Stefnir í verulega skrautlega lokaumferð í 2. deildinni
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
17.09.2018
kl. 14.16
Í gær sagði Feykir frá sigri Tindastóls á liði Hugins Seyðisfirði og útskýrði fyrir lesendum hver staða liðsins væri fyrir lokaumferðina sem fram á að fara næstkomandi laugardag. Andstæðingar Tindastóls í síðustu umferðinni er lið Völsungs frá Húsavík sem átti ekki lengur séns á sæti í Inkasso-deildinni að ári eftir úrslit leikja nú um helgina. Það hefur hins vegar breyst eftir úrskurð áfrýjunardómstóls KSÍ í gær sem úrskurðaði að spila skildi leik Hugins og Völsungs aftur.
Meira