Íþróttir

Bikarinn heim – Móttaka í íþróttahúsinu í kvöld

Móttaka verður í Síkinu, íþróttahúsinu á Sauðárkróki, klukkan 21 í kvöld þegar bikarmeistarar Tindastóll mætir á svæðið með nýfægðan Maltbikar. Allir stuðningsmenn Stólanna eru hvattir til að mæta og fagna með strákunum sínum fyrsta stóra titli. ÁFRAM TINDASTÓLL!
Meira

Tindastóll bikarmeistarar

TIL HAMINGJU TINDASTÓLL
Meira

Hátterni í algjörri andstöðu við gildi ungmennafélagshreyfingarinnar

Margar íþróttakonur hafa nú stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar undir myllumerkinu #metoo. „Þetta eru hræðilegar sögur, frásagnir af hátterni sem á ekki að líðast og eru í algjörri andstöðu við þau gildi sem ungmennafélagshreyfingin stendur fyrir,“ segir í yfirlýsingu frá UMFÍ.
Meira

Svaðaleg stemning í Höllinni í gær

Það var mikil stemning í Laugardalshöllinni í gær þegar Tindastóll lagði Hauka í undanúrslitum Maltbikarsins. Ljóst var að þarna myndu tvö hörkulið mætast þar sem Haukarnir hafa verið í fínum málum og standa efstir í Domino´s deildinni og Tindastóll sjónarmun á eftir með tveimur stigum færra. Stuðningsmennirnir létu ekki sitt eftir liggja og fjölmenntu á upphitun í Ölver og svo í Höllina.
Meira

1,5 milljón til Körfuknattleiksdeildar Tindastóls – Miðasala á úrslitaleikinn hafin

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum í morgun að styrkja Körfuknattleiksdeild Tindastóls um kr. 1.500.000 vegna framúrskarandi árangurs í íþróttinni, þar sem liðið er komið í úrslit í bikarkeppni KKÍ. Byggðarráðið óskar Tindastóli góðs gengis í úrslitaleiknum nk. laugardag á móti KR og óskar liðinu jafnframt velfarnaðar í keppninni um íslandsmeistaratitilinn sem framundan er. Feykir tekur heilshugar undir það.
Meira

Stólarnir í úrslit Maltbikarsins eftir draumaleik Arnars

Tindastóll og Haukar mættust í Laugardalshöllinni í kvöld í undanúrslitum Maltbikarsins. Stólarnir höfðu yfirhöndina mest allan leikinn og fögnuðu að lokum af krafti sætum sigri á toppliði Dominos-deildarinnar, Lokatölur voru 85-75 en atkvæðamestur í liði Tindastóls var Sigtryggur Arnar sem gerði 35 stig og tók 11 fráköst í sannkölluðum draumaleik. Andstæðingar Stólanna í Höllinni á laugardaginn verður lið KR.
Meira

Caird í þjálfarateymi Tindastóls

Christopher Caird leikmaður Tindastóls í körfubolta hefur lagt keppnisskóna á hilluna og hefur bæst í þjálfarateymi liðsins. Þrálát meiðsli hafa gert kappanum lífið leitt og hefur hann ekki náð að beita sér líkt og á síðasta keppnistímabili. Meðfram spilamennsku hefur Chris verið starfandi yfirþjálfari yngri flokka félagsins með mjög góðum árangri.
Meira

Hitað upp fyrir bikarleikinn á Ölveri

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur náð samkomulagi við sportbarinn Ölver í Glæsibæ um að stuðningsmenn liðsins hiti upp þar fyrir bikarleikinn gegn Haukum sem fram fer í Laugardalshöll nk. miðvikudagskvöld kl. 20:00. Í tilkynningu frá deildinni segir að að það verði sturluð tilboð í gangi hjá þeim á Ölveri fyrir bæði í mat og drykk.
Meira

Tindastólsmenn léku við hvurn sinn fingur gegn Völsurum

Valsmenn komu norður í Síkið í gærkvöldi og léku við lið Tindastóls sem þurfti nauðsynlega að ná sér á strik eftir dapra frammistöðu gegn ÍR á dögunum. Það gekk eftir því Stólarnir hafa sennilega átt einn sinn albesta leik í vetur, vörnin var frábær og sóknarleikurinn oft á tíðum glimrandi þannig að Valsmenn virtust vart vita á köflum á hvora körfuna þeir áttu að sækja. Allir leikmenn Tindastóls komust á blað og niðurstaðan sterkur sigur, lokatölur 103-67.
Meira

Sem betur fer eru ekki alltaf jólin

Tindastólsmenn héldu í Breiðholtið í gær og léku við spræka ÍR-inga í Dominos-deildinni. Reiknað var með hörkuleik eins og oftast þegar þessi lið mætast og sú varð raunin. Heimamenn höfðu þó undirtökin nánast allan leikinn en sigruðu hálf slappt lið Tindastóls sem á það til að sýna sínar verri hliðar í kjölfar jóla. Lokatölur 83-75 fyrir ÍR.
Meira