Fréttir

Heitavatnslaust á Króknum í kvöld

Vegna viðgerða á stofnlögn verður heitavatnslaust í neðri bænum á Sauðárkróki frá kl. 17 í dag og frameftir kvöldi. Lokað verður frá Bárustíg og út á Eyri. Skagafjarðarveitur biðjast velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Meira

Húnaþing vestra; nýtt lag og ljóð Einars Georgs Einarssonar vekur athygli

Vortónleikar Kórs eldri borgara í Húnaþingi vestra voru í Hvammstangakirkju þann 1. maí. Stjórnandi kórsins er Ólafur Rúnarsson og undirleikari Elínborg Sigurgeirsdóttir. Kórinn flutti blandaða dagskrá kórlaga úr ýmsum áttum og má segja að dagskráin hafi verið létt og vorleg. Mesta athygli vakti frumflutningur á lagi og ljóði Einars Georgs Einarssonar er nefnist Húnaþing vestra, fagur óður til sveitarfélagsins.
Meira

Mercedes-Benz í hringferð um landið

Mercedes-Benz heldur í hringferð um landið í maí og mun kynna úrval fólks- og atvinnubíla frá þýska lúxusbílaframleiðandanum á landsbyggðinni. Þann 3. maí verður flotinn á Sauðárkróki við Bílaverkstæði KS.
Meira

Íbúalýðræði - Inga Katrín D. Magnúsdóttir

Ýmislegt kemur upp í hugann þegar ég hugsa um mitt nánasta umhverfi, Skagafjörðinn. Margt af því sem er að gerast í kringum okkur er framúrskarandi, annað síður en svo. Hægt væri að ræða fjölmörg verkefni og ýmsar áskoranir sem við íbúarnir stöndum nú frammi fyrir, en það sem sækir hvað fastast að mér þessa stundina er hugtakið íbúalýðræði.
Meira

1. maí

Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, er á morgun og verður hann að vanda haldinn hátíðlegur víða. Yfirskrift hátíðahaldanna að þessu sinni er STERKARI SAMAN.
Meira

Stólarnir teknir í bakaríið

Í Sæluvikunni munu hanga uppi í Sauðárkróksbakarí nokkur góð skot sem áhugaljósmyndarinn Hjalti Árnason hefur smellt af strákunum okkar í meistaraflokki Körfuknattleiksdeildar Tindastóls í vetur. Myndir Hjalta bera þess glöggt merki hve næmt auga hann hefur á viðfangsefninu og hafa myndir hans glatt margan körfuboltaáhugamanninn.
Meira

Sexþúsund áttatíu og fimm milljónir

Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga (138/2011) er fjallað um viðmiðanir um afkomu og fjárhagsstöðu sveitarfélaga og tekið fram að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta sveitarsjóðs í reikningsskilum séu ekki hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum.
Meira

Valdís vann símakosninguna

Birkir Blær Óðinsson úr Menntaskólanum á Akureyri stóð uppi sem sigurvegari í Söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin var á Akranesi sl. laugardagskvöld. Á Rúv segir að Birkir Blær hafi heillað dómnefndina með flutningi sínum á laginu I put a spell on you eftir Screamin' Jay Hawkins.
Meira

Sæluvikan sett í dag

Í dag var lista- og menningarhátíðin Sæluvika Skagfirðinga formlega sett í Safnahúsinu á Sauðárkróki að viðstöddu fjölmenni. Ljósmyndasýning Gunnhildar Gísladóttur var opnuð af því tilefni, úrslit Vísnakeppni Safnahússins kynnt og samfélagsverðlaun Skagafjarðar voru afhent. Að þessu sinni var ákveðið að veita hjónunum Árna Stefánssyni, íþróttakennara, og eiginkonu hans, Herdísi Klausen, hjúkrunarfræðingi, samfélagsverðlaun Skagafjarðar árið 2018.
Meira

Ráðstefna kvenfrumkvöðla á Sauðárkróki

Ráðstefna undir yfirskriftinni Efling kvenfrumkvöðla á landsbyggðinni var haldin í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki 18. apríl sl. Var þar um að ræða endapunkt Evrópuverkefnis sem ber heitið Free (Female Rural Enterprise Empowerment) og hafði það að markmiði að styðja við bakið á frumkvöðlakonum á landsbyggðinni. Verkefnið var samstarfsverefni sex aðila frá fimm löndum. Ásdís Guðmundsdóttir hjá Vinnumálastofnun stýrði verkefninu en Byggðastofnun var samstarfsaðili á Íslandi. Um 60 manns sátu ráðstefnuna.
Meira