Stólarnir lögðu Blika af öryggi
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
08.03.2019
kl. 09.16
Lið Tindastóls og Breiðabliks mættust í Síkinu í gærkvöldi í 20. umferð Dominos-deildarinnar. Blikar voru þegar fallnir og kaninn þeirra, Kofi, búinn að yfirgefa herbúðir þeirra. Það var því reiknað með næsta auðveldum sigri heimamanna en gestirnir komu á óvart og virtust hafa talsvert meiri áhuga á að spila leikinn en Stólarnir framan af leik. Stólarnir sperrtu stél í síðari hálfleik og stungu af án mikillar fyrirhafnar. Lokatölur 94-70.
Meira
