Krista Sól á skotskónum hjá Stólunum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
29.01.2018
kl. 11.06
Meistaraflokkur kvenna hjá Tindastóli tekur þátt í Faxaflóamótinu sem fram fer syðra og náði liðið sigri í sínum öðrum leik á mótinu sl. laugardag gegn Gróttu á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi 3-0. Hin unga og efnilega knattspyrnukona, Krista Sól Nielsen, var aldeilis á skotskónum og skoraði fyrstu tvö mörkin. Það fyrra á 26. mínútu og það síðara á 49. mínútu.
Meira