Fréttir

Bland í poka hjá Óskari Péturs

Skagfirðingurinn og yngsti Álftagerðisbróðirinn, Óskar Pétursson, ætlar að bjóða upp á draumafernu um mánaðamótin október-nóvember. Þá stefnir látúnsbarkinn og skemmtikrafturinn á tónleikahald í Miðgarði, Hofi og Hörpu. Miðar á tónleikana eru löngu komnir í sölu, þegar er uppselt á fyrri tónleikana í Hofi og miðarnir hreinlega rjúka út.
Meira

Heilsudagar í Húnabyggð komnir í gang

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin víðsvegar um álfuna í september ár hvert. Í Húnabyggð er metnaðarfull dagskrá í gangi í tilefni átaksins sem Húnvetningar kjósa að kalla Heilsudaga í Húnabyggð og eru íbúar hvattir til að hreyfa sig, ganga eða hjóla í vinnu, fara í göngu- og hjólatúra en einnig að taka þátt í viðburðum sem boðið verður upp á.
Meira

Sundlaugin á Hofsósi opnar eftir viðhald

Nú hefur sundlaugin á Hofsósi verið opnuð aftur eftir lokun v/viðgerðar og viðhalds. Eflaust margir fastagestir sem fagna þessu enda sundlaugin búin að vera lokuð síðan 8. september.
Meira

Miðasala á leikinn í Laugardalnum hafin og Skagafjöður býður í rútuferð

Það er alltaf stemmari í því að klára tímabil í sportinu á risaviðureign. Eftir töluvert basl í neðri deildum á liðnum árum er þetta þó það knattspyrnupiltarnir í liði Tindastóls fá að upplifa nú á föstudaginn þegar þeir reima á sig fótboltaskóna á föstudaginn og fá að sýna listir sínar á sjálfum þjóðarleikvangi Íslands, Laugardalsvellinum. Tilefnið er úrslitaleikur í neðrideildarbikar Fótbolta.nets.
Meira

KS vill byggja sjálfvirka bílaþvottastöð á Sauðárkróki

Á fundi skipulagsnefndar Skagafjarðar þann 18. september síðastliðinn var tekin fyrir ósk frá Kaupfélagi Skagfirðinga um að fá úthlutað lóð við Borgarflöt 33 á Sauðárkróki. Hugðist KS koma upp á lóðinni sjálfvirkri bílaþvottastöð sem nýtast mundi fyrirtækinu og almenningi. Skipulagsnefnd samþykkti samhljóð að hafna umsókninni á þeim forsendum að umrædd lóð hafi ekki verið stofnuð né auglýst laus til úthlutunar.
Meira

Flæðar á Sauðarkróki | Tillaga á vinnslustigi

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 41. fundi sínum þann 17. september 2025 að auglýsa tillögu á vinnslustigi fyrir „Flæðar á Sauðárkróki“ í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010. Vinnslutillagan er sett fram á uppdrætti nr. VT-01 í verki nr. 56292110 dags. 12.09.2025 ásamt greinargerð með sömu dagsetningu unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu í samvinnu við sveitarfélagið Skagafjörð.
Meira

Ungir Húnvetningar æfðu með fagmönnum í körfuboltafaginu

Um helgina var spilaður körfubolti á Skagaströnd en þar mættust karlalið Fjölnis, Snæfells og Þórs Akureyri, spiluðu innbyrðist og brýndu vopn og samspil fyrir komandi átök í 1. deildinni í vetur. Þá buðu leikmenn Snæfells og Fjölnis ungum Húnvetningum upp á ókeypis námskeið í þessari skemmtilegu íþrótt sem körfuboltinn er.
Meira

Opinn kynningarfundur vegna Landsmóts hestamanna

Það styttist í Landsmót hestamanna á Hólum 2026 og af því tilefni fer fram opinn kynningarfundur fer fram í Tjarnarbæ á morgun, miðvikudaginn 24. september 2025 kl 18:00. Boðið verður upp á súpu og áætlað er að fundurinn taki rúma klukkustund.
Meira

Hjólhýsabrakið væntanlega fjarlægt af Holtavörðuheiðinni í dag

Sennilega hafa flestir þeir sem átt hafa leið yfir Holtavörðuheiði síðustu vikurnar furðað sig og jafnvel hneikslast á draslinu sem liggur við vegkantinn. Um miðjan ágúst gerði talsvert hvassviðri og splundruðust þá tvö hjólhýsi á sama kaflanum ofarlega í norðanverðri heiðinni samkvæmt upplýsingum Feykis. Brakið hefur ekki verið fjarlægt en í frétt á mbl.is í gærkvöldi var sagt frá því að Vegagerðin hyggst láta hendur standa fram úr ermum og ganga í málið í dag.
Meira

Söfnun fyrir Píeta gekk mjög vel

Tindastóll lék á laugardag tvo æfingaleiki í Síkinu á Sauðárkróki gegn Ármanni. Allt er þetta partur af því að undirbúa sig fyrir komandi tímabil í Bónus deildum karla og kvenna sem hefjast í kringum næstu mánaðarmót. 
Meira