Húnvetningurinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir keppir nú í sjöþraut í Kladno í Tékklandi en í gær keppti hún í 100m grindahlaupi og tókst frekar illa upp og hljóp á 14.97 sek. en hennar besti árangur er 14.19sek. Svo keppti hún ...
Nú er tækifæri fyrir verktaka að komast í rammasamning ríkisins um viðhaldsþjónustu fasteigna en nýtt rammasamningsútboð á þjónustu verktaka í iðnaði nær til viðhaldsverkefna á fasteignum ríkisins um allt land. Útboðið tek...
Sýning á gögnum úr verkefninu Altarisdúkar í Húnavatnssýslum verður opin á Þingeyrum 18.-19. júní nk. en verkefnið er unnið af Jenný Karlsdóttur og Oddnýju E. Magnúsdóttur í samvinnu við Byggðasafn Húnvetninga og Strandaman...
Helgina 24. – 26. júní verður haldið Landsmót UMFÍ 50 + á Hvammstanga og er lagt áhersla á að mótið sé fjölskylduhátíð með fjölbreyttri dagskrá. Ásamt keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum verða fyrirlestrar og kvölddags...
Stjórn Landsmóts ehf. hefur tekið þá ákvörðun að breyta gildistíma helgarpassa inn á Landsmótið á Vindheimamelum. Þeir taka því gildi kl. 18.15 föstudaginn 1. júlí en ekki á miðnætti eins og áður var búið að gefa út.
...
Úrtöku og gæðingamót Þyts fór fram dagana 11. og 12. júní á Hvammstanga og var þátttaka mjög góð. Knapi mótsins og glæsilegasti hestur mótsins voru valinn af dómurum og hlaut Fanney Dögg Indriðadóttir fyrrnefnda titilinn en g...
Hlaupararnir í söfnuninni Meðan fæturnir bera mig hlupu í gær í Húnaþingi vestra og slógust heimamenn í för með þeim að gatnamótunum að Hvammstanga, margir hverjir frá sýslumörkunum við Gljúfurá. Hlauparar átaksins voru í ...
Héraðshátíðin Eldur í Húnaþingi verður haldin dagana 20.-24. júlí næstkomandi og verður hverfakeppninni, sem tókst frábærlega í fyrra, haldið áfram með þeirri breytingu að það sem áður var Græna hverfið mun í ár verð...
Tónlistarskóli Vestur-Húnavatnssýslu hefur auglýst eftir tónlistarkennara til starfa skólaárið 2011-2012 með áherslu á kennslu á píanó, strengjahljóðfæri, tré og málmblásturshljóðfæri. Tónlistarskóli Vestur-Húnavatnssýs...
Flutningskerfi raforku heldur samfélaginu gangandi. Það tryggir að heimili, fyrirtæki og stofnanir um allt land hafi öruggt aðgengi að rafmagni og þess vegna skiptir miklu máli að byggja kerfið upp og þróa áfram; það snýst um bæði orkuöryggi og öryggi þjóðarinnar. Núverandi byggðalína er komin til ára sinna og er flutningur raforku um hana háður miklum takmörkunum. Svigrúm til tengingar nýrra notenda eða framleiðslueininga er nánast ekkert.
Mér finnst einhvern veginn eins og þeir sem vilja að við göngum í Evrópusambandið ættu öðrum fremur að vera með það á hreinu hvers konar ferli fer í gang þegar ríki sækir um inngöngu í sambandið. Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, er það hins vegar greinilega ekki. Nema hann tali gegn betri vitund. Í umræðum á Alþingi 20. janúar líkti hann því þannig við einfalt atvinnuviðtal. Upplýsingar um ferlið er víða að finna. Ekki sízt á vefsíðum Evrópusambandsins. Til að mynda má benda Grími á sérstakan upplýsingabækling sem sambandið hefur gefið út í þeim tilgangi að útskýra umsóknarferlið.
Miðflokkurinn heldur opinn fund með Sigmundi Davíð, Snorra Mássyni og Ingibjörgu Davíðsdóttur sunnudaginn 25. janúar í Ljósheimum. Fundurinn hefst kl. 14:00 þar sem fundarmönnum gefst færi á að ræða lands- og sveitarstjórnarmál við þingmennina. Framundan eru sveitarstjórnarkosningar og hefur flokkurinn verið hvattur til að bjóða fram í Skagafirði.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Valdimar Gunnlaugsson er Tón-lystar maður Feykis að þessu sinni en hann býr Hvammstanga en ólst upp bæði í Húnaþingi Vestra og á Dalvík. Helsta hljóðfæri hans eru raddböndin og helstu tónlistarafrek eru þau að fá þann heiður að syngja í brúðkaupum og svo Pink Floyd show á Hvammstanga 2005 með algjörum meisturum. Ógleymanlegt, segir Valdimar. Hann er úr árgangi 1985 en uppáhalds tónlistartímabil spannar nokkur ár eða frá árinu 1900-2011.