Fréttir

Baldur og Aðalsteinn Íslandsmeistarar

Átján áhafnir mættu til leiks í Alþjóðarallýinu, sem í daglegu tala gengur undir nafninu Reykjavíkurrallýið, en það fór fram um helgina. TímON félagarnir Aðalsteinn Símonarson úr Borgarnesi og Baldur Haraldsson frá Sauðárkr...
Meira

Rigning með köflum í dag

Á Ströndum og Norðurlandi vestra er vaxandi suðvestan átt, 5-10 um hádegi og rigning með köflum. Suðvestan 8-15 í kvöld og úrkomumeira, en dregur úr vindi og úrkomu á morgun. Hiti 7 til 15 stig. Veðurhorfur á landinu næstu daga:...
Meira

Nýtt skólaár hafið í Háskólanum á Hólum

Nýnemadögum við Háskólann á Hólum lauk í síðustu viku en haustönn 2014 hófst formlega mánudaginn 25. ágúst. Samkvæmt vef Hólaskóla var dagskrá nýnemadaga ætluð öllum nýnemum, jafnt staðnemum sem fjarnemum - sem mættu þá...
Meira

Einn fótbrotinn og annar úr mjaðmarlið

Björgunarsveitir í Húnavatnssýslu sóttu slasaðan mann innan og ofan við bæinn Þorgrímsstaði í Vatnsnesi í gær. Samkvæmt heimasíðu Landsbjargar var talið að maðurinn, sem var á göngu, hafi verið fótbrotinn. Ábúendur Þórg...
Meira

Þrjú á þremur mínútum hjá Þrótti

Tindastóll spilaði við lið Þróttar Reykjavík á Valbjarnarvellinum í dag. Ekki tókst strákunum að næla í stig og fóru leikar þannig að heimamenn gerðu fjögur mörk en Stólarnir ekkert. Tindastólsmenn náðu að halda markinu h...
Meira

Nauðsynlegt að huga að lausamunum

Á heimasíðu VÍS er fólk hvatt til að vera á varðbergi og fylgjast vel með veðurspám vegna djúprar lægðar sem á að ganga yfir landið á morgun, sunnudag. Vísað er í orð Einars Sveinbjörnssonar hjá Veðurvaktinni: „Óvenjule...
Meira

Höfuðdegi fylgir svipað veðurfar í þrjár vikur

Nú er 29. ágúst er höfuðdagur, en skv. gamalli þjóðtrú er veðrátta þann dag fyrirboði um komandi tíð, það er á höfuðdegi á veðrátta að breytast og haldast þannig næstu þrjár vikur. Mikilvægt þótti hafa lokið heyskap...
Meira

Heitavatnslaust á Laugarbakka og Hvammstanga

Vegna viðgerða í dælustöð hitaveitunnar á Laugarbakka verður lokað fyrir heitavatnið til Hvammstanga og Laugarbakka frá kl. 8:00 þriðjudaginn 2. sept. nk. og fram eftir degi, frá þessu er sagt á vef Húnaþings vestra. Beðist er ...
Meira

Opnað fyrir umsóknir um NATA

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru og er umsóknarfrestur til 9. september 2014. Sagt e...
Meira

Stefna að borun og álagsprófun í haust

Á fundi veitunefndar sveitarfélagsins Skagafjarðar í gær var meðal annars fjallað um stöðu mála vegna hitaveitu í Fljótum. Óskað hefur verið eftir fundi með landeiganda jarðarinnar Langhúsa vegna nýtingar á jarðhita við Dæli...
Meira