„Sárnar að heyra svona en ég ætla ekki að láta þetta hafa nein áhrif á mig.“
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
01.02.2019
kl. 15.26
„Þetta var virkilega góður karaktersigur,“ segir Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta og liðsmaður KR, ánægður með úrslit sinna manna í gærkvöldi en KR snéri slæmri stöðu sér í vil og sigraði Tindastól eftir framlengdan leik. Aðspurður um rasistaupphrópun sem heyrðust frá stuðningsmanni Tindastóls í hans garð segir hann þau fyrst og fremst leiðinleg. „Maður heyrir mjög margt frá andstæðingum en það er yfirleitt bara eitthvað saklaust. En þegar maður heyrir eitthvað svona persónulegt er það alltaf yfir strikið.“
Meira
