Mannlíf

Nóg að sýsla í Grunnskólanum austan Vatna

Feykir hefur örlítið dundað við að heimsækja heimasíður grunnskólanna hér á Norðurlandi vestra upp á síðkastið og nú kíkjum við á fréttir úr Grunnskólanum austan Vatna sem starfræktur er á Hofsósi og Hólum. Síðust viku nóvembermánaðar var áhugasviðs- og dansvika í skólanum en þá voru allir nemendur saman komnir á Hofsósi þar sem þeir voru í viðfangsefnum sem þau höfðu valið sér sjálf.
Meira

Jólastemning í sundlauginni á Skagaströnd

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að það styttist í jólin. Í öllu hafaríinu sem fylgir undirbúningi jólanna er það að sjálfsögðu tilvalin hugmynd að láta streituna líða úr sér í heitum potti. Á Skagaströnd taka heimamenn þetta jafnvel skrefinu lengra því fram að jólum býðst þeim sem koma í heita pottinn í sundlauginni að fá rjúkandi heitt kakó með rjómatopp í boði hússins.
Meira

Ólöf á Tannstaðabakka lætur ekki deigan síga

Stjórn Velferðarsjóðs Húnaþings vestra fékk góðan gest í heimsókn í morgun þegar Ólöf Ólafsdóttir á Tannstaðabakka mætti og færði sjóðnum kr. 700.000 að gjöf. Ólöf hefur unnið að gerð bútasaumsteppa undanfarin ár og hafa þau verið afar vinsæl bæði innan og utan héraðs.
Meira

Friðrik Halldór ráðinn fjármála- og skrifstofustjóri Blönduósbæjar

Friðrik Halldór Brynjólfsson hefur verið ráðinn fjármála- og skrifstofustjóri Blönduósbæjar, en starfið var auglýst til umsóknar í síðari hluta október. Alls sóttu tíu einstaklingar um stöðuna en eftir vandaða yfirferð og viðtöl þá var Friðrik Halldór metinn hæfastur af umsækjendum og hefur því verið ráðinn til starfa.
Meira

Lagt til að kosið verði um sameiningu 19. febrúar 2022

Á heimasíðunni Húnvetningur II – sameiningarviðræður Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps – kemur fram að það sé álit samstarfsnefndar að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu sveitarfélaganna í eitt. Lagt er til að atkvæðagreiðsla fari fram laugardaginn 19. febrúar 2022 í báðum sveitarfélögunum.
Meira

Stefnt að rökkurgöngum í Glaumbæ helgina fyrir jól

Það er ljúft að leggja leið sína í Glaumbæ á aðventunni og hverfa einhverjar aldir aftur í tímann. Stemningin einstök í stilltu dimmbláu vetrarrökkrinu, stjörnurnar og ljósin á bæjunum blikandi í fjarska. Í JólaFeyki, sem kom út í lok nóvember tjáði, Berglind Þorsteinsdóttir, forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga, lesendum að stefnt væri á að fara rökkurgöngur í gamla bænum – væntanlega dagana 17. og 18. desember – ef aðstæður í samfélaginu og sóttvarnarreglur leyfa. JólaFeykir spurði Berglindi líka aðeins út í jólahald hennar.
Meira

Maddie smitar orku og jákvæðu hugarfari til alls liðsins

Tvær erlendar stúlkur spila með kvennaliði Tindastóls í körfunni í vetur. Önnur þeirra er Madison Anne Sutton, eða bara Maddie, en hún verður 23 ára þann 13. desember. Maddie er frá Knoxville í Tennesee-fylki Bandaríkjanna, ein níu systkina og síðan á hún sjö litlar frænkur og frændur. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir hana.
Meira

Sérvalda tréð týndist svo fella varð annað

Nemendur 4. bekkjar Varmahlíðarskóla fóru í árlega vettvangsferð í síðustu viku til að fella og sækja jólatré í Reykjarhólsskóg. Í frétt á vef skólans segir að þessi hefð sé afar notaleg og ævintýri í hvert sinn. Búið var að undirbúa leiðangurinn en svo fór að tréð sem átti upphaflega að sækja fannst ekki aftur, snjókoma næturinnar hafði breytt ásýnd skógarins og þrátt fyrir talsverða leit fannst það ekki.
Meira

Jólatré Blönduósinga fengið úr Gunnfríðarstaðarskógi

Þann 1. desember voru ljós tendruð á jólatrénu við Blönduóskirkju en vegna sóttvarnatakmarkana var ekki hefðbundin dagskrá á Blönduósi frekar en víðast hvar annars staðar. Einhverjir verða þó að mæta og það voru krakkarnir á Fjallabæ og Stóra Fjallabæ á Leikskólanum Barnabæ ásamt starfsfólki sem mættu galvösk til leiks, komu og sungu og dönsuðu í kringum jólatréð góða.
Meira

Stefnir í flotta skíðahelgi í Tindastólnum

Framundan er þriðja opnunarhelgin á skíðasvæðinu í Tindastólnum. „Það hefur verið frábær mæting síðustu tvær helgar,“ sagði Sigurður Hauksson, forstöðumaður svæðisins, þegar Feykir hafði samband. „Við tókum á móti fyrsta gönguskíðahópnum 13. nóvember og opnuðum neðri lyftuna viku síðar. Mikill snjór er á svæðinu og hafa æfingahópar nýtt sér opnunina og komið hverja helgi.“
Meira