Vetrarveður og ófærð í Skagafirði en ekki bólaði á gulri veðurviðvörun
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
13.01.2026
kl. 08.53
Það hefur verið leiðinlegt vetrarveður í Skagafirði síðasta sólarhringinn og þar er nú éljagangur eða skafrenningur víðast hvar. Ekki var gefin út gul veðurviðvörun, það Feykir best veit, fyrir Strandir og Norðurland vestra og það er nú örugglega eitthvað sem í það minnsta Skagfirðingar geta klórað sér í kollinum yfir í dag. Verið er að moka göturnar á Króknum en þar var erfið færð í morgun, rösk noeðanátt og éljagangur og þrengri götur fullar af snjó þannig að reyndir ökuþórar sátu fastir.
Meira
