Lengi lifir í gömlum glæðum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
02.11.2018
kl. 22.54
Það var hart barist þegar KR og Tindastóll mættust í DHL-höllinni í kvöld. Stólarnir voru eina taplausa liðið í Dominos-deildinni en Íslandsmeistararnir komu ákveðnir til leiks og ætluðu augljóslega ekki að láta Stólana komast upp með einhverja sirkustakta í sínu húsi. Það reyndist Tindastólsmönnum þungt í skauti að Urald King og Viðar voru snöggir að koma sér í villuvandræði. Ekki hjálpaði til að hinn háaldraði Jón Arnór Stefánsson gaf árunum og slitnum löppum langt nef og hreinlega vann leikinn fyrir Vesturbæinga. Lokatölur voru 93-86 eftir spennandi lokamínútur.
Meira