feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
25.10.2025
kl. 16.45
Í gær, föstudaginn 24. október 2025, voru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu fyrst á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Það var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið.Talið er að um 50 þúsund manns hafi mætt á Austurvöll í gær til að krefjast jafnréttis og það gerðu konur einnig um allt land. Í Miðgarði í Varmahlíð komu konur saman og þar flutti Sigríður Garðars í Miðhúsun erindi sem hún gaf Feyki góðfúslegt leyfi til að birta.
Meira