Fréttir

Grunnskólinn austan Vatna tók þátt í Jól í skókassa

Líkt og fleiri skólar á Norðurlandi vestra síðustu vikurnar þá tók Grunnskólinn austan Vatna þátt í fallega verkefninu Jól í skókassa. „Verkefnið er alþjóðlegt og miðar að því að gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og til að tryggja að öll börnin fái svipaðar gjafir er mælst til að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa,“ segir í frétt á vef GaV.
Meira

Áskorun til Willum Þórs Þórssonar

Flokksþing Framsóknarflokksins fer fram í febrúar 2026 og þá mun draga til tíðinda. Formaður flokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, sem hefur gegnt embætti formanns síðan haustið 2016, hefur fyrir nokkru tilkynnt þá ákvörðun sína að hætta sem formaður og rætt hefur verið um að líklegir kanditatar í formanninn séu Lilja Alfreðsdóttir og Willum Þór Þórsson. Framsóknarfélag Skagafjarðar hefur nú sent frá sér tilkynningu þar sem skorað er á Willum Þór Þórsson að gefa kost á sér í embættið.
Meira

Húnabyggð bindur vonir við nýja samgönguáætlun

Sveitarstjórn Húnabyggðar gerir sér væntingar um að ný samgönguáætlun muni tryggja að þær vegaframkvæmdir sem þegar hafa verið skilgreindar í sveitarfélaginu verði settar á dagskrá. Húnahornið segir frá því í frétt að fjallað hefur verið um frestun vegaframkvæmda á fundum byggðarráðs síðustu mánuði, m.a. á Skagavegi og svo um minnkun framkvæmda við Vatnsdalsveg.
Meira

Lögreglan heimsótti Árskóla

Á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir frá því að löggan hafi heimsótt forvitna og fróðleiksfúsa nemendur í 6. bekk Árskóla í gær þar sem rætt var um störf lögreglunnar. Nemendur fengu að skrifa nafnlausar spurningar á blað meðan á heimsókninni stóð — og spurningarnar voru fjölbreyttar og skemmtilegar!
Meira

Rithöfundakvöldið er einmitt í kvöld

Hið árlega rithöfundakvöld Héraðsbókasafns Skagfirðingar er í kvöld, fimmtudagskvöldið 13. nóvember, og hefst klukkan 20. Að vanda fer viðburðurinn fram í húsnæði safnsins á efri hæð Safnahússins við Faxatorg. Fimm höfundar mæta til leiks að þessu sinni og kynna sig og nýútkomnar bækur sínar.
Meira

Íbúakönnun vegna tímasetningar Sæluvikunnar 2026

Undanfarin ár hefur Sæluvikan hafist síðasta sunnudag aprílmánaðar og staðið yfir í viku. Nú er til skoðunar hvort færa eigi Sæluviku fram um tvær vikur, þannig að hún hefjist um miðjan apríl.
Meira

Arnar ánægður með orkuna í húsinu og lausnamiðaða leikmenn

Feykir hafði samband við Arnar þjálfara í morgun eftir góðan sigur Tindastóls á Manchester og byrjaði að spyrja hvað hann var ánægðastur með í leik Tindastóls. „Ég var sérstaklega ánægður með orkuna í húsinu. Áhorfendur voru alveg stórkostlegir í gær. Mér fannst leikmenn mjög klókir að finna nyjar lausnir sóknarlega, þar sem Manchester gerði mjög vel að klippa á hluti sem við höfum gert vel í vetur. Strákarnir vour hinsvegar fljótir að sjá nýjar opnanir sem buðust við það.“
Meira

Hlutur tónlistar í menningarhúsi á Sauðárkróki og nýtni hússins | Aðsend grein

Boðuð hefur verið bygging húss skagfirskrar lista- og safnastarfsemi á Sauðárkróki sem á að vera tilbúin á næstu árum. Það er spennandi verkefni og mun efla samfélagið á Sauðárkróki og víðar. Varðandi starfsemi hússins hefur verið tekið fram að það verði leik- og safnahús en ekki aðstaða til tónlistarflutnings og að Miðgarður í Varmahlíð hafi það hlutverk.
Meira

Atvinnuleysi lægst á Norðurlandi vestra

Atvinnuleysi er lægst á landinu á Norðurlandi vestra, eða aðeins 1,3%, samkvæmt nýjum tölum Vinnumálastofnunar. Í frétt Húnahornsins segir að skráð atvinnuleysi á landinu öllu í október hafi verið 3,9% og hafði þá aukist um 0,4% frá mánuðinum á undan. Í október 2024 var atvinnuleysið hins vegar 3,4%. Að meðaltali voru 8.030 atvinnulausir í október síðastliðnum, 4.661 karl og 3.369 konur. Meðalfjöldi atvinnulausra fjölgaði um 682 manns milli mánaða.
Meira

Glæstur sigur á Manchester í spennuleik í Síkinu

Annar heimaleikur Tindastóls í ENBL Evrópukeppninni var spilaður í Síkinu í gærkvöldi fyrir framan um 600 áhorfendur. Frábær stemning var í Síkinu og buðu Stólarnir og gestir þeirra frá Manchester á Englandi upp á frábæra skemmtun, spennandi körfuboltaleik, dramatískar lokasekúndur og þá var auðvitað frábært að sigurinn lenti okkar megin. Lokatölur 100-96.
Meira