Ráðningar hjá Skagafjarðarhöfnum
feykir.is
Skagafjörður
14.01.2019
kl. 09.05
Ráðið hefur verið í auglýstar stöður hafnarstjóra og yfirhafnarvarðar hjá Skagafjarðarhöfnum. Dagur Þór Baldvinsson hefur verið ráðinn í starf hafnarstjóra frá 1. janúar sl. en áður gegndi hann stöðu yfirhafnarvarðar. Pálmi Jónsson var ráðinn í hans stað sem yfirhafnarvörður og mun hefja störf innan tíðar, segir á vef Svf. Skagafjarðar.
Meira
