan 12:00 þar sem flutt verða ávörp sveitarstjóra og mennta- og menningarmálaráðherra, undirritaðar viljayfirlýsingar um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki og nýsköpunar- og frumkvöðlasamkeppninnar Ræsing Skagafjörður, Karlakórinn Heimir syngur nokkur lög, og að lokum fara fram sýningar á íslenskum þjóðbúningum frá ýmsum tímaskeiðum og annarri íslenskri fatahönnun.
Meira

Ítalskar uppskriftir frá Skagaströnd

„Okkur hjónunum finnst notalegt að dútla við matargerð og spjalla saman á meðan. Oftast sér Valtýr um hversdagseldamennskuna, soðningu og grjónagrauta, en Ástrós er meira fyrir að dedúa við mat í lengri tíma. Hún bjó á Ítalíu um árabil og tók með sér margar skotheldar uppskriftir þaðan. Þær hafa síðan breyst og lagast að okkar smekk í gegnum árin svo uppruni úr kokkabókum er óljós.
Meira

Dagur ljósmæðra

Alþjóðlegur dagur ljósmæðra er 5. maí. Á þessum tímamótum heldur þessa mikilvæga stétt daginn hátíðlegan með blendnum hug vegna kjaradeilna og félagskonur gagnrýna stjórnvöld fyrir fálæti og skilningsleysi.
Meira

Sjálfstæðisflokkurinn boðar til íbúafunda

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði bjóða til þriggja funda í sveitarfélaginu til að ræða við íbúa Skagafjarðar um stefnumál flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Frambjóðendur vilja heyra frá íbúum og hverjar áherslur þeirra eru, svo sem um skóla og leikskóla, íþróttir og tómstundir, atvinnu-, ferða- og menningarmál, landbúnaðarmál og umhverfismál ásamt fleiri áherslum sem varða Skagafjörð.
Meira

Vordagur ferðaþjónustunnar

Vordagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra verður haldinn fimmtudaginn 17. maí nk. í Eyvindarstofu á Blönduósi. Hefst hann klukkan 13:00 og stendur til 17:00. Um svipað leyti á síðasta ári áttu ferðaþjónustuaðilar á svæðinu sambærilegan fund sem þótti takast með ágætum og mæltist sú nýbreytni vel fyrir að ferðaþjónustuaðilar af öllu Norðurlandi vestra hefðu möguleika á að kynna sína starfsemi hver fyrir öðrum.
Meira

Framboðsfrestur rennur út á morgun

Sveitarstjórnarkosningar fara fram þann 26. maí n.k. Framboðsfrestur rennur út þann 5. maí kl. 12:00 á hádegi.
Meira

Morgunkaffi með brottfluttum Skagfirðingum

Kaffiklúbburinn Skín við sólu Skagafjörður sem starfræktur er á höfuðborgarsvæðinu verður samkvæmt venju með kaffisamsæti í Ljósheimum í Skagafirði á morgun, laugardegi í Sæluviku. Kaffið hefst klukkan 10 og segist Ásta Hálfdánardóttir, formaður klúbbsins, vonast til þess að heimamenn fjölmenni og eigi góða stund með klúbbfélögum.
Meira

Sögufélagið Húnvetningur fundar í Eyvindarstofu

Sögufélagið Húnvetningur heldur aðalfund sinn í Eyvindarstofu á Blönduósi næstkomandi sunnudag, 6. maí, og hefst fundurinn klukkan 14:00. Á fundinum mun sagnfræðingurinn Kristján Sveinsson fjalla um vita og hafnir í Húnaþingi. Þá verður sagt frá fundaröð í Húnabúð í Skeifunni sem Sögufélagið hefur tekið þátt í undanfarna vetur.
Meira

Framúrskarandi frumsýning

Einhvers staðar segir að það þurfi 17 vöðva til að brosa og víst er að umræddir vöðvar fengu allir að sinna hlutverki sínu á frumsýningu Leikfélags Sauðárkróks á sunnudagskvöldið var. Eins og formaður Leikfélagsins bendir réttilega á pistli sínum í leikskránni skilja slíkar sýningar - fjörugir hurðafarsar - ekki endilega eftir mikinn boðskap, annan en þann að allt kemst upp um síðir.
Meira