Fréttir

Kætin við völd á konukvöldi

Það ríkti mikil kátína á vel sóttu konukvöldi sem Nemendafélag FNV stóð fyrir í gærkvöldi. Stúlkur úr 10. bekk og Fjölbrautarskólanum fjölmenntu ásamt mæðrum og fleiri konum og skemmtu sér vel undir veislustjórn Siggu Kling...
Meira

Vaxandi norðaustanátt í dag

Á Norðurlandi er víða hált og sumsstaðar éljar. Snjóþekja er á Vatnsskarði, Þverárfjalli og í Langadal. Vaxandi norðaustanátt á Norðurlandi vestra um hádegi, og él. Norðaustan 13-20 m/s og slydduél eða skúrir síðdegis og ...
Meira

Olíukerra á hliðina

Óhapp hafði orðið skammt frá bænum Stóru-Gröf syðri, við þjóðveg 75 Sauðárkróksbraut,  þegar blaðamaður átti leið þar um á fjórða tímanum í gær. Kerra aftan í olíubíl fór á hliðina utan við veg en bílstjóra sa...
Meira

Væri til í að vera Beyoncé í einn dag / INGA HEIÐA

Inga Heiða Halldórsdóttir (1975) er alin upp á Miklabæ í Óslandshlíðinni. Helstu tónlistarafrek sín segir hún hafa verið að þeyta skífum á skólaböllum á Hofsósi en hún spilar ekki á hljóðfæri. „Eldri systkini mín fóru í blokkflautunám með þeim afleiðingum að það var ekkert tónlistarnám í boði fyrir örverpið,“ segir Inga Heiða sem nú er búsett í Reykjavík.
Meira

NATA styrkir

NATA auglýsir eftir styrkumsóknum til samstarfsverkefna á sviði ferðaþjónustu eða til kynnis- og námsferða 2014. NATA styrkir samstarf á milli Íslands, Grænlands og Færeyja. Allir sem starfa að eflingu ferðaþjónustu á milli lan...
Meira

Kvikmyndakvöld í Gúttó

„The Weight of Mountains“ mætir með nokkrar kvikmyndir á Sauðárkrók á morgun, föstudag. Sýnd verður röð stuttmynda sem kvikmyndagerðarmenn sem dvalið hafa í Neslistamiðstöð hafa gert. Myndirnar verða sýndar í Gúttó, hú...
Meira

Sex kepptu um sæti í KS-deildinni

Úrtökumót fyrir KS-Deildina fór fram í gærkvöldi í Svaðastaðahöllinni. Fjögur sæti voru laus fyrir kvöldið en einungis voru sex knapar skráðir til leiks, nokkuð færri en menn áttu von á. Keppt var í fjórgangi og fimmgangi og...
Meira

Fjölbreytt námskeið í gangi hjá Farskólanum

Það er mikið um að vera hjá Farskólanum þessa dagana, að sögn Halldórs Gunnlaugssonar verkefnastjóra þar. Tveir hópar nýfarnir af stað í Skrifstofuskóla sem kenndur er á dagtíma, annar fyrir hádegi og hinn eftir hádegi.  Í ...
Meira

Gáfu vatnsvél í íþróttamiðstöðina í Varmahlíð

Í síðustu viku komu þær systur Sigríður og Helga Sjöfn Helgadætur færandi hendi í Íþróttamiðstöðina í Varmahlíð. Voru þær að afhenda styrk fyrir hönd Kvenfélags Seyluhrepps. Styrkurinn hljóðar upp á 70.000 krónur og ...
Meira

Ljós í minningu Skarphéðins Andra

Nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra söfnuðust saman við verknámshús skólans í morgun og tendruðu friðarljós í minningu Skarphéðins Andra Kristjánssonar, sem lést í fyrradag eftir erfiða baráttu í kjölfar umferðarsly...
Meira